Ummæli James Galbraith um stöðu Íslands

Gunnar Tómasson sendi alþingismönnum eftirfarandi bréf:

Ágætu alþingismenn.
Í fyrradag spurði ég James Galbraith, einn virtasta hagfræðing Bandaríkjanna, um álit hans á því mati AGS (sjá IMF Survey 21. október sl.) að erlend skuldsetning Íslands að jafngildi 310% af vergri landsframleiðslu væri þjóðarbúinu ekki ofviða.
Galbraith svaraði um hæl (í minni þýðingu; enskur texti að neðan):
„Það segir sig sjálft: það er fáránlegt að ímynda sér að Ísland eða eitthvað annað land geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem jafngilda 300 eða 400 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og forðast greiðsluþrot.  Ef skuldir væru 400 prósent og vextir aðeins þrjú prósent þyrfti afgangur á viðskiptajöfnuði og hliðstæður samdráttur innlendrar neyzlu að vera 12 prósent af VLF án nokkurrar greiðslu af höfuðstól.  En auðvitað myndi enginn vilja eiga lágvaxta íslenzk skuldabréf vegna áhættunnar á vanskilum.

Ef stjórnvöld reyndu að axla slíka skuldabyrði myndu vinnufærir einstaklingar flytja af landi brott.  Útkoman yrði lýðfræðileg eyðilegging Íslands að viðbættu greiðsluþroti.  Staðan er því ekki síður alvarleg en sú sem kom upp vegna stríðsskaðabóta í Versalasamningnum eða Morgenthau áætluninni fyrir Þýzkaland 1945.  Samningurinn leiddi til óðaverðbólgu en áætlunin var ekki lögð til hliðar fyrr en ljóst varð að hún myndi leiða til brottflutnings eða útrýmingar mikils hluta þjóðarinnar sem lifði af stríðið.

Eins er það augljós skrípaleikur að leggja slíka skuldabyrði á litla þjóð, fyrst með svikum og síðan með hótunum.

Eins og málum er háttað er það siðferðileg skylda Íslands gagnvart alþjóðasamfélaginu að sækja svikahrappana til saka eftir því sem landslög leyfa.  Hitt er fyrir stjórnvöld erlendra ríkja, sem brugðust skyldum sínum við bankaeftirlit, að ákveða hvernig deila skuli tapinu sem af því hlaust milli reikningshafa og skattborgara sinna.

Þér er heimilt að koma þessum skoðunum mínum á framfæri við aðra.”
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
***
”To state the obvious: the idea that Iceland or any country could increase its debt in foreign currency to 300 or 400 percent of GDP and avoid default is preposterous on its face.  At 400 percent, an interest rate of just three percent implies a required trade surplus of 12 percent of GDP, and a comparable reduction of domestic living standards -- even if the principal is never repaid. But of course with the default risk no one is going to hold Icelandic notes for so little.

If a policy of payment is attempted, anyone with the capacity to work will necessarily emigrate. The result can only be the demographic destruction of the country, and default anyway. The situation is, in this respect, not less grave than the reparations demanded under the Versailles Treaty or the Morgenthau Plan for Germany in 1945. The former produced hyperinflation, and the latter was stopped only when it was realized that to implement it would require the emigration or extermination of a large part of the surviving population.

Equally needless to say, the imposition, initially by fraud and later by intimidation, of a debt burden of this kind on a small country is grotesque.

Iceland's moral obligation to the international community at this stage should consist of bringing the perpetrators to justice, insofar as they can be reached by national law. The losses that will fall on foreign depositors cannot be avoided. It is therefore up to the governments of those other countries, having failed in their duties of bank supervision, to decide how to allocate those losses as between depositors and taxpayers in those places.

Please feel free to share these views at your discretion.

With my regards,


James Galbraith”


mbl.is Mikil réttaróvissa í evrópsku regluverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við vitum og gerum okkur grein fyrir þessu, þeir sem á annað borð vilja vita og viðurkenna. Blindni og afneitun þorra íslendinga og stjórnvalda er furðuleg, nánast yfirnáttúruleg. Ég er farin að halda að hér EIGI allt að fara til andskotans, að það sé óhjákvæmilegt einhverra hluta vegna. Það er ekki hlustað á velviljaðar raddir utan úr heimi, ekki frekar en fyrir hrun. Því er hrun 2 framundan og þá fyrst muni hlutirnir breytast til hins betra.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 27.10.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæl Jakobína,

Með fullri virðingu fyrir James Galbraith:  Hvað með Bretland, þar sem hlutfallið var 375% í Júní 2008?  Holland með 352% or Írland sem toppar alla með 960%  Þetta eru tölur skv. wikipedia (http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_external_debt)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.10.2009 kl. 22:42

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Með fullri virðingu fyrir þér Arnór þá skipta þessi hlutföll máli en ekki öllu máli. það er líka talað um sjálfbærni skulda. Þá skiptir mála hversu háir vextir eru af láninu og einnig til hversu langs tíma þau eru.

Það sem er sérlega slæmt með Icesave samninginn er að þar hefur í raun aldrei neitt lán verið tekið. Ríkissjóður á að borga lán sem hann hefur aldrei tekið. þetta er viðlíka og þú ætlar að kaupa þér bát gerir samning færð enga peninga þannig að þú getur ekki keypt bátinn og farið að afla tekna en átt samt að borga lánið. Við þessar aðstæður væri staða þín ekki beinlínis góð.

Flestum þeim skuldum sem verið er að þröngva upp á þjóðina er ekki ætlað að byggja upp atvinnuvegi og auka getu til tekjuöflunnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.10.2009 kl. 23:13

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Arnór - hlutfall skulda Íslands, var yfir 1000% af landsframleiðslu við hrun.

Tölur þær sem Gylfi Magnússon notar, frádraga skuldir bankanna, upp á 7 þjóðarframleiðslur. Þannig fær hann þá upphæð sem hann notar.

Skv. Seðló, eru nettó-heildar-skuldir okkar, 4,15 VÞF.

-------------------------------

Að sjálfsögðu eru skuldir Írlands slíkar, að þ.e. einnig gjaldþrota.

Á hinn bóginn, er einn munur á, að stærstur hluti skuldanna hjá þeim, er enn borinn upp af starfandi fyrirtækjum. Þ.e. bankakerfið þar, þó mjög skuldugt sé, er enn starfandi og því er enn verið að borga af þeim skuldum, af akkúrat þeim bönkum.

Þ.e. umtalsverður munur á þeirri stöðu og okkar.

----------------------------------------------

Mundu þetta, að ef þú notar tölu um Írland, þ.s. skuldastaða er metin yfir 900% þá þarftu að beita sambærilegri tölu fyrir Ísland, þ.e. yfir 1000%.

Kv

Einar Björn Bjarnason, 28.10.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband