Er þetta uppgjörið?

það hefur komið fram að hluti kröfuhafa í Íslandsbanka eru áhættufjárfestar sem keyptu kröfur í bankann á uppboði. Einnig hefur komið fram að hluti kröfuhafa eru íslenskir. Hverji eru þeir?

Talað er um uppgjör en það er ekki uppgjör að beigja sig undir nauðungarsamninga í stað þess að Icesave málið fái eðlilegan framgang í gegn um dómskerfi og niðurstöðu sem er mat óháðra aðila.

Með því að gangast undir nauðungarsamninga eru stjórnvöld að koma í veg fyrir eðlilegt uppgjör.

Seinkun rannsóknarskýrslunnar er líka hindrun í framgangi uppgjörs. Ástæður fyrir seinkun þessar skýrslu er að líkindum fyrirsláttur því að er engin náttúruleg endalok á rannsóknarferlinu heldur verður lengi eitthvað sem rannsaka má betur. Eðlileg framvinda í málinu væri að gefa út áfangaskýrslu 1. nóvember og halda svo áfram.


mbl.is Íslandsbanki í erlendar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jakobína, ertu virkilega svona blýföst í neikvæðninni eða ertu hinn eini sanni hrópandi í eyðimörkinni?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.10.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vandamálið er tvíþætt. AGS heimtar að bankarnir séu endurreistir. Á hinu leitinu er svo alþjóðasamfélagið sem er farið að undrast hægaganginn í rannsókn á bankahruninu og undrandi á því að enginn hefur enn verið ákærður.

Svo virðist sem Ísland sé griðastaður fjárglæframanna sem starfi í skjóli spilltra yfirvalda.

Árni Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 16:56

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rannsóknin á hruninu mun leiða í ljós að spillingin á Íslandi er líklega umfangsmeiri en í nokkru öðru vestrænu ríki. Og þar er Ítalía ekki undanskilin.

Þ.e.a.s. rannsókn sem er þá eitthvað meira en sýndarvinna.

Árni Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband