2009-10-27
Skilja þeir sjálfan sig?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Facebook
Athugasemdir
Telur þú þá, að álverið í Straumsvík hafi ekki skilað neinu inn í þjóðarbúið á þeim fjörutíu árum, sem það hefur verið starfrækt?
Sprakk bólan nokkrum árum eftir að það var reist, eða þegar uppbygginunni lauk?
Axel Jóhann Axelsson, 27.10.2009 kl. 21:11
Sæll Axel
Þú spyrð hvað ég tel um álverið í Straumsvík og lætur að því liggja að þú búir yfir upplýsingum um það mál.
Vilt þú þá ekki fræða mig og aðra um það hvað álverið í Straumsvík hefur fært þjóðarbúinu og vitna í gögn máli þínu til stuðnings? Til dæmis gögnin sem hefur þótt ástæða til þess að leyna fyrir þjóðinni.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.10.2009 kl. 21:16
Ég bý aðeins yfir þeirri almennu vitneskju, að raforkusalan til Straumsvíkur hefur greitt upp Þjórsárvirkjun og álverið hefur greitt laun til nokkur hundruð starfsmanna í þessi fjörutíu ár.
Útflutningur fyrirtækisins hefur skilað dýrmætum gjaldeyri í þjóðarbúið og starfsmennirnir hafa greitt skatta af launum sínum í ríkissjóð og útsvar til sveitarfélagnna, fyrir utan skattana sem fyrirtækið hefur greitt sjálft.
Af hverju skyldi bæjarstjórn Hafnarfjarðar líta á Álverið sem eitt mesta undirstöðu fyrirtæki bæjarins og vilja nánast allt gera til að auðvelda því að stækka verksmiðjuna?
Axel Jóhann Axelsson, 27.10.2009 kl. 21:48
Aðalatriðið er virkja hverja einustu sprænu sem virkjanleg er.Vatnsfallsvirkjun er falleg verksmiðja.Selja síðan orkuna til hæstbjóðenda.Þá er ég að tala um heilbrigða skynsemi.Aflþynnuverksmiðjan á Akureyri er snilld passlega stór fyrir byggðalagið,mengar lítið og hraði á framkvæmdum hefur verið skynsamlegur. Þó að það sé gaman þá er kominn tími fyrir 'Islendinga að hætta að vera dramadrottningar.Það má ekki lyfta skóflu þá eru báðar fylkingar farnar í skotgrafirnar.
Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson, 27.10.2009 kl. 21:53
Tek undir þetta með heilbrigða skynsemi en nokkuð virðist skorta á hana í umræðunni.
Meðalálver skilar sköttum sem samsvara 0,1% af þjóðarframleiðslu og inni í því er Straumsvík.
Úr skýrslu Indriða Þórlákssona...Hagnaður álveranna rennur til erlendra eigenda að því leyti sem ekki næst til hans með skatti.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.10.2009 kl. 22:43
Ég held að það sé nóg komið af áli eins og stendur. Kreppan er að gefa okkur tækifæri til að endurskoða stefnu okkar í atvinnumálum. Gelymum því ekki að AGS, hversu mjög sem okkur mislíkar sá sjóður hefur bent á að bygging Kárahnjúka hafi verið okkur ofviða og m.a. gert hagkerfi okkar meiri bölvun en blessun.
Það er tími til komin að við finnum fleiri atvinnuvegi sem geta nýtt þá orku sem er til ráðstöfunar. Það eru til fleiri atvinnuvegir en álbræðslur og það er hægt að nýta orkuna á fleiri vegu en bræða ál með henni. Það er einnig komin tími til að við endurskoðum þá hugsun okkar að virkja, hvað sem það kostar. Á næstu árum mun eftirspurn eftir hreinni orku aukast og þá mun hagur okkar vænkast.
Við megum ekki gleyma því að okkur ber skylda til að skila landinu til komandi kynslóða eins og við vildum taka við því. Við verðum að vera þolinmóð þrátt fyrir kreppu og aðra óáran.
Kveðaja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 27.10.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Forkálfar ASÍ og SA líta svo á að þeir standi með pálmann í höndunum. Með lúkurnar af hálfu ofan í sparifé landsmanna og aðilar að launalækkunarsáttmála ríkisstjórnarinnar nýta þeir stöðu sína til þess að ná völdum af ríkisstjórninni.
Þeir virðast ganga erinda erlendra auðhringja sem vilja ná meiri ítökum í orkuframleiðslu á Íslandi og misnota ástandið á Íslandi í sína þágu.
Óskar sem kom hér á bloggið mitt telur þetta gleðiefni og virðist helst dreyma um að Ísland verði þrælanýlenda erlendra auðhringja en hann segir: Um leið er hvetur hærra álverð, á sama tíma og íslenskt vinnuafl er afar samkeppnishæft sökum gengis krónunnar, álfyrirtæki til fjárfestingar í álverum hér á landi.
Hrun krónunnar er því gleðiefni fyrir Óskar og erlenda stóriðju. Það er full ástæða til þess að spyrja hvort að þeir sem ganga erinda erlendra auðhringja hér á landi hafi raunverulegan áhuga á því að gengi krónunnar sér styrkt. Við ættum að hugsa okkur vel um þegar við tökum afstöðu til þess hverjum við getum treyst.
Fall krónunar og launalækkunarsáttmálar þjóna erlendum auðhringnum sem tekið hafa eða vilja taka bólfestu hér á landi.
Óskar hvetur til þess að álver séu byggð hér á landi og segir: meðal annars er slík fjárfesting forsenda þess að hér fari að ára betur strax á næsta ári.
Óskari yfirsést að það eina sem álver hafa að bjóða upp á fyrir Íslenskt efnahagslíf er tímabundin bóla sem mun springa að nokkrum árum liðnum eða þegar uppbyggingu lýkur. Hvað ætlar Óskar að gera þegar búið er að sóa allri orkunni í álver sem flytja virðisaukann úr landi?