Viðmið kapítalismans ríkjandi á Íslandi

Ágallar í íslensku stjórnarfari taka stöðugt á sig nýjar birtingamyndir. Á Íslandi hafa stjórnmálaflokkar leitast við að flétta valdakerfi sín inn í stjórnsýsluna með klíkuráðningum og regluverki sem vinnur gegn áhrifum almennings á íslenskt stjórnarfar. Viðvarandi stríð og órói er afleiðing af bákni sem Sjálfstæðisflokkurinn skapaði í stjórnartíð sinni. Núverandi valdhafar hafa látið undir höfuð leggjast að efla skilning um kjarna vandans í íslenskri stjórnsýslu. Raunverulegar breytingar í stjórnsýslunni hafa verið nánast engar síðan ný ríkisstjórn tók við.

Umfjöllun í fjölmiðlum undanfarið varpar ljósi á tregðu sem er innrætt í hugmyndafræði hins ríkjandi valds. Athyglinni er beint að vondum kapítalistum en hugmyndafræði kapítalismans liggur eftir sem áður til grundvallar ákvörðunum ríkisvaldsins. Með því að einblína á einstaklinga og hunsa skoðun og endurmat á ríkjandi gildum er lærdómur af hruninu hindraður. Breytingar á hugarfari og ríkjandi viðmiðum þarf til að koma á raunverulegum umbótum í samfélaginu.

Þeir sem stóðu í framvarðasveit þeirra sem innleiddu hin kapítalísku viðmið létu hafa það eftir sér að fólk færi í biðraðir ef það fengi hlutina ókeypis. Vissulega á þetta við um þá sem hafa verið í framvarðasveit stjórnmála og banka en alþýðan er stolt og það brýtur niður einstaklinga að þurfa að þyggja ölmusugjafir. Það læðist um mig aumingahrollur þegar ég fylgist með fréttum af því að biðraðir vegna matargjafa lengist sífellt. Mér er fullkunnugt um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki áhyggjur af því að fólk á Íslandi eigi líf sitt undir ölmusu og læðist að mér sá grunur að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fylgist ekki með fjölgun barnarverndamála á Íslandi.

Ásýnd Íslands hefur borið hnekki vegna þeirrar niðurlægingar sem stjórnvöld hafa kallað yfir almenning í landinu. Hið kerfislæga óréttlæti sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur innleiddu í íslenskt stjórnarfar er ríkjandi í meginatriðum enn í dag. Stjórnarfar á Íslandi í dag á lítið skylt við velferði, félagshyggju eða almenna velsæld. Til þess að núverandi ríkisstjórn geti tekið sér þessi hugtök í munn þarf hún að fara í gagngera sjálfskoðun og spyrja sig að því hvað þessi hugtök merkja. Það þarf hugrekki til þess að breyta en ekki síður skilning á kerfislægum vanda íslenskra stjórnmála. 
 
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Stjórnsýslufræðingur

mbl.is Í skjóli leyndar þrífst spillingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Takk fyrir góðan pistil, ég er þér algjörlega sammála.

Rafn Gíslason, 11.4.2010 kl. 14:58

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hugrekki Íslendinga í tengslum við uppgjörið mun birtast í atkvæðatölum hrunflokkanna á vordögum.

Og gleymum ekki að Samfylkingin er hrunflokkur þar sem heimskingjar stóðu hópum saman og mærðu íslenskt viðskiptamódel sem væri að leggja undir sig heiminn undir styrkri stjórn viðskiptaráðherrans og undir handleiðslu Seðlabankans.

Það átti að velta við hverjum steini til að finna orsökina að sögn viðskiptaráherra. Hann stóð að því heils hugar að afhenda lykilmönnum föllnu bankanna eigur þeirra og gaf þeim frítt spil við að fela allt sukkið á ofurlaunum frá skattgreiðendum.

Þvílík andskotans vinnubrögð og það fyrir opnum tjöldum!

Árni Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband