Hefur Icesave ferlið ekkert kennt stjórnvöldum um Breta og Hollendinga?

Það er fullkomlega ljóst að málatilbúnaður Breta og Hollendinga er í hæsta máta vafasamur í Icesave-deilunni enda krefjast þeir að málið fari ekki fyrir dómstóla.

Íslenska ríkið uppfyllti skilmála ESB tilskipunarinnar um tryggingarsjóð. Bretar og Hollendingar fullyrða að það hafi ekki verið gert á "fullnægjandi" hátt en ekkert kemur fram í tilskipuninni um hvað sé fullnægjandi og málatilbúnaður Breta og Hollendinga skortir faglegan grunn hvað þetta varðar.

Svo virðist sem þeir sem vilja beygja sig undir nauðungarsamninginn hræðist málaferli. Málaferli eru hinsvegar eðlilegt framhald af bankahruninu og nauðsynlegur þáttur í títtnefndu uppgjöri.

Samningurinn sem Bretar og Hollendingar lögðu fyrir Íslendinga og er í meginatriðum sköpunarverk sem varð til í vinnu samningarnefndar undir forystu sjálfstæðisflokksins, Baldurs Guðlaugssonar og síðan VG með Svavar Gestsson í forsvari.

Í samningnum er griðum fullveldis Íslands afsalað og Bretum og Hollendingum veitt vald til þess að hirða eignir ríkisins hverju nafni sem þær nefnast og Íslendingum bannað að koma við vörnum.

Bretar og Hollendingar munu túlka þetta ákvæði sér í hag og nota það til þess að réttlæta frekara ofbeldi. Það sem gerir þennan samning sérlega hættulegan er að hann gefur Bretum og Hollendingum færi á því að færa út mörk hins lögmæta og eðlilega.

Samningurinn getur orðið grundvöllur að atburðum í framtíðinni sem þykja óhugsandi í dag.


mbl.is Viðbrögð á báða vegu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð ábending hjá þér til þeirra (núverandi stjórnvalda) sem átta sig ekki ennþá á kjaran málsins:  

"Samningurinn getur orðið grundvöllur að atburðum í framtíðinni sem þykja óhugsandi í dag".

Auðvitað þurfum við Íslendingar að nýta okkur þá hjálp sem felst í því að þetta mál fari undir hlutlausan dómsstól.  

Krafan er svo augljós:  Sanngjörn og eðlileg. 

Þarf að segja meira ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 20:51

2 identicon

Þetta er óhugnalegt,við viljum þjóðaratkvæðagreiðslu,fólkið á að ráða þessu ekki helvítis póliTÍKIN

Adda (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband