2009-10-23
Ekki sama hver brotnar
Það er svo sem gott og blessað að þyrla sé send eftir sjómanni sem fótbrotnar og það þykja fréttir þegar að fílefldir karlmenn lenda í slíkri þolraun.
Þetta minnir mig á atvik sem átti sér stað þegar ég var sparisjóðsstjóri í Súðavík. Þá kemur dóttir mín inn sem þá var um 12 ára til mín í sparisjóðinn og heldur undir handlegginn á sér og er aum á svipinn.
"Hvað er að" spyr ég og hún svarar "ég er handleggsbrotin." "Nú má ég sjá" segi ég og sé svo að handleggurinn á henni er eins og s í laginu. Sem sagt opið brot.
Þetta var um miðjan vetur og allt á kafi í snjó, brjálað veður og snjóflóðahætta í hlíðinni til Ísafjarðar.
Ég átti ekki bíl og var í vandræðum hvernig ég átti að bera mig að.
Ég hringi í lækninn á Ísafirði og segi við hann að barnið sé handleggsbrotið. Hann spyr þá: "Hvernig veistu að hún sé handleggsbrotin?" "Hún sagði mér það" svaraði ég og augljóst var að lækninum þótti þetta vera hin versta móðursýki í okkur mæðgunum og ekki nóg með það heldur vorum við svo hrokafullar að við þóttumst geta greint opið brot.
Ég lýsti því síðan fyrir honum hvernig handleggurinn var og sagði að það þyrfti að koma henni til Ísfjarðar. "Getur þú ekki komið með hana á morgun spurði þá læknirinn"....humm....og síðan neitaði hann að aðstoða mig frekar.
Með hjálp góðra fannst síðan kona í þorpinu sem átti stóran jeppa og var tilbúin af gæsku sinni að keyra okkur út á Ísafjörð þrátt fyrir að mikil snjóflóðahætta væri í hlíðinni og aftakaveður. Og er ég henni ævarandi þakklát fyrir að leggja líf og limi í hættu til þess að koma barninu undir læknishendur.
Ferðin út á Ísfjörð var auðvitað skelfileg og ekki tók betra við þegar á sjúkrahúsið kom því að deyfingin mistókst og beinbrotið var afrétt við mjög litla deyfingu. Ég fæ alltaf samviskubit þegar ég hugsa til þess hvað barnið mátti þola.
Flogið eftir slösuðum sjómanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aumingja barnið að þurfa að bíða eftir læknishjálp....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2009 kl. 02:18
Stelpukvölin :( já, og þú líka.
Eygló, 23.10.2009 kl. 05:12
farðu í rassgat
Aríel Pétursson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 05:36
Læknar eru kapítuli útaf fyrir sig. Sumir eru ekki manneskjur heldur vélar sem halda að þeir séu guðir á mála hjá lyfjafyrirtækjunum.
Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 06:48
Hvað meinaru með "ekki sama hver brotnar" og "Það er svo sem gott og blessað að þyrla sé send eftir sjómanni sem fótbrotnar og það þykja fréttir þegar að fílefldir karlmenn lenda í slíkri þolraun"
Ertu að gera lítið úrt því að manninum sé komið undir læknishendur vegna þess að þú og dóttir þín lentu í þessari óskemmtilegu reynslu fyrir mörgum árum?
Kristján (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 09:39
Já Kristján ég er hrædd um að Þeim fótbrotna hefði ekki þótt gott að vera bara sagt að koma á morgun.
Ég er auðvitað ekki að gagnrýna að menn sé sóttir þegar þeir slasast. Það má hins vegar spyrja hvort að ekki sé sjálfsagt að börn séu líka sótt þegar þau slasast.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.10.2009 kl. 15:20
Vertu ekki svona gífurlega einföld Jakobína mín. Sjómenn geta ekki labbað í næsta hús og fengið nágrannann á stóra jeppanum til að skutla sér í land, ég hef sjálfur verið með opið brot úti á sjó og verið sóttur af þyrlu - enda hefði það tekið um 7 tíma að sigla með mig vestur og svo aðra 5 í bæinn af því að aðgerðin var það flókin að ekki hefði verið mögulegt að framkvæma hana á Ísafirði.
Svona þyrluútkall kostar sennilega frá hálfri milljón og uppúr (og það er ekki heldur ódýrt að sigla með menn í land, meðaltogari eyðir um 350 lítrum af olíu á klukkustund). Skutlið með stelpuna hefur sennilega ekki kostað mikið meira en 10 þúsund kall og auk þess er biðtími eftir þyrlu svona vestur á land vel yfir eina klukkustund.
Hugsaðu líka út í að það telst nú seint ákjósanlegasta flugveðrið það sem þú kallar aftakaveður. Mundirðu leggja líf þyrluáhafnar í hættu fyrir þetta?
Hugsa, Jakobína, hugsa!
Aríel Pétursson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 18:04
Sæll Aríel ef þú skilur færslu mína þannig að ég hafi eitthvað á móti því að sjómenn fái þjónustu þá ertu á villigötum. Einnig ert þú á villigötum ef þú heldur að fólk geti fengið hjálp við opnu beinbroti í næsta húsi í einöngruðum sjávarþorpum úti á landi. Ég hélt að ég hefði komið því til skila að það var nánast ófært til Ísafjarðar og þetta var því ekkert skutl.
Það er gott og blessað að þér skildi vera komið til Reykjavíkur þar sem þú fékkst hátækniþjónustu.
Það þótti hins vegar ekki viðeigandi að kosta slíku til fyrir barnið enda varð aðgerðin algjört kúður, deifingin mistókst og beinið gréri ekki rétt saman.
Það getur vel verið að þér þyki opin beinbrot sjómanna æðri opnum beinbrotum barna en ég er bara á annarri skoðun.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.10.2009 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.