Samdi Baldur neyðarlögin?

 Baldur fær full laun í 15 mánuði

Það er hálfgerður hryllingur að hugsa til þess að löggjafarvaldið skuli í raun vera í höndum misvitra embættismanna sem þjóðin kann lítil deili á.

Í ráðuneytunum semja embættismenn landslög auk þess sem slíkt hefur einnig farið fram í viðskiptaráði. Þessir aðilar hafa ekki fengið atkvæði almennings til þessara verka.

Lýðræðið á Íslandi er skrumskæling af því sem felst í hugtakinu lýðræði. ´

Baldur Guðlaugsson var ráðuneytissjóri í fjármálaráðuneytinu þegar neyðarlögin voru samin en þau munu hafa verið samin þar og í seðlabankanum skv. frétt á pressunni.

Baldur Guðlaugsson ásamt Áslaugu Árnadóttur skrifstofustjóra í viðskiptaráðuneytinu skrifuðu einnig undir upphaflegt samkomulag við Hollendinga um Icesave (Memorandum of Understanding) og gengu að öllum þeirra kröfum.

Merkilegt að þessir embættismenn töldu sig hafa umboð til þess að skuldbinda ríkissjóð um hundruð milljarða en þetta er talandi dæmi um firringuna í stjórnsýslunni.


mbl.is Baldur lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Allir vita að Baldur var hinn eiginlegi Fjármálaráðherra í Ríkisstjórn Geirs Haarde.  Dýralæknirinn stóð alltaf á gati þegar hann var spurður svo ekki vissi hann neitt frekar en Björgvin Guðni

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.10.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband