Hvað er alþjóðasamfélag?

Hér er hluti af því sem ég sagði í Speglinum áðan:

Hér hrundi allt fyrir ári síðan. Það voru ekki bara bankarnir, krónan og fasteignamarkaðurinn sem hrundi heldur líka traust þjóðarinnar á stofnunum, á krónunni, á stjórnmálamönnum og á fjölmiðlum.

Það er gjarnan talað um að afla þurfi trausts alþjóðasamfélagsins. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki málflutning af því tagi. Þetta hugtak alþjóðasamfélagið er notað eins og það sé afmörkuð og hugsandi tilfinningavera. Samt sem áður er hugtakið mjög huglægt og ósnertanlegt. Sennilega er hugtakið meira misnotað en notað í máli manna.

Ég skil hins vegar hugtakið þjóð eða landsmenn mjög vel. Ég veit að ég tilheyri þjóð og telst til landsmanna sem teljast um 330 þúsund einstaklinga sem eru sýnilegir og áþreifanlegir. Margir þeirra eru nú blankir, áhyggjufullir eða óöruggir við framandi aðstæður en allir eiga rétt á mannvirðingu og mannréttindum.

Það telst til mannréttinda að fá óbjagaðar upplýsingar og faglegar umfjöllun um málefni þjóðarinnar.

Það er á ábyrgð fjölmiðla og þeirra sem hafa aðgang að fjölmiðlum að tala af virðingu við þjóðina

Að fara rétt með staðreyndir

Að tala af víðsýni og efla skilning fólks á umhverfi og atburðum

Að vera með athyglina á því sem skiptir máli

Við núverandi aðstæður eru átök og gagnrýni eðlileg. Fyrir þjóðina eru samskipti við umheiminn mikilvæg breyta en það má spyrja hvort eðlilegt sé að tefla alþjóðasamfélaginu fram sem algildu viðmiði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já. sumir láta eins og allur heimurinn sé á móti okkur :)

Síðast er ég man, vorum við enn meðlimit að "WTO (WORLD TRADE ORG.)" og einnig að SÞ. Hvorugar stofnanirnar, hafa ályktað gegn okkur eða um stuðning við þá aðila, er við deilum við. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2009 kl. 19:25

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Annars tel ég mig vera búinn að skilja af hverju Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun:

"Síðan, má vera að eftir hrunið losni um þessi hagsmunatengsl, hjá Sjálfstæðisflokknum; enda enga peninga lengur að fá frá bönkunum. Þá eru það eiginlega gömlu hagsmunirnir, þ.e. útgerð og kaupmenn; sem væntanlega hafa mest að segja í dag. Með öðrum orðum, hafi Sjálfstæðismenn ekki lengur hagsmunatengda ástæðu til að styðja sjónarmið bankamanna. Þetta sé hin raunverulega skýring, á hinni stóru stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins. Þeir hagsmunir er séu ráðandi í dag, þ.e. útgerð og kaupmenn, séu ekki mikli áhugamenn um ESB að meðaltali og séu áhugasamir um lækkun vaxta; en ekki síður niðurfærslu skulda, enda mörg fyrirtæki skuldug."
"Afstaða Sjálfstæðisflokksins í dag, sé ekki loddaraleikur eða sjónarspil, heldur mótuð af því að völdum hrunsins náðu eldri hagsmunir, þ.e. útgerð og kaupmenn, aftur fyrri völdum og áhrifum innan flokksins. Þeir hagsmunir hafi allt aðra sýn á mál, en hafi fram að þessu verið ráðandi innan bankageirans."

Ég velti þessu upp, vegna þess að þú og ég, Jakobína, vitum að X-D hefur alltaf byggst á hagsmunagæslu. Því beri að leita róta umskiptingar í stefnu til sviptinga í hagsmunamati. Mér sýnist, að hrun bankanna hafi einmitt getað valdið því, akkúrat með þeim hætti, að yfirburðastaða þeirra og eigenda þeirra, sé ekki lengur fyrir hendi. Þannig að í dag, einbeiti X-D sér að þeim hagsmunum, þ.s. enn er í einhverja sjóði að leita. Þeir hagsmunir, leiði svo til annarrar stefnumótunar.

Þetta sé því ekki loddaraskapur, og sennilega sé ekki rétt, sem haldið hefur verið fram, að X-D myndi snarlega sennilega skipta um skoðun á ný, ef hann kæmist aftur til valda.

Hinir hrundu hagsmunir, muni ekki vinna sína stöðu til baka, með neinum skjótum hætti, svo af þeim orsökum sé hægt að reikna með því, að X-D muni halda áfram að fylgja því hagsmunatengdu stefnu er uppi sé í dag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.10.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Alþjóðasamfélagið = Evrópusambandið. Jóhanna notar það orð frekar, svo hún geri ekki of opinskátt um meginmarkmið sín.

Svo einfalt er það í raun.  Svona eins og að kalla helvíti hreinsunareld.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2009 kl. 19:46

4 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

sæl Jakobína

Ég var hlusta á spegilinn. það er eins og vin í eyðimörkini að hlusta þig þarna. sjónarhorn venjulegs borgara, en ekki einhvers sérfræðings sem er kostaður af KB-banka.  

þetta var mjög flott og hinn þátturinn sem ég heyrði líka. Vona að sem flestir hafi verið að hlusta!

 Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki málflutning af því tagi. Þetta hugtak alþjóðasamfélagið er notað eins og það sé afmörkuð og hugsandi tilfinningavera. Samt sem áður er hugtakið mjög huglægt og ósnertanlegt. Sennilega er hugtakið meira misnotað en notað í máli manna.

hittir beint í mark.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 15.10.2009 kl. 21:24

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara takk kærlega Jakobína fyrir frábært viðtal í Kastljósinu í kvöld!
Þurfum á fleirum slíkum viðtölum að halda.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.10.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég þakka fyrir mig. Ágætt að fá smá pepp enda ekki vön að heyra í sjálfri mér í útvarpinu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.10.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband