Jólasveinninn heimsækir Steingrím J

Helstu sérfræðingar heims, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og svo Þór Saari vita allir að Ísland er komið í þrot. Það er alveg sama hvernig dæmið er skoðað. Gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins stendur ekki undir helming af vaxtagreiðslum í erlendum gjaldeyri. Þjóðarbúið er löngu komið upp fyrir alla þá mælikvarða sem viðurkenndir eru alþjóðlega að þjóðir standist ekki.

Og hvað segir Steingrímur.

Jú hann á von á Jólasveininum að því er best verður séð.

Kannski er það Grýla sem hann er hræddur við að komi ef við borgum ekki Icesave?


mbl.is Þór Saari í hræðsluleiðangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er aumkunarvert að sjá hann, eða Jóhönnu Sigurðardóttir núna. Það er ekki hátt uppi á þeim risið núna, að miða við í kosningar baráttunni. Æ Æ segir maður bara.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2009 kl. 02:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég held að það sé rétt mat hjá þér að Steingrímur er hræddur við Grýlu.  Og hann er ekki einn um það.

En Grýla gafst upp á rólinu, segja drengirnir mínir núna, ætli að vitneskja þeirra um jólakveinin breytist ekki líka þegar þeir fara í skóla á næsta ári.  Fatti að það eru bara mamma og pabbi sem eru jólasveinninn.  En ég held að Steingrímur sé líka búinn að fatta þetta með jólasveininn, og það sé veski okkar sem eigi að bjarga þeim skuldum sem hann er svo æstur að taka fyrir ráðherradraum sinn.

Svo vil ég vekja athygli á einu sem ég tel blasa við þegar þessi frétt er lesin.  Steingrímur er greinilega í hörðum innanflokksátökum við hagfræðiskynsemi Lilju Mósesdóttur.  Og þar sem hann þorir ekki opinberlega í hana, þá ræðst hann svona harkalega að Þór Saari.   

Því það er jú einu sinni Lilja sem hefur verið ötulust að vara við þessum skuldabagga, og sagt að valið sé um framtíð barna okkar eða skuldabagga AGS og ICEsave.

Minnir dálítið á gamla kommadæmið um Albaníu og Kína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.12.2009 kl. 09:25

3 identicon

Þjóðin á ekki rétt á að vita sannleikann skv. Steingrími J., þá má ekki hræða þrælana frá landinu, einhver verður að borga allt klabbið.

Þjóðin á aðeins rétt á að borga möglunarlaust allan skaðann og horfa upp á glæpamenn ganga lausa um allt land, inni í stjórnsýslunni, jafnvel inni á þingi og í bönkunum. Svo við tölum ekki um rannsóknarskýrsluna margfrægu sem er verið að stinga undir stól í 80 ár svo menn verði ekki hvað ? Hræddir og flýji land?

Fólk fer frá landinu vegna þess að því er meir en misboðið ekki vegna hræðslu.

S.R (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 12:57

4 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég er ekki hrædd við Grýlu því ég veit að hún er sögupersóna.

Helga Þórðardóttir, 6.12.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband