Lausar hugsanir: heilinn mótast af reynslu

Ég var að fá rit í tölvupósti sem gefið er út af fræðimönnum sem styðjast við kenningar Kellys og eru kallaðar "personal construct psychology". Í ritinu er grein eftir Fay Francella undir yfirskriftinni "Loose thoughts: the brain is shaped by experience".

Í pistlinum fjallar hún um grein í "The  Psychologist" sem segir frá því að líffræðilegar rannsóknir hafa sýnt að heilasellur geti endurnýjað sig og þýðingu þess fyrir þá sem orðið hafa fyrir skaða.  

Það var yfirskrift greinarinnar sem vakti áhuga minn, þ.e. að heilinn mótist af reynslu.

Áhrif reynslu á það hvernig við tökum á móti og vinnum úr nýjum upplýsingum eru mjög áhugaverð. Reynsa er ekki bara persónuleg heldur einnig félagsleg og því eru áhrif einstaklinga á það hvað tekur bólfestu í reynsluforða þeirra takmörkuð og einnig er úrvinnsla úr nýrri reynslu háð eldri reynslu.

Einstaklingar draga á þennan máta dám af sínum félagslega veruleika og menningarkima. Innan valdakerfisins á Íslandi hefur mótast menning og félagsleg formgerð sem setti samfélagið á hausinn. Valdakerfið stendur saman af einstaklingum sem hafa hagsmuni af því að viðhalda því og stöðu sinni innan þess. Sjálfsbjargarviðleitnin sækir vopn sín í lærdóm sem fengin er með reynslu úr valdakerfinu. Vopnin eru hollusta við æðra vald, leynd og blekkingar.

Greining einstaklinga í flokka innan valdakerfisins hefur mun minni þýðingu en staða þeirra í sjálfu heildarkerfinu. Lærdómur þeirra er í raun lærdómur sem hefur kennt þeim að í fyrsta sæti er að verja kerfið jafnvel þótt að þýði að fórna verði velferð almennings og samfélagsins til þess að ná því markmiði.


mbl.is Engir fyrirvarar af hálfu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband