Snúa óæðri endanum að þjóðinni

Hart er barist fyrir því hverjir séu eigendur sannleikans. Fræðimenn ganga fram á sjónarsviðið og kynna væntingar sínar sem staðreyndir. Það er verið að hræða þjóðina til þess að samþykkja Icesave. Sú staðreynd að menn komi fram með lítinn rökstuðning annan en væntingar sínar bendir til þess að málið sé veikt og fátæklegt.

Sjálfstæðismenn gáfu Björgólfi Thor og pabba hans Björgólfi Guðmundssyni Landsbankann. Það er ekkert ólíkt sjálfstæðismönnum að gera svona lagað. Um fimmtíu ríkisfyrirtæki hurfu af listanum yfir ríkisfyrirtæki í valdatíð þeirra og í flestum tilvikum hefur hvílt leynd yfir þeim ferlum sem fært hafa þessar ríkiseigur á hendur einstaklinga.

Nú voru Björgólfur og Björgólfur vitaskuld glaðir yfir höfðinglegri gjöf frá félögum sínum í sjálfstæðisflokknum. Þeir notuðu þetta fyrirtæki Landsbankann til þess að eiga viðskipti við einstaklinga innanlands sem utan.

Við skulum ekki gleyma því að viðskiptavinir Björgólfs og Björgólfs greiða sína skatta í heimalöndum sínum rétt eins og Íslendingar greiða skatta í sínu heimalandi og lítið hef ég heyrt um að það sé mismunun svona almennt séð að hver skattborgari fái aðallega þjónustu í því ríki sem hann telst vera skattborgari í.

Sá sem átti viðskipti við Icesave valdi sjálfur að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki en það mun eftir því sem fréttir herma að miklu leyti vera fagfjárfestar. Fagfjárfestar hafa þá yfirburði yfir aðra fjárfesta að þeir hafa meiri þekkingu á viðskiptum og geta umfram aðra kynnt sér áhættuna sem fylgja viðkomandi viðskiptum, t.d. bakland bankanna.4c433e664ac014ff

Við skulum ekki heldur gleyma því einfalda atriði að í tilskipun ESB stendur skýrum stöfum að aðildarlöndum sé ekki heimilt að veita tryggingarsjóðum ríkisábyrgð.

Nú síðan má einnig nefna að Bretar og Hollendingar vinna hatrammt gegn því að Íslendingar megi leita réttar síns gagnvart dómstólum. Þeir vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla? Hvers vegna ekki? Sá málflutningur að málaferli séu Íslendingum hættuleg fellur því um sjálfan sig og vekur sá hræðsluáróður mikla undrun þeirrar sem talar hér.

Hvað hafa þeir að fela sem vilja að skrifað sé undir þennan nauðungarsamning. Hvað óttast þeir að komi fram í réttarhöldum? Ég vil taka það skýrt fram að ef t.d. VG hafnar Icesave þá eru sjálfstæðismenn tilbúnir til þess að greiða samningnum atkvæði.  

Allt tal sjálfstæðismanna um andstöðu við Icesave er sjónarspil ætlað kjósendum. Sjálfstæðismenn voru hönnuðir þessa ófögnuðar og þess klúðurs sem átti sér stað í kjölfar bankahrunsins. Þótt í forystu annarra flokka séu einstaklingar sem ýta á það að Íslendingar beygi sig undir nauðungarsamninginn leikur Sjálfstæðisflokkurinn þar aðalhlutverkið.

Dirty laundry kenningin og sérhagsmunir eru líklegasta skýringin á þessari gleði manna við að snúa óæðri endanum að þjóðinni og setja pennastrikið undir Icesave


mbl.is Rannsaka efnahagsbrot hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ég var að gleðjast yfir stjórnar-andstöðunni.  Guð hjálpi okkur ef þetta er svona svart.   Skýrir það kannski hjásetu Sjálfstæðisflokksins í Icesave?

ElleE (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ElleE ég er hrædd um að samtryggingin sé mikil. Sjálfstæðismenn voru tilbúnir með fingurna á já-takkanum ef málið fengi ekki meirihluta í stjórnarflokkunum.

Það er skýrir t.d. hvers vegna nokkrir VG-liðar hafa verið svo harðir að ganga á efitir fyrirvörunum.

Það dugði ekki fyrir þá að ýta á neitakkan því sjálfstæðismenn voru tilbúinir að hlaupa í skarðið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.10.2009 kl. 23:29

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyrðu mig nú.

Bankarnir voru settir í almenna sölu nærri einu og hálfu ári áður en Björgólfsfeðgar keyptu kjölfestuhlut í Landasbankanum, ein 43 eða 47 %. Fam að þeim tíma gátum við, þú og ég, keypt hlutabréf á markaði í bönkunum. Það skrítna er þó í ljósi þessara orða þinna að daginn áður en þeir feðgar keyptu hlutinn í Landsbankanum þá gat ég keypt hvert hlutabréf ódýrara en þeir voru látnir kaupa það daginn eftir. Lítur út fyrir að ég og þú vorum þau sem fengum gjöfina í þessu tilfelli.

Enn annað er gaman að hugleiða að Davíð Oddsson var með regluna um dreift eignarhald. Hann lét í lokin eftir samstarfsflokknum að leyfa kjölfestufjárfesta en ekki binda sig við 3-5 % hlut mest hjá hverjum og einum.

Muna - rannsóknarvinnuna !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.10.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Predikarinn lítur þú ekki fram hjá þeirri staðreynd að feðgarnir borguð ekki hlutabréfin. Þeir tóku lán fyrir þeim í Búnaðarbankanum sem þeir voru ekki búnir að borga síðast þegar ég vissi og fóru svo fram á að yrði afskrifað.

Ágæti predikari vilt þú ekki sýna fram á fullyrðingar þínar með heimildum.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystuhlutverki í öllu því ferli að koma þjóðarbúinu á hausinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.10.2009 kl. 23:40

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Feðgarnir illa þokkuðu greiddu 2/3 hluta kaupverðsins með fjármunum sem þeir komu með og fengu 1/3 lánaðann hjá Bæunaðarbankanum/Kaupþingi. Þá skuld er Björgólfurinn yngri í persónulegri ábyrgð fyrir og búið að lýsa því yfir að Steingrími Júdasi og Finni bankastjóra að ekki verði afskrifað. Ergo : Ríkissjóður fékk hlut þeirra í bankanum borgaðan upp í topp. Það á enn eftir að bíta úr nálinni með hvort Kaupþingsskuldin fáist innheimt.

Eftir stendur að bankahluturinn var greiddur ríkissjhóði in full.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.10.2009 kl. 23:47

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Afsakið flýti-innsláttarvillurnar

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.10.2009 kl. 23:49

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þér er fyrirgefið þetta með innsláttarvillurnar en þú þarft að endurskoða hugmynd þína um heimsku Davíðs.

Davíð Oddson var forsætisráðherra lengst manna og ber fulla ábyrgð á þeim viðskiptum sem ríkið átti við menn í valdatíð hans. Hann ber líka fulla ábyrgð á þeirri stefnu og þeirri óreiðu sem ríkti í eftirliti.

Davíð Oddson ber einnig fulla ábyrgð á því að löggjafarvald var fært á hendur viðskiptaráðs og hagsmunaaðila í viðskiptum.

Ábyrgð Davíðs er því meiri vegna þess að hann barði í gegn vilja sinn í málum og gaf lítið færi á gagnrýni á sín verk eða því að þau færu undir kastljósið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.10.2009 kl. 23:57

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það virðist, að Bretar og Hollendingar muni halda því fram, ef til dómsmáls kemur, að hin ísl. lög er Tryggingasjóður Innistæðueigenda var skipaður skv., hafi verið ófullnægjandi. Með öðrum orðum, að ísl. ríkið hafi í reynd ekki staðið við ákvæði tilskipunar ESB um innistæðutryggingar, þ.s. sjóðurinn hafi ekki verið fullnægjandi sem tryggingasjóðus skv. ávæðum þeirrar tilskipunar.

En, ef dómstóll samþykkir þau rök, þá hafa þeir í farteskinu dómafordæmi frá Evrópudsómstólnum um að, ef einstök ríki uppfylla tilskipanir með ófullnægjandi hætti þá skapi það skaðabótaskyldu.

Á þessu atriði, þ.e. hvort til TR var stofnað til með fullnægjandi hætti eða ekki, mun þá málið standa eða falla.

-----------------------------

Persónulega held ég, að andstaða Breta og Hollendinga við það að leita til dómstóla, mótist fremur af óvissu um úrslit dómsmáls fremur en einhverri skoðun um fullvissu um á hvern hátt það myndi fara.

Fyrir Hollendinga og Breta, er því hagstæðara, að gera samninga við auðsveipa ísl. ríkisstjórn, fremur en að takast á við þá óvissu, hvernig dómsmál mun fara.

-----------------------------

Sennilega munu þó Hollendingar og Breta ekki sætta sig við neitt annað en sigur. Þ.e., ef ísl. dómstólar hafna þeirra kröfu, þá gæti það farið svo að þeir reyni að draga réttmæti þeirrar niðurstöðu í efa, og væna þá jafnvel um hlutdrægni. 

En, ef þeir vinna málið. Tja, þá erum við komin á þá stað, sem við hefðum átt að vera við upphaf saminga við Hollendingar og Breta, þ.e. að ástæðan fyrir að samningar væru gerðir, væri sú að fyrir lægi fullvissa um greiðsluskyldur vegna fyrirliggjandi dóms.

-----------------------------

Málið var því hafið á vitlausum enda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.10.2009 kl. 23:59

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það getur enginn forsætisráherra, hvorki Davíð né Jóhanna, borið ábyrgð á mönnum sem gerast brotlegir á eigin spýtur úti í bæ.

Alveg eins og þeir bera ekki ábyrgð á innbrotsþjófi sem brýst inn í annarra manna hús og tekur þaðan verðmæti.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.10.2009 kl. 00:00

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Predikarinn það getur enginn maður verið forsætisráðherra við þær aðstæður sem hafa ríkt í valdatíð sjálfstæðisflokks án þess að bera ábyrgð á þeirri óreiðu sem hér ríkti í eftirliti og löggjöf.

Einar Björn Bretar og Hollendingar meta stöðu sína sem mjög veika fyrst þeir ganga svo hart eftir að málið fari ekki fyrir dómstóla.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2009 kl. 00:09

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ps Einar Björn Bretar og Hollendingar munu meta málið og haga sér eftir líkum. Þótt þeir hafi mikla trú á aumingjaskap Íslendinga er hugsanlegt að þeir beri meiri virðingu fyrir dómstólunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2009 kl. 00:12

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eftirlit og löggjöf sem varða bankana er í boði guðföður Samspillingarinnar, Jóni „allt fyrir ekkert“ Baldvin. EES samningurinn hans setti okkur þessar reglur sem unnið er eftir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.10.2009 kl. 00:12

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú hlýtur að hafa einhver rök fyrir því Jakobína, að Sjálfstæðismenn séu tilbúnir að samþykkja ábyrgðir á Icesave-samningnum. Þú fullyrðir:

Ég vil taka það skýrt fram að ef t.d. VG hafnar Icesave þá eru sjálfstæðismenn tilbúnir til þess að greiða samningnum atkvæði.......Allt tal sjálfstæðismanna um andstöðu við Icesave er sjónarspil ætlað kjósendum.

Ef þú hefur ekkert fyrir þér varðandi þessar fullyrðingar, verður að segjast að þær eru ómerkilegar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið hart gegn ábyrgð á Icesave-samningnum og fullyrt við hvern sem heyra vill, að þeir vilji engar tilslakanir við lögin frá Alþingi.

Það hefur hins vegar hentað VG að fullyrða (eins og þú) að Sjálfstæðismenn bíði bara færis að komast í ríkisstjórn með Sossunum. Að því er ég best veit er þetta fjarstæða, en ekki liggja á rökum í málinu ef þau eru einhver. Þú segir einnig:

Sjálfstæðismenn voru tilbúnir með fingurna á já-takkanum ef málið fengi ekki meirihluta í stjórnarflokkunum.......Það er skýrir t.d. hvers vegna nokkrir VG-liðar hafa verið svo harðir að ganga á eftir fyrirvörunum.

Eru þetta öll rökin sem þú hefur um sviksemi Sjálfstæðismanna ? Eru VG-liðarnir að afsaka andstöðu sína við ábyrgðina með því að annars muni Sjálfstæðismenn taka af þeim ómakið ? Þú ert að fiska í mjög gruggugu vatni Jakobína.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.10.2009 kl. 00:16

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Predikarinn þú verður að hætta að hugsa svona í skotgrafahernaði.

Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Baldvin bera ábyrð á EES samningnum.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn bera ábyrgð á bankavæðingarspyllingunni.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsókn bera ábyrgð bera ábyrgð á tilurð Icesave.

Sjálfstæðisflokkurinn og samfylkingin bera ábyrgð á lygaþvælunni í aðdraganda bankahrunsins.

Sjálfstæðisflokkurinn og samfylkingin bera ábyrgð á klúðrinu í kjölfar hrunsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2009 kl. 00:18

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Loftur Alice. Nei ég er ekki að fiska í gruggugu vatni. Það getur verið að þú sér búin að gleyma því en það var Árni Matthiesen sem fyrstur skrifaði upp á Icesave.

Síðan fór Baldur Guðlaugsson fyrir Icesave-samninganefnd sem ól af sér tildrög þessa Icesave samnings sem nú liggur fyrir.

Það er ein mesta skömm og heigulsháttur sjálfstæðisflokksins að vinna að því að koma afleiðingunum af aulaskap sínum yfir á aðra og er ég þá ekkert að draga úr vanhæfni hinna. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega methafinn í þessu kapphlaupi stjórnmálamanna í aulahættinum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2009 kl. 00:24

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Árni Mathiesen skrifaði ekki upp á Icesave.

Hann skrifaði undir minnisblað (það þarf lög, ekki minnisblað, frá Alþingi skv. stjórnarskránni til að ákveða útgjöld) um að Ísland ætli sér að standa við lagalegar skuldbindingar sínar í málinu. Það er ekki það sem heilög Jóhanna og Steingrímur Júdas gerðu með undirskrift á sjálft samningsplaggið arfavitlausa sem ekki fer eftir gildandi lögum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.10.2009 kl. 00:32

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Predikarinn má ég minna þig á að það voru engin lög um þetta mál fyrr en ríkisábyrgðin var samþykkt með fyrirvörum.

Ábyrgðin af tilurð þessa máls mun þó ávallt liggja hjá sjálfstæðismönnum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2009 kl. 00:39

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þannig að ríkislögreglustjórinn ber ábyrgð á innbrotum Lalla Johns ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.10.2009 kl. 00:41

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef viðkomandi kemst upp með það að brjóta af sér í mörg ár án þess að löggan hreifi hönd við því. Þá er svarið JÁ.

Og ef við bætum því að sonur lögreglustjórans hafi verið nánasti samstarfsmaður þjófsins og amma lögreglustjórans gift þjófinum þá fara böndin heldur betur að berast að heiðarleika lögreglustjórans.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2009 kl. 00:58

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einkavæðing banka mun líka hafa verið hluti að regluverkinu svo sem einkavæðing helst allra fyrirtækja.

Ég held að skortur á kaupendum hafi líkað spilað inn í. Alveg vissum að Björgólfur vissi allt um ávinning sem fylgir því þegar nágrannaríki EU gera samning um upptöku regluskorðunnar.

Samkeppnistuðningshjálp við að byggja hagstjórnayfirbyggingu að hætti EU t.d.

Hinsvegar er ég ekki vissum að stjórnmálamenn hafi almennt ekki vitað meira en áróðursmenn EU hafi talið þeim trú um. Málið er yfirbygginguna á að enda á að hætti þeirra sem lögðu grunnin að EU. Þeir vita um skammsýni nágrannaríkjanna frá fornu fari. Enda verður þetta dýrt þegar endanlegum stærðarhlutfalslegum stöðuleika er náð og dyrnar lokast á eftir okkur við hlið Letta og Möltu. Ávallt minnt á hvað var gaman á aðlögunarferlinum og við vanþakklát.

Júlíus Björnsson, 15.10.2009 kl. 01:14

21 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir innlitið Júlíus

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2009 kl. 01:23

22 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Baldvin bera ábyrð á EES samningnum.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn bera ábyrgð á bankavæðingarspyllingunni.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsókn bera ábyrgð bera ábyrgð á tilurð Icesave.

Sjálfstæðisflokkurinn og samfylkingin bera ábyrgð á lygaþvælunni í aðdraganda bankahrunsins.

Sjálfstæðisflokkurinn og samfylkingin bera ábyrgð á klúðrinu í kjölfar hrunsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2009 kl. 01:24

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þvílíkar upphrópanir slagorða og útúrsnúningar !
Muna - heimildavinnan göfgar doktorsnámið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.10.2009 kl. 01:33

24 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sjálfstæðisgrúppan, Samfylkingargrúppan, Framsóknargrúppan og vinstrigrænagrúppan. Það virðast nokkrir svartir sauðir í hverri hjörð.

Ísland ætlar ná hér upp hagvexti án þess að spyrja Brussel um leyfi. 

Það hefur engum tekist það í EU hingað til. Sami stærðarhlutfalslegur vöxtur og rýnun er eitt af markmiðum Seðlabankakerfis EU.  Þeir sem ætla sér að stækka á kostnað annarra skulu ekki vanmeta ráðandi Meðlima-Ríki í EU.

 Við eru skilgreind sem eyjaskeggjar, bændur og sjómenn. Stórborgarar hafa rótgrónar hugmyndir um hvað ber að skammta þeim.   EU er að drukkna úr mannauð.  Miðað við höfum komið illa út alþjóðlegum samburðakönnunum á grunnskólamenntun síðustu 40 ár hafa sérfræðingarnir á meginlandinu fyrir löngu gert sér grein fyrir hvað stendur á bak við einkunnir hér. 

Viðskiptatengd  og lögfræði menntun í augum alþjóðasamfélagsins eftir hrunið?

Júlíus Björnsson, 15.10.2009 kl. 01:50

25 identicon

Það er ljóst að Sjálfstæðismenn eru á fullu við að endurhanna sannleikann. Það gera þeir með því að segja lygina nógu oft.

Predikarinn kemur með skemmtilegt dæmi: "Enn annað er gaman að hugleiða að Davíð Oddsson var með regluna um dreift eignarhald. Hann lét í lokin eftir samstarfsflokknum að leyfa kjölfestufjárfesta en ekki binda sig við 3-5 % hlut mest hjá hverjum og einum."

Hahaha. Frekasti maður landsins lét eftir. Þess vegna fór allt í vitleysu.

Ég hef hlustað á ágætilega greindan mann halda því fram, að Davíð hafi verið neyddur til að skrifa undir Icesave samninginn. Ég spurði hvort hann væri að grínast. Nei, þetta var í fullri alvöru.

Það er augljóslega fullt af heilaþvegnum mönnum, sem trúa því að Davíð hafi gert allt rétt, en það sem fór úrskeiðis hafi allt verið öðrum að kenna.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 08:34

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð kæra fólk.

Sú ríkiábyrgð sem bretar og Hollendingar krefja íslensku þjóðina um er upp á tæpa 1.000 milljarða með vöxtum.  Hinar meintu eignir sem koma á móti, eru ekki í hendi fyrr en þær hafa verið greiddar inn.  Greinilegt er að viðsemjendur okkar treysta ekki hinum meintu endurheimtum, því þá væri deilan löngu leist. 

Þúsund milljarða ábyrgð er grafalvarlegt mál.  Falli hún öll á  þjóðina, þá mun þjóðin ekki rísa undir því.  Það er hægt að fullyrða að ekkert annað mál frá fullveldinu 1918, sé eins skeinhætt sjálfstæði þjóðarinnar og þessi fyrirhugaða ríkisábyrgð.

Þess vegna er það barnaskapur ungra manna að rífast um málið á þeim forsendum að Davíð gerði þetta og Davíð gerði hitt.  Davíð Oddsson fór úr ríkistjórn Íslands árið 2006 og hefur síðan ekkert haft með stjórn ríkisins að gera.  Það er Alþingi og ríkisstjórn sem stjórna landinu, ekki embættismenn og stofnanir þeirra.

Við látum ekki 1.000 milljarða falla á þjóðina vegna óvildar  á einum manni, bara svo það sé á hreinu.

Og hvað varða þá söguskýringar sem hér koma að framan, þá er óþarfi að rífast um atburði haustsins 2008, það er ljóst að tveir flokkar, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,  voru klofnir í þessu máli, en tveir voru heilir, VinstriGrænir í andstöðu sinni gegn aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Samfylkingin talaði einarðlega með því að fá sjóðinn, sama gerðu flestir talsmenn verkalýðshreyfingarinnar, vinnuveitanda og akademíunnar.  Svona var þetta og óþarfi að rífast um það.

En við hljótum að skilja það að haustið 2008 er liðið, núna er haustið 2009.  Það er afstaða flokkanna í dag sem skiptir máli.  Það er okkar í ICEsave andstöðunni að tryggja að sem flestir greiði atkvæði gegn ríkisábyrgðinni.  Við erum að ræða um 1.000 milljarða ábyrgð, sem er dauðans alvara, og því höfum við ekki efni á sundrungu, tími hinna breiðu spjóta er ekki runninn upp hvað okkur varðar.

Því það eru ógnaröflin sem græða á sundrungu okkar.

Höfum það bak við eyrað.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 15.10.2009 kl. 09:28

27 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Athyglisverðar umræður. Sumir hér eru að stunda það sem mætti kalla skapandi sagnfræði. En hvað um það, ég held að þetta sé hárrétt hjá Jakobínu að Icesave sé óháð flokkum (Að undanskildum nokkrum óþekkum þingmönnum sem betur fer).  Og rökin raunar blasa við eins og bent var á í athugasemd hér að ofan. SS-stjórnin var komin með drög að samning áður en núverandi stjórn tók við.

Smá viðbót . Skuldbindingin sem stjórnin ætlast til að skattgreiðendur taki á sig hljómar upp á vexti á bilinu 90-560 milljarða og nettó höfuðstóll upp á 0-690 milljarðar. Sem sagt skuldbinding upp á 90-1200 milljarðar (lámarksupphæðin miðast við að 100 % af höfuðstólnum komi til greiðslu fyrir júni 2010). Ef það tefst um sjö ár að greiða út eignirnar, jafnvel þó þær verði fyrir 100% höfuðstól verða vextirnir yfir 400 milljarðar. Þetta er galin skuldbinding.

Ef málið fer fyrir dóm þá er alveg ljóst að sama hvernig fer verðum við ekki dæmd til að greiða þessa vexti. Það virðist raunar alveg skýrt að Ísland stefnir í greiðsluþrot og því er eina vitið að tilkynna það og semja um afskriftir og lengingu á lánum, en ekki að skrifa upp á en eina klikkaða skuldbindinguna.

Það virðist keppikefli allra aðila að þetta fari ekki fyrir dómstóla heldur á að þjóðnýta en eitt einkatapið og því er eðlilegt að halda þessu fram

Dirty laundry kenningin og sérhagsmunir eru líklegasta skýringin á þessari gleði manna við að snúa óæðri endanum að þjóðinni og setja pennastrikið undir Icesave

Þeir sem halda að Sjálfstæðismenn séu raunverulega í andstöðu við Iceave ættu að rifja upp það sem gerðist  fyrir ári síðan. Ég efast reyndar um að framsókn væri í mikilli andstöðu ef þeir væru í stjórn. Það er reyndar eftirtektarvert hvað framsókn og Sjallar er áhuglausir um að komast í ríkistjórn. Þetta er einstakt í Íslenskri stjórnmálasögu.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 15.10.2009 kl. 10:42

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Höfum eitt á hreinu.  Ríkisábyrgðin er upp á tæpa 1.000 milljarða.  Hitt er EF-dæmi.  Ríkisábyrgðin hljóðar ekki upp á þetta EF-dæmi.  

Halda neyðarlögin???, hver ætlar að fullyrða það???  Er heimskreppan úr sögunni???  Hver getur fullyrt það, Núna ári seinna, er hagkerfi heimsins í nákvæmlega sömu stöðu og það var 1930, smá bataferli, sem þá reyndist síðan vera tálsýn.  Skuldakreppan og afleiðuviðskiptin sem felldu fjármálakerfið er ennþá óleyst, en vinnubrögðin þau sömu og voru fyrir hrun.  

Ég er ekki að segja að allt fari á versta veg, en það getur það.  Síðsumars 2008 sagði einhver spekúlantinn að það eina sem gæti fellt íslenska bankakerfið væri hrun alþjóðlega fjármálakerfisins, og slíkt væri mjög ólíklegt.  En það ólíklega gerðist, og getur alveg gerst aftur.

Meðan ríkisábyrðgin hljóðar upp á 1.000 milljarða, þá eigum við að meta hættuna miðað við 1.000 milljarða, ekki 90 milljarða eða 550 milljarða.  Það er kjarni málins.

Og sagnfræði er sagnfræði, aðeins samansafn ólíkra nálgana sem fara eftir því hver segir frá.  Eins og sést berlega hér að ofan.

En dauðans alvara er dauðans alvara, og hana á að samþykkja eftir helgi.  Það er ekki sagnfræði, heldur raunveruleiki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.10.2009 kl. 11:16

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta fer ekki eftir flokkslínum þetta fer eftir afstöðunni til EB

Sigurður Þórðarson, 15.10.2009 kl. 11:26

30 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sælir strákar.

 Þetta fer ekki eingöngu eftir ESB heldur líka eftir sérhagsmunum og því hvort að menn hafi tekið í sukkinu í góðærinu.

Horfið á hvaða þingmenn eru á móti Icesave (í alvöru). Það eru nýjir þingmenn og menn/konur sem eru þekktar af heiðarleika.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2009 kl. 11:34

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Það skiptir ekki máli á hvaða forsendum menn hafna ICEsave, bara að menn hafni því.  Hvort það er gert af skynsemisrökum eins og kemur fram hjá mögum nýjum þingmönnum, að mér sýnist úr öllum flokkum nema Samfylkingunni, eða þá af flokkshagsmunum þeirra sem vilja koma stjórninni frá, þá erum við fórnarlömbin, í mjög erfiðri stöðu ef ábyrgðin kemst í gegn.

En falli ábyrgðin, þá fellur samstarfið við IFM, sem er hin raunverulega ógn.  Hann er hið mikla eyðileggingarafl í dag.

En frá fyrsta degi voru sterkir menn í Sjálfstæðisflokknum, eins og Loftur vinur okkar, á móti ICEsave, og þeir hafa aflað skoðunum sínum fylgis.  Slíkt þarf að efla og tvíefla, og hér með sendi ég Lofti og hans flokksmönnum baráttukveðjur mínar. Við megum ekki gleyma því að starf þeirra hefur skilað miklum árangri og það er allt annað að hlusta á formann Sjálfstæðisflokkinn í dag, og var til dæmis í vor.  ég deili áhyggjum þínum á því hvort andstaðan haldi þegar til kemur, en það er okkar að viðhalda þeim þrýsting að það er pólitískt skynsamlegt að halda með þjóðinni í þessu máli.  Því valdalausir menn vinna ekki að sérhagsmunum.

Þess vegna þarf bandalag okkar að halda.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 15.10.2009 kl. 11:57

32 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ómar

Ef sjálfstæðismenn væru ekki tvöfaldir í roðinu þá hefði Icesave ábyrgðin verið felld á þinginu í sumar.

Icesave málið er ekki flokkamál heldur helgast barátta þeirra sem vilja gangast undir nauðungarsamninginn því að fela atburði sem ekki þola dagsljósið og verja hagsmuni fámenns hóps en ESB fléttast þar líka inni.

Allir þessir þættir skipta máli. Þeir sem eru fylgjandi Icesave eru þrír hópar.

Það eru þeir sem eru sekir og óttast það sem málaferli myndu draga upp á yfirborðið.

Það eru þeir sem myndu tapa persónulega á málaferlum.

Það eru þeir sem hafa látið blekkjast af áróðri ofangreindra hópa.

Icesave hefur engin áhrif á inngöngu í ESB þegar á reynir. Þeir sem trúa því tilheyra þriðja hópnum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2009 kl. 12:12

33 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ekki ætla ég að geta mér til hvað veldur, en að mínum dómi var það kraftaverka að ICEsave fór ekki athugasemdalaust í gegnum þingið í vor.  Og ég er alveg sammála mati þínu á því að ef VG liðar hefðu sagt nei, þá hefðu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sagt já.

En það gerðist ekki, og ég vil að það gerist ekki heldur núna. 

Það er kjarni þess sem ég er að segja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.10.2009 kl. 12:41

34 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sveinn hinn ungi : Davíð var ekki neyddur til að skrifa undir neinn samning, síst af öllu Icesave samninginn. Davíð skrifaði undir ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem embættismaður þá ákvörðun og skilning að Ísland myndi standa við skuldbindingar sínar í Icesave málinu, eitthvað á þessa leið var það : .....enda sé það okkur skylt að lögum og reglum. Þessi fyrirvari var inni í þessu minnisblaði. Þetta blað varð til þess að létt var hluta af hryðjuverkalögunum á okkur. Þarna lofar ríkisstjórnin að standa við lögskyld ákvæði. Þessi Icesave samningur sem heilög Jóhanna, Steingrímur Júdas og samningasnillingurinn Svavar skrifuðu undir er ekki í samræmi við þessi skilyrði, heldur skrifa þau undir skyldur sem okkur er ekki skylt að uppfylla samkvæmt lögum og reglum EES/ESB þar um

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.10.2009 kl. 12:59

35 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jakobína, enn kemur þú fram með órökstuddar fullyrðingar varðandi afstöðu Sjálfstæðisflokks. Þú segir:

 

Ef sjálfstæðismenn væru ekki tvöfaldir í roðinu þá hefði Icesave ábyrgðin verið felld á þinginu í sumar.

 

Þetta má nær örugglega telja rangt, en verður ekki sannað af eða á. Allur þinn málflutningur virðist mér vera til varnar VG og mig grunar að hér sjái menn aðdraganda þess að VG samþykki ábyrgð á Icesave-samningnum í nær upphaflegu formi, það er að segja án skilyrða.

 

Þrýstingur á Andstöðuhópinn innan VG er mikill og hópurinn hefur sett sig í mjög þrönga stöðu til að hverfa frá fyrri afstöðu. Nú virðast hagsmunir Icesave-stjórnarinnar ætla að verða ofaná og þá þarf að finna blóraböggul til að réttlæta enn eina kúvendinguna. Ekki yrði ég hissa á að sjá sömu orðræðu birtast hjá öðrum stuðningsmönnum VG, á nærstu dögum.

 

Mér er hulin ráðgáta, hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu, að “Icesave hafi engin áhrif á inngöngu í ESB”. Það er alveg öruggt, að ef andskotar okkar lúta í lægra haldi þá munu þeir beita neitunarvaldi gegn inngöngu Íslands í ESB.

 

Það er auðvitað góð niðurstaða fyrir okkur, en á ekki að hafa áhrif á vörn okkar í Icesave-málinu. Þegar lengra líður frá munu áhrif Icesave-deilunnar hverfa og ESB-sinnar geta hafið sína undirlægju-herferð aftur. Að hefja hana á þessum viðkvæmu tímum var glæpsamlegt.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.10.2009 kl. 13:12

36 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Loftur Altice. Ég þakka þér fyrir innlitið og áhugann á Icesave-deilunni. Það lá fyrir í sumar að ákveðnir hópar á þinginu voru andsnúnir Icesave samningnum. Þetta voru hópur í vinstri grænum, borgarahreifingin og framsókn. það var samt erfitt að ná fram meirihluta í málinu vegna þess að sjálfstæðismenn voru tvöfaldir í roðinu.

Þú talar um órökstuddar fullyrðingar. Ég veit ekki hvar þú varst í haust en ég fylgdist með gangi mála og mér er fullljóst að Icesave-málið er í þeim farvegi sem sjálfstæðismenn komu því í.

Eðlileg framvinda í þessu máli væri að það færi fyrir dómstóla og óháð mat fengist á því hverjar væru eðlilegar skuldbindingar Íslendinga vegna Icesave. Forysta alls fjórflokksins er því andsnúinn. Ef þú horfir á atburðarrásina frá bankahruni þá ætti þér að vera fullljóst að hún felur þetta í sér. Sjálfstæðismenn voru jú í forystu ríkisstjórnar í nokkra mánuði eftir bankahrun á tíma þegar mjög afdrifaríkur þáttur málsins fór fram.

Það er einfaldlega staðföst trú mín að æsingurinn við að berja ríkisábyrgð á Icesave í gegn eigi sér rætur í sérhagsmunum og yfirklóri yfir glæpsamlegu háttarlagi sem menn víða að úr valdakerfinu tengjast. Enginn hluti fjórflokksins er þar undanskilinn.

Hvað varðar ESB þá mun hvert ríki taka afstöðu í ljósi hagsmuna sinna eins og þeir verða þegar málið verður tekið fyrir. Menn munu ekki líta til fortíðar og spyrja sig hvort ekki þurfi að refsa Íslendingum fyrir að hafa leitað réttar síns heldur munu þeir skoða hvort að innlimun Íslands muni auka gæði þeirra.

Það er röklaus hugsun og fáránlegar væntingar um hegðun annarra sem er eitt af stærri vandamálum Íslendinga í dag og þetta notfæra Hollendingar og Bretar sér til þess að fá þessa aðila til þess að ganga að sérlega vondum samningi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2009 kl. 14:18

37 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jakobína, ég hygg að hægt sé að sanna, að þú hafir rangt fyrir þér, þegar þú segir:

 

Það lá fyrir í sumar að ákveðnir hópar á þinginu voru andsnúnir Icesave samningnum. Þetta voru hópur í vinstri grænum, borgarahreifingin og framsókn. Það var samt erfitt að ná fram meirihluta í málinu vegna þess að sjálfstæðismenn voru tvöfaldir í roðinu.

 

Hvar kemur það fram í ræðum þingmanna Sjálfstæðisflokks að þeir hafi viljað að ábyrgð yrði samþykkt á Icesave-samningnum, án skilyrða ? Því má alveg halda til haga, að ég hafði áhyggjur af afstöðu einstakra þingmanna, en áhyggjur mínar reyndust ástæðulausar.

 

Ný stendur stríðið um hvort Alþingi samþykki breytingar á ábyrgðinni, eða láti ábyrgðina falla á Tryggingasjóðinn. Eigum við ekki að einhenda okkur að því markmiði að málið fari í eðlilegan farveg, sem er að ábyrgðin falli á Tryggingasjóðinn ?

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.10.2009 kl. 16:09

38 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að það sé alveg ljóst Loftur að við erum nokkuð sammála um að eðlilegur farvegur fyrir Icesave er dómstólaleiðin.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2009 kl. 18:21

39 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Annars tel ég mig vera búinn að skilja af hverju Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun:

"Síðan, má vera að eftir hrunið losni um þessi hagsmunatengsl, hjá Sjálfstæðisflokknum; enda enga peninga lengur að fá frá bönkunum. Þá eru það eiginlega gömlu hagsmunirnir, þ.e. útgerð og kaupmenn; sem væntanlega hafa mest að segja í dag. Með öðrum orðum, hafi Sjálfstæðismenn ekki lengur hagsmunatengda ástæðu til að styðja sjónarmið bankamanna. Þetta sé hin raunverulega skýring, á hinni stóru stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins. Þeir hagsmunir er séu ráðandi í dag, þ.e. útgerð og kaupmenn, séu ekki mikli áhugamenn um ESB að meðaltali og séu áhugasamir um lækkun vaxta; en ekki síður niðurfærslu skulda, enda mörg fyrirtæki skuldug."
"Afstaða Sjálfstæðisflokksins í dag, sé ekki loddaraleikur eða sjónarspil, heldur mótuð af því að völdum hrunsins náðu eldri hagsmunir, þ.e. útgerð og kaupmenn, aftur fyrri völdum og áhrifum innan flokksins. Þeir hagsmunir hafi allt aðra sýn á mál, en hafi fram að þessu verið ráðandi innan bankageirans."

Ég velti þessu upp, vegna þess að þú og ég, Jakobína, vitum að X-D hefur alltaf byggst á hagsmunagæslu. Því beri að leita róta umskiptingar í stefnu til sviptinga í hagsmunamati. Mér sýnist, að hrun bankanna hafi einmitt getað valdið því, akkúrat með þeim hætti, að yfirburðastaða þeirra og eigenda þeirra, sé ekki lengur fyrir hendi. Þannig að í dag, einbeiti X-D sér að þeim hagsmunum, þ.s. enn er í einhverja sjóði að leita. Þeir hagsmunir, leiði svo til annarrar stefnumótunar.

Þetta sé því ekki loddaraskapur, og sennilega sé ekki rétt, sem haldið hefur verið fram, að X-D myndi snarlega sennilega skipta um skoðun á ný, ef hann kæmist aftur til valda.

Hinir hrundu hagsmunir, muni ekki vinna sína stöðu til baka, með neinum skjótum hætti, svo af þeim orsökum sé hægt að reikna með því, að X-D muni halda áfram að fylgja því hagsmunatengdu stefnu er uppi sé í dag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2009 kl. 19:23

40 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gaman að heyra í þér Jakobína í Speglinum áðan. Greinlegt að þarna talaði þjóðhollur Sjálfstæður kapítalista mér að skapi. Margir skuldþrælarnir sem hafa orðið fjárfestum að bráð og kalla sig sjálfstæða mættu skammast sín.

Orðaleikir. Stjórnsýslan Danska fjármagnið sig einmitt með fjárfestum þegar þeir skiptu Íslandi upp í fjárfestingarsvæði.

Ég var velt fyrir mér hvers vegna þegar verið er leiga afnotarétt hér af hverju það er ekki gert með alþjóðlegum tilboðsútboðum sem kæmu fram í helstu fréttatímum alþjóðafréttastofa. 

Júlíus Björnsson, 15.10.2009 kl. 19:26

41 Smámynd: Halldór Jónsson

"Allt tal sjálfstæðismanna um andstöðu við Icesave er sjónarspil ætlað kjósendum. Sjálfstæðismenn voru hönnuðir þessa ófögnuðar og þess klúðurs sem átti sér stað í kjölfar bankahrunsins. Þótt í forystu annarra flokka séu einstaklingar sem ýta á það að Íslendingar beygi sig undir nauðungarsamninginn leikur Sjálfstæðisflokkurinn þar aðalhlutverkið. "

Ég skil ekki hvernig allt þetta fólk hér á síðunni nennir að eyða púðri á þá dómadags forstokkun og galdrabrennuhugarfar sem ríkir hjá þessum doktorsnema í HÍ, jakobínu Ingunni. 

Hún hefur að mér sýnist ekki hugmynd um hvað Sjálfstæðisflokkurinn er eða um hvað hann snýst né hvernig það getur komið  útúr því í skoðanakönnun hennar hér á síðunni, þar sem auðvitað VG fá 20 % og helmingi meira en Samfó , að þá fær þessi voðalegi Sjálfsyæðisflokkur yfir 30 %.

Erlendis þarf  fólk að gera grein fyrir almennu þekkingarstigi áður en það getur doktorerað á einhverju þrengra sviði. Ég held að HÍ verði að taka sig á.

Halldór Jónsson, 16.10.2009 kl. 10:46

42 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Burtséð frá umræðuefninu.......

Predikarinn (sem ekki þorir að koma fram undir nafni) margtyggur uppnefnin "heilög Jóhanna og Steingrímur Júdas " og Halldór gerir lítið úr vitsmunum bloggritara.

Það er alþekkt að þegar málstaður manna er lélegur, grípa menn til þess ráðs að uppnefna fólk og gera lítið úr því.

Anna Einarsdóttir, 17.10.2009 kl. 01:04

43 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Anna :  Það er ekkert verið að spara málefnalega umræðu. Þvert á móti hefur sá sem hér skrifar sett fram rök en ekki upphrópanir ómálefnalegar eins og síðuhöfundurinn hefur notað óþarflega oft í þessari umfjöllun.

Nöfnin eru þau sem ráðherrarnir hafa áunnið sér í umræðu undanfarinna mánaða í framhaldi af eigin orðum og gerðum - sem sagt verðskuldaðar nafngiftir.

Ekki er reynt að gera lítið úr síðuritara heldur er reynt að fá hann til að falla ekki í brunn upphrópana og slagorða, en slíkt hæfir ekki doktorsnemum sem verða að afla sér frumheimilda áður en þeir slengja fram niðurstöðum sínum. Þar dugir ekki einhliða málflutningur heldur að draga fram öll sjónarmið. Þetta er alkunna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.10.2009 kl. 03:27

44 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Halldór Jónsson. Það er eitt hvað sjálfstæðisflokkurinn segist vera og annað hvað hann er. Það þarf ekki sérlega snjallan greinanda til þess að lesa úr atburðarrás síðustu ára hvað sjálfstæðisflokkurinn er og hverjar eru afleiðingarnar af því hver hann hefur verið í valdatíð sinni. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem stendur vörð um sérhagsmuni fámenns hóps, styður samþjöppun á markaði, ástundar krosstengsl og krosseignartengsl (oligarky), sölsar ríkiseignir undir vini sína og hefu með græðgi sinni fórnað sjálfstæði landsins.

Þrátt fyrir að vera félagshyggjumanneskja er mér annt um sjálfstæði landsins og annt um það að fólkinu í landinu líði vel.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.10.2009 kl. 04:57

45 identicon

Munið að nú heitir flokkurinn Sjálfgræðgisflokkur.

Vigdís Ágútstsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband