Orkusala rekin með tapi

Vegna lélegra leynisamninga við stóriðjuna er Landsvirkjun á hausnum.

Nú vilja menn að lífeyrissjóðir, sparnaður í eigu launþega, sé notaður til þess að fjárfesta í fyrirtæki sem er þurrundið af stóriðjunni og arðurinn færður til erlendra auðhringja.

Gróðinn til erlendra auðhringja og tapið til íslenskrar alþýðu er móttó stjórnvalda á Íslandi.

Kapitalistarnir í forystu ASÍ, SA og ríkisstjórn sem kallar sig ríkisstjórn jöfnuðar, félagshyggju og velferðar vilja að launþegar taki á sig tapið.


mbl.is Landsvirkjun ekki föl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta hlýtur að vera einhver fjandans misskilningur. Mér er kunnugt um að Landsvirkjum "malar gull!" Þetta hef ég í það minnsta eftir áreiðanlegum mönnum hér á blogginu. Mörgum finnst ég orðinn kolruglaður að fara fram á að ylrækt njóti sömu kjara við kaup á þessari orku þjóðarinnar og álver. Líklega er ástæðan sú að ylræktin skapar 7-8 störf við náttúruvæna vinnu á hverja einingu á móti einu í álveri.

En Landsvirkjun er óskaplega vel rekið fyrirtæki að mati sjálfstæðismanna. Enda reka þeir þar á bæ sína vísindamenn ef þeir efast um undirbúning slátrunar á náttúrunni.

Árni Gunnarsson, 23.10.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Bjarni Pálsson

Samkvaemt opinberum upplysingum, thad er arsreikningum Landsvirkjunar, skilar felagid nokkud stodugum nokkurra milljarda hagnadi fra rekstri a hverju ari, thott fjarmagnslidir hreyfi uppgjor upp og nidur eftir thvi hvernig vindar blasa. Um sidustu aramot var eigid fe Landsvirkjunar, thad er eignir umfram skuldir, um 1,3 milljardur USD, eda um 180 milljardar krona. Eignfjarhlutfall um 30%. Fyrstu 6 manudi 2009 var hagnadur 6-8 milljardar ef eg man rett. Samkvaemt opinberum gognum litur thvi ut fyrir ad Landsvirkjun se staersta og best setta stora fyrirtaekid a Islandi um thessar mundir.

Thvi velti eg fyrir mer hvada forsendur manneskja med Kand Mag i stjornsyslufraedum og i doktorsnami gefur ser fyrir svona fullyrdingum a opinberum vettvangi?

Ef ther er ekki alveg sama um thitt akademiska mannord tha skora eg a thig ad leggja fram tilvisanir i gildar heimildir.

Bjarni Pálsson, 24.10.2009 kl. 08:59

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Komdu blessaður Bjarni Pálsson. Þú ættir eiginlega að lesa gagn og gamanið þitt betur. Í fyrsta lagi er þetta blogg en ekki fræðigrein.

Í öðru lagi þá fremur þú þá rökvillu að tiltaka valda þætti úr ársreikningi Landsvirkjunar í stað þess að gefa heildarmyndina.

Landsvirkjun tapaði t.d yfir 120 milljörðum á afleyðuviðskiptum í fyrra.

Gengisáhætta og álverðsáhætta gerir það að verkum að reksturinn er eins og spilavítiskasinó.

Skuldirnar eru um fjögurhundruð milljarðar og hluta þeirra þarf að ehdurfjármagna eftir 2010.

Tap Landsvirkjunar fyrir skatt á þessu ári er um 50 milljarðar. Árið 2006 var tapið yfir 6 milljarðar og árið 2001 var tapið tæpir 2 milljarðar.

Lang alvarlegasti hlutinn í rekstri fyrirtækissins er að þeir virðast hafa farið að gambla með afleiður og vafninga.

Gríðarlegt tap í þeirri deild í fyrra bendir til þess að þeir hafa veðjað gegn hagsmunum landsvirkjunar en ekki ástundað eðlilega áhættustýringu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.10.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband