Stóriðjan ásælist lífeyrissjóðina

...og hefur gert lengi.

það er sérlega áhugavert að skoða það sem segir í máli Ögmundar að: Síðan gerist það að fulltrúar Hæfis senda lífeyrissjóðunum plagg til undirritunar, „Secrecy agreement,“ eða samkomulag um trúnað en er ekkert athugavert við það að fjárfestingarhópur um Reyðarál hafi viljað véla með sparnað landsmanna í leynd?

Viðskiptaráð með lúkurnar í lífeyrissparnaði landsmanna

Brot úr pistli eftir Ögmund Jónasson frá árinu 2001:

Í byrjun júnímánaðar var stjórnarmönnum og starfsmönnum stærstu lífeyrissjóðanna boðið til fundar að hlýða á fulltrúa frá fjárfestingarhópnum um Reyðarál, Hæfi ehf., Þjóðhagsstofnun og Landsvirkjun. Allir framsögumenn drógu upp bjarta mynd af þeim fjárfestingarkosti sem lífeyrissjóðunum kæmi til með að standa til boða. En tíminn væri naumur, var fundarmönnum tjáð, og væri mikilvægt að viljayfirlýsingar kæmu frá lífeyrissjóðunum helst fyrir júlílok. Slíkar yfirlýsingar mættu vera óformlegar á þessu stigi en „loforðin yrðu innheimt“ upp úr áramótum. Síðan gerist það að fulltrúar Hæfis senda lífeyrissjóðunum plagg til undirritunar, „Secrecy agreement,“ eða samkomulag um trúnað. Opinberlega var því að sjálfsögðu alltaf haldið fram að ekkert annað stæði til en að kanna málin, engar ákvarðanir væru í sjónmáli. Engu að síður var farið að nefna upphæðir sem kæmu nú frá lífeyrissjóðunum, átta til tíu milljarðar.

Frá sjónarhóli lífeyrissjóðanna hljóta þetta að teljast óvenjuleg vinnubrögð. Fram til þessa hafa þeir ekki komið að viðræðum um fjárfestingarkosti fyrr en þeir eru fyrir hendi. Hér er hins vegar um það að ræða að taka þátt í að skapa fjárfestingarkost. Það er ljóst að aðkoma lífeyrissjóðanna hefur ekki aðeins fjárhagslega þýðingu heldur einnig félagslega. Yfrirlýsing frá stærstu lífeyrirssjóðum landsins er talin geta haft áhrif á erlenda aðila auk þess sem slík ákvörðun myndi án nokkurs vafa styrkja stóriðjuáform stjórnvalda hér innan lands. Ég hefi bent á að með þessu móti væru lífeyrissjóðirnir komnir í pólitískt hlutverk og við skyldum þá ræða það opinskátt hvort okkur þætti það æskilegt. Fyrir þessa afstöðu hef ég uppskorið þá gagnrýni að ég hljóti að teljast pólitískur. Það er hins vegar ég sem er að benda á þann þrýsting sem er á að nota lífeyrissjóðina í pólitískum tilgangi og ég hef haft uppi varnaðarorð. Sjálfur hef ég vissulega verið talsmaður þess að skoða fjárfestingar lífeyrissjóðanna í félagslegu ljósi, til dæmis verið því fylgjandi að nýta þá til uppbyggingar í húsnæðiskerfinu. En forsenda þessa - og þetta er grundvallaratriði - er að um sé að ræða fullkomlega traustan fjárfestingarkost. Lífeyrissjóðirnir eru myndaðir til þess að varðveita lífeyrissparnað landsmanna og ekki rétt að tefla fjárfestingum þeirra í neina tvísýnu.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Við getum ekki lýst yfir gjaldþroti meða við eigum 1700 milljarða í Lífeyrissjóðum.

Það sjá allir að við verðum fyrst að koma því fé fyrir kattarnef

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi tillaga er galin. Hugsið ykkur hvað gæti gerst ef Sjálfstæðismenn kæmust í ríkisstjórn og stæðu frammi fyrir tilbði frá vopnaverksmiðju í BNA?

Það yrði ekki mikið mark tekið á eigendunum.

Árni Gunnarsson, 23.10.2009 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband