Razwadowski plataði

Ég fór ásamt tveim ágætum vinum mínum og tók viðtal við Rozwadowski en ég var að kanna völd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi.

Ég spurði Rozwadowski ýmissa spurninga og var stundum vör við að hann plataði. Hann fullyrti að AGS mætti ekki ganga erinda Breta og Hollendinga sem er í sjálfu sér satt en hann vildi ekki viðurkenna að sjóðurinn gerði það samt sem áður.

Svo spurði ég hann hvort að til staðar væri leynisamningur milli AGS og Íslands og hann neitaði því (en ég held að slíkur sé ekki til staðar) en svo spurði ég hann hvort að til væri eitthvað plagg sem héti "Memorandum of Understanding" nei sagði Rozwadowski það er ekkert slíkt skjal.

Plaggið er undirritað af Baldri Guðlaugssyni sem einhendir sér í það fyrir hönd sjálfstæðisflokksins að beygja sig undir alla skilmála Hollendinga í október 2008.

Memorandum of understanding

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér er lífsins ómögulegt að lesa þetta plagg, samt hef ég reynt ýmis trix til að stækka letrið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.10.2009 kl. 01:05

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þú getur farið í view og zoom og stækkað. En ég kann ekki almennilega að setja inn skjöl þannig að þau verði læsileg.

Í plaggín samþykkir Baldur Guðlaugsson að Íslendingar borgi á 10 árum með 6.7% vöxtum og byrji að greiða eftir þrjú ár.

Þarna var sjálfstæðisflokkurinn á ferðinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.10.2009 kl. 01:10

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hmmm áhugavert,  reyndi að rýna í þetta, en gat eiginlega ekki með nokkru móti séð að minnst væri á IMF í þessu plaggi, kannski er það á bls.2.

Þessi bls. fjallar eiginlega bara um að "innistæðutryggingasjóðurinn" samþykki 20.887 EUR að hámarki til innistæðueigenda, og að hollenska ríkið láni "innistæðutryggingasjóðnum" fyrir þessu, á meðan hann er að ná áttum og innheimta.

Svo kemur það ..... íslenska ríkið ábyrgist það lán að vöxtum meðtöldum.

Hlakka til að heyra meira frá þessari könnum um völd AGS á Íslandi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.10.2009 kl. 01:19

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er rétt að þetta er plagg á milli Hollendinga og Íslendinga en ég spurði Razwadowski um þetta og hann sagðist ekki vita til þess að það væri til. Hvað varðar völd gjaldeyrissjóðsins hér á landi þá eru þau mun meiri en almenningur gerir sér grein fyrir og sennilega einnig meiri en yfirvöld gera sér grein fyrir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.10.2009 kl. 01:44

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jakobína ég fór inn í zoom og reyndi að stækka letrið það varð ólæsilegt hjá mér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.10.2009 kl. 01:50

6 identicon

Já, smátt er það , minnir á Símaskránna.

Þarna stendur að greiða skuli í evrum. Ég man þegar Eygló Harðardóttir sagði á fundi í Iðnó að það mætti greiða í íslenskum krónum (sem skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli), þá þóttist Indriði ekki skilja hvað hún ætti við. En hann sagði ekki frá því að stjórnvöld væru búin að undirrita skuldbindingu um að senda gjaldeyri úr landi. Steingrímur sem var einnig í palli á fundinum sagði heldur ekki neitt.

Helga (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 02:03

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Varðandi völd AGS þá er það ekki í gamni sagt að þessi Razwaowski er einskonar landsstjóri. Það þarf að bera undir hann allar efnahagsaðgerðir Ríkisstjórnarinnar til samþykktar eða synjunar. Meira að segja fjárlagafrumvarpið varð hann að lesa yfir fyrst.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2009 kl. 09:43

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Já þetta er plaggið fræga sem sjálfstæðismenn vilja ekkert kannast við.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.10.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband