Reynt að þrýsta lánum að íslendingum til þess að beila út fjármagnseigendur

Það er fyndið að heyra sjálfstæðismenn koma með tilllögur sem þeir segja fela í sér að ekki þurfi að hækka skatta og stela hugmynd Ragnar Þórs að skattleggja innstreymi í lífeyrissjóðina.

Sjálfstæðismenn settu jú þjóðfélagið á hausinn og hressilegur niðurskurður í lífskjörum almennings skrifast á þeirra reikning.

Í stað þess að verja þjóðina meðan þeir voru við völd mokuðu þeir til sín fjármunum og létu græðgina ráða för. Nú á að rétta almenningi reikninginn.

Gríðarleg öfl í samfélaginu sem þrýsta hart á það að tapinu af hegðum stjórnmálamanna, embættismanna og bankamanna verði komið á almenning.

Risalánin þjóna því fyrst og fremst að bjarga fjármagnseigendum en ansi er ég hrædd um að það verði einmitt skattgreiðendur sem finna fyrir því þegar greiða þarf vexti af þeim og endurgreiða þau.


mbl.is Verið að endurmeta lánaþörf Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, nú vilja bankamannavinirnir endilega fá að gambla með lífeyrissjóði landsmanna.  Það virðist vera þeim ofarlega í huga, að skattleggja innstreymið og draga þar með úr innstreyminu og skattrekjum í framtíðinni.  Láta lífeyrisþega taka skelliní dag og börnin í dag taka skellinn í framtíðinni.  Og svo vilja þeir borga Icesave með sjóð lífeyrisþega væntanlega á einhverjum smánarvöxtum.

Auðun Gíslason, 14.10.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Kíkti á niðurstöður könnunarinnar hér við hliðina: Ef kosningar færu fram....:  Ég verð að viðurkenna að mér brá!  Er 31,2% kjósenda eitthvað hér......besta að segja ekki fleira um þá.  En mér brá!  Lærir fólk aldrei neitt?

Auðun Gíslason, 14.10.2009 kl. 20:58

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebb, það var alltaf planið. Kv ari

Arinbjörn Kúld, 14.10.2009 kl. 21:01

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Flokkurinn sem ræður öllu um stærstu ákvarðanir þjóðarinnar inn í framtíðina er með 10% fylgi samkv. þessari skoðanakönnun! Er kominn tími til uppreisnar?

Árni Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband