Borgarafundur á Akureyri

Vera Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi

Hvort er líklegra að vera sjóðsins hér á landi verði þjóðinni til bölvunar
eða blessunar? Þjónar sjóðurinn hagsmunum þjóðarinnar, íslenskra
fjármálastofnanna og stórfyrirtækja eða erlendra fjárfesta? Vinnur
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með stjórnvöldum eða stjórnar hann þeim á bak
við tjöldin? Gætum við kannski komist af án hans?

Þessum spurningum og fleirum verður velt upp á þriðja borgarafundi
vetrarins sem fram fer í Deiglunni laugardaginn 23. nóvember n.k. og hefst
kl. 15:00.

Framsögumenn eru:
Gunnar Skúli Ármannsson, læknir á Landsspítalanum
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Gísli Aðalsteinsson, hagfræðingur og forstöðumaður skrifstofu fjármála hjá
FSA Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri

Fundarstjóri:
Edward H. Huijbens

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

IMF er umboðaðili frá UN: EU er stærsti hlutdeildar aðili höfuðstóls hluti um 30% , USA 15%.

Hann kemur inn, það er hans löglega hlutverk, þegar ríki á í erfiðleikum við að standa í skilum við lándrottna ríkin.

Skoðar tekju og efnahagsreikning. Ákveður fast jöfnunargengi framtíðarinnar sem tryggir snurðulausar afborganir viðskipta skulda. Til þess að ná fram ákveðna genginu þá vinna vinna stjórnvöld með eða án hjálpar hans að skapa hagstjórnlega afborgunargrundvöll. Hér mun horft í tekjur af fiskhráefnum og málmhráefnum. Við eigum ekki neytenda markaði lánadrottna N.B.

Þetta mun samsvara um 30% skerðingu ráðstöfum þjóðartekna til langframa en um 50% til að byrja með.

Það er lítið hægt að gera annað en herða ólina. Skera niður neyslu um 50% til að byrja með og gera sér svo grein fyrir að þær verða 30% lægri til langframa.

Ef við nýtum okkur að mannauður getur flutt úr landi og stjórnsýslukostnaður er nánast óþarfur þá er um við að tala um innlimun í EU, þá geta hlutir hér orðið eins og í Færeyjum. Eða einhverju þúsunda örhagkerfa :regions innan EU.

Í upphafi skyldi endinn skoða: stöðuleiki er uppahafi og endir sjálf síns. Ráðmenn hafa samið um sinn stöðuleika hvað viljum við sem höfum ekki nógar mánaðartekjur til að teljast Íslendingar.

Júlíus Björnsson, 20.11.2009 kl. 17:57

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég hef aldrei skilið þetta beiningamanna raus þegar við eigum fyrir öllum skuldum með því að nota allt fé lífeyrissjóðanna.  Þá er ég ekki að undanskilja lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Það er skylda okkar að nota eigin sparnað áður en við skuldsetjum börnin okkar.  Þjóðin er nógu ung til að koma sér upp nýjum og réttlátari lífeyrissjóðum.  Þökkum AGS fyrir aðstoðina, skilum lánunum , borgum okkar skuldir og látum ekki bugast.  Ef stjórnmálamenn hafa ekki kjark þá þurfum við að fá utanþingsstjórn sem getur þorir vill og kann

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.11.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta sér ný-Íslenska bull að sérhver kynslóð hugsi um eigin lífeyrissjóð er til algjörar skammar.

Allir eiga búa við sömu grunnlífeyrisréttindi m.t.t. af ríkjandi efnahagstöðu á hverjum tíma ekki hvenær þeir voru fæddir.  

Almenningur mun ekki hafa gert sér grein fyrir að fallið var frá kauphækkunum á móti teknum lífeyrissjóðsgreiðslum, sömu peninga  sem er verið að greiða út núna.

Einn grunnlífeyrissjóður lámarkframfærslu upphæðar bein flæði í hverjum mánuði er miklu betra.  Þeir sem vilja ekki minnka við sig á efri árum eða hafa miklu meira fé til ráðstöfunar geta stofnað sína eigin sjóði.

Ég hefði til dæmis notað kauphækkanir til fasteigna kaupa. Væri sennilega skuldlaus í dag. 

Júlíus Björnsson, 20.11.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband