Verður HVÍTBÓKIN yfirklór sjálfstæðismanna?

Páll Hreinsson góðvinur Björns Bjarnasonar hefur tekið af sér að afhjúpa skítverkin sem stjórnmálamenn og þá aðalega sjálfstæðismenn tóku að sér fyrir glæpamennina í bönkunum.

Skýrslunni sem Þorgerður Katrín hefur kallað HVÍTBÓK var lofað fyrsta nóvember en nú dregur Páll Hreinsson lappirnar. Trúlega er hann að drukkna í skít en hann tók eigi að síður að sér þetta verkefni og það er skylda hans að skila skýrslu um þessi mánaðramót.

Hvers vegna var ekki stefnt að því  að skila að minnsta kosti áfangaskýrslu?

Maðurinn hlýtur að vera byrjaður á verkinu?

Er verið að henda miklum fjármunum í eitthvað yfirklór sjálfstæðismanna?

Á að bíða með að birta skýrsluna þangað til búið er að sópa sem mestu af skítnum undir teppið og koma tapinu af hegðun glæpamanna og skítseiðum þeirra í stjórnmálum yfir á almenning.


mbl.is Rannsóknarskýrslu seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf greinilega enga rannsóknarnefnd. Þú ert með þetta á hreinu. 

Nói (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Hvítbókin er löngu komin í loftið www.hvitbok.vg

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 14.10.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir síðustu málsgrein þína Jakobína.

Árni Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 15:18

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Mig er farið að gruna að "í þágu þjóðarhagsmuna" fái þjóðin ekki að sjá skýrsluna!  Það eru ekki bara Sjálfstæðismenn, sem eiga hagsmuna að gæta í þessu máli.  Nær öll elítan hvar í flokki sem hún stendur óttast birtingu skýrslunnar. Því er líklegast að þjoðin fái aðeins ritskoðaða útgáfu til aflestrar!  Til þess verði skipuð sérstök þingnefnd frá stjórnmálaelítunni.

Auðun Gíslason, 14.10.2009 kl. 15:24

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aðdragandi bankahruns á Íslandi.

(ríkisútgáfa stjórnvalda)

Fæst í öllum bókabúðum

Árni Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 18:01

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Nói. Ég held að mjög margir séu með það á hreinu að hér á landi hefur spillingin grasserað í áratugi þangað til hún sprakk framan í stjórnarliða í haust. Sumir virðast eiga auðvelt með að gleyma hverjir voru við völd en ég er ekki í miklum vandræðum með að muna það.

Auðun og Árni er það ekki í raun valdkerfið sem er að verja sitt og reynir að koma tapinu á almenning.

Takk Sveinbjörn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.10.2009 kl. 19:25

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mér þætti ekki ótrúlegt að síðasta málsgrein þín væri rétta skýringin.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 14.10.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband