Flumbruskapur í menntamálum

Katrín Jakobsdóttir fær ekki mitt hrós fyrir starf sitt í menntamálaráðuneyti og hefur farið um með skemmdarverkum.

Ég ætla að segja frá persónulegri reynslu í þeim efnum.

Ég á dreng sem á mjög auðvelt með að læra stærðfræði og gengur líka vel í öðrum fögum. Hann tók aukalega stærðfræði og þýsku með grunnskólanum og tók svo níunda og tíunda bekk saman á einum vetri.

00aa krakkamotmaeliHann ætlaði síðan inn í áfangakerfi í MH þar sem bróðir hans er við nám. MH er ekki hverfisskólinn og var honum meinað þar um inngöngu þótt bróðir hans væri þar og gert að sælja hverfisskólann sem er ekki með áfangakerfi.

Núna er hann í fyrsta bekk í hverfiskólanum. Hann sækir eingöngu hluta af þeim námsgreinum sem í boði eru í fyrsta bekk því hann er búin að ljúka sumum.

Sem sagt afburðarnemanda er ekki gefin kostur á því að vera í fullu námi og kerfið er að tefja hann í námi.

Mér er lífsins ómögulegt að koma auga á hvaða sparnaður hlýst af þessu eða er þetta bara forræðishyggja Katrínar sem ræður. Vill hún koma í veg fyrir að það myndist samkeppni á milli skóla sem örvar þá og hvetur til þess að veita góða þjónustu.  



mbl.is Ráðherra ræddi við mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott að eiga svona gáfaðan dreng, en hvað liggur honum á að klára skólann? Hann hefur nú líka gott af því að vera til. Nú ef hann er svona námsglaður þá er ekkert sem bannar honum að lesa útfyrir fyrirfram ákveðið námsefni það er ekkert að því að næla sér í þekkingu þó ekki sé gefin einkunn fyrir hana. 

Finnst nú bara verið að gera úlfalda úr mýflugu hérna.

Jens (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 16:49

2 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér - það er í gangi einhver misskilin aumingjapólitík í gangi hér í menntamálum. Að breyta menntaskólum sem hver hefur sín sérkenni í hverfisskóla er að mínu mati algerlega óviðunandi. Athugasmedin hér að ofan frá Jens ber þessa aumingjastefnu ágætt vitni. Sterkir nemar eiga bara ða slappa af - og verða fyrir vikið aldrei afburðanemendur þegar á reynir í háskólanámi. Við verðum að gefa góðum nemum tækifæri til að kljást við verkefni sem þeim hentar og fá útrás fyrir sína hæfileika. Menntaskólar eiga líka að fá að velja sína nema og nemar að fá að velja sína skóla. Ef að háskólar fara að gera opinberar upplýsingar um ártangur nema frá mism. skólum er ég hræddur um að foreldrar og krakkar sem eru að velja framhaldskóla muni krefjast þess að fá að sækja um þá skóla sem þeir vilja.

Magnús (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 17:46

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Öll börn hafa gott af því að vera upptekin og fá verkefni við hæfi. Hann hefur sjálfur valið þessa leið.

Hann sinnir alls konar áhugamálum og umgengst vini. Það er ekki óalgengt að velgefin börn flosni upp úr skóla vegna þess að skólinn er ekki að ögra þeim með spennandi verkefnum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.11.2010 kl. 17:54

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jens þetta er ekki spurning um að klára skólann. Þetta er spurning um að barnið sé að taka fullan þátt í skólalífinu.

Er ekki einhvað absurbd við það að klárum krakka er meinað að vera í fullu námi?

Hluti af skólareynslunni á að vera sá að börn læri að vinna. Þess vegna þurfa klárir krakkar að fá krefjandi verkefni en það á ekki að senda þau heim að leika sér á skólatíma. Hvers konar uppeldi er það?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.11.2010 kl. 18:02

5 identicon

Tek undir þetta ... hugsið ykkur ef þetta væri í íþróttum og stráknum væri bara sagt að slappa af og njóta lífsins því hann væri búinn að skora eitt mark sem væri meira en allir aðrir, eða kasta lengra, eða hvað annað sem hann væri að gera. Þessi meðalmennsku-stefna er löngu gengin sér til húðar. Þeir sem eiga erfitt eiga að fá aðstoð, þeir sem eiga auðvelt verða að fá erfiðari verkefni og aðstoð við að leysa þau. Annars læra þau bara á letina og fá námsleiða.

Guðni Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 19:03

6 identicon

Segðu honum bara að sækja um í MH næsta haust. Ef hann er með svona góðar einkunir þá ætti þeir ekki að geta hafnað honum. Svo eru líka margir aðrir skólar með áfangakerfi.

Stefán (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 20:07

7 identicon

Ég sit uppi með að hafa greitt óafturkræft staðfestingagjald í Hraðbraut upp á hátt í 30þ. fyrir það að drengurinn minn fékk ekki inn í M.R. við fyrstu úthlutun, en svo komst hann þar inn eftir að enhverjir höfðu hafnað sínum plássum. Samt drengur með yfir 8.7 í meðaleinkunn úr grunnskóla.

Auðvitað eiga metnaðarfull börn að fá að læra þar sem þau hafa metnað til að læra.

Bragi Jôhannsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 20:43

8 identicon

Auðvitað á spurningin ekki að vera hvar heldur hvað þau nema.  Vandinn liggur  í námsefni og  þjálfun. Til að öðlast færni í handbolta æfirðu. Það sem börn okkar og barnabörn þurfa mest á að halda er hugkvæmni því enginn veit hvaða störf verða í boði eftir tíu ár. Það eina sem við vitum er að það verður fullt af nýjum störfum við eitthvað sem engin þekkir í dag. Þessvegna þurfa börnin okkar mest af öllu á hugkvæmni að halda og hana verður að þjálfa eins og annað til að öðlast færni. Góðu fréttirnar eru að hugkvæmni er okkur í blóð borin og mjög mikil við fimm ára aldur en um 15 ára aldur er búið að drepa hana í dróma með vaxandi notkunarleysi eftir því sem líður á námið. Breytum aðferðum við undirbúning barna okkar undir lífið. Þetta er ekki Katrínu að kenna, ekki kennurum að kenna eða skólum, þetta er okkur sjálfum að kenna. Við getum breytt þessu.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 21:30

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

MH hafnaði honum end ekki hverfisskóli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.11.2010 kl. 22:29

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Spurning hvað skólakerfið er að kenna stráknum mínum.

Ef þú ert duglegur og metnaðarfullur þá ertu bara rekin heim og engin þörf fyrir þína nærveru eða hvað?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.11.2010 kl. 22:31

11 identicon

Hvurslags umkvörtunarefni er þetta eiginlega? Þú átt bráðgáfaðan dreng, ert auðsjáanlega í eilífðarnámi sjálf, samt er kvartað ! hvað er þetta eiginlega? Ef þú ættir dreng með þroskahömlun...hvað myndir þú gera þá? Spyr sá sem ekki veit!

Steinunn (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 02:11

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef ég ætti dreng með þroskahömlun þá myndi ég elska hann og vonast til að hann fegni að ganga í skóla eins og önnur börn.

Ef það er eitthvað sem er ósvífið þá er það að beita fyrir sig sorgarsögum til þess að gera umræðu tortryggilega.

Gleymdu því ekki Steinunn að við þurfum allt okkar snjallasta fólk og góðar lausnir til þess að tryggja hag þeirra sem illa eru settir í samfélaginu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2010 kl. 02:27

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stundum dettur mér í hug að greind börn standi ver í mannréttindabáráttunni en hommar og lespíur. Það má ekki nefna þau á nafn. Þau eru tabú.

Mannfólkið kemur í öllum gerðum og litum, en mér finnst einstaklega ósvífið að dæma fólk fyrir að tala um þennan viðkvæma hóp sem er samfélaginu mjög mikilvægur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2010 kl. 02:55

14 identicon

Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að í Reykjavík og nágrenni megi finna fleiri skóla en MH sem starfa eftir áfangakerfinu.

Ævar Örn (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 03:46

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hann valdi MH vegna nálægðar. Það þarf bara einn stætó í þann skóla. Setti svo kverfisskólann í næsta sæti. Svo minni ég á að bróðir hans er í MH. Það skiptir miklu máli félagslega fyrir krakka að komast inn í grúppur (á borð) í svona áfangakerfi og því hefði hann átt mun erfiðara uppdráttar í öðrum áfangaskóla.

Á þeim tíma sem hann sótti um hafði þetta ekki verið vel kynnt Hann var með góðar einkunnir og hefði því att að komast inn í skólann. Ég efa ekki að fjöldi nemenda með mun lægri einkunnir hafi komist inn í skólann. Vilt þú útskýra rættlætið í því. Þetta eru ríkiskólar en ekki hverfisskólar.

Hvernig væru þá að gera bara það sama í Háskólum (gera þá að hverfisskólum) eða hreinlega afnema einkunnir og raða krökkum inn eftir skóstærð.

Kannski hefur þetta verið gert til þess að fela hvað sumir skólar eru lélegir. þvinga nemendur með betri einkunnir inn i þá til þess að hífa þá upp í meðaltalinu.

Ég veit það ekki en eitt veit ég þó. Þetta var ekki gert með velferð nemenda í huga.

Skólastjórar í lélegum grunnskólum vilja að það sé þvingar fram að krakkar sækji skóla innan síns hverfis.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2010 kl. 05:19

16 identicon

En það má ekki gleyma því að skólarnir gera mismiklar kröfur. Hvað með þá krakka sem lenda í kröfuhörðum skóla en eru einungis meðalnemendur? Þeir fá annaðhvort lélegar einkunnir eða detta út.

Það eru gerðar sömu námskröfur í framhaldsskólum en útfærslan er misjöfn. Sumir skólar eru/voru í því að sortera út. Er það lausnin að neita þeim nemendum á tækifæri að ljúka skóla hvort sem þeir eru mjög góðir- eða meðalnemendur? Krakkar vilja móta sína framtíð og það er nógu erfitt að standast undir kröfur þó svo að það sé ekki að bæta því við að þú býrð í vitlausu hverfi.

Ég sé ekki að þetta kerfi sé að stuðla að einhverju meira réttlæt. Hvorki fyrir mjög góða kröfuharða- né meðalnemendur. Kannski getru einhver útskýrt það fyrir meðalmanneskju?

Elisabet (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 14:27

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Brottfall úr skólum er óvíða meira en á Íslandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2010 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband