Kalla skoðanakönnun "ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu"

Þetta nýja hugtaka "ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla" er eitt af þessum nýju hugtökum sem ætlað er að villa um fyrir almenningi.

Sennilega er hugtakið hannað til þess að berja þjóðina inn í ESB án samþykkis hennar.

Eitt af strategískum brögðum valdhafanna, til þess að fela óvinsælar ákvarðanir, vanhæfni og óvilja til þess að standa með þjóðinni, er að breyta merkingu orða, finna upp ný orð eða hugtök eða fela aðgerðir með misvísandi orðalagi.

Dæmi um þetta er að deildir í stjórnsýslunni og ráðuneyti eru kölluð nýjum nöfnum en engar raunverulegar breytingar fylgja í kjölfarið á starfsemi þessara skipulagsheilda.

Annað dæmi er að kalla t.d. láglaunastefnusamning og þjófnað úr lífeyrissjóðum "stöðuleikasáttmála".

Það verður áhugavert að fylgjast með næstu breytingum í þessa veru. Það er alla vega full ástæða fyrir almenning að vera á varðbergi þegar hann heyrir ný hugtök.


mbl.is Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Kallast þetta ekki "Doublethink"

Ráðgefandi þjóðaratvæðagreiðsla hlýtur að vera dýrasta skoðankönnun sem sögur fara af. Væri ekki rétt að leita bara til Gallup.

Nýjasta dæmið um þessa hugtakanotkunn er dómsmála og mannréttindaráðuneitið. Mannréttindarbrot dómsmálaráðuneitisins voru orðin svo æpandi að það bara varð að nefna það upp á nýtt.

Það þarf að gefa út nýja orðabók sem útskýrir þessa snild

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 24.10.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband