Eru menn ekki með öllum mjalla?

Nú er mér flökurt. Eftirfarandi frétt á mbl.

Hollensk og íslensk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta í dag en þeir eru báðir staddir í Washington. ...
bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.

Ég hef heyrt því fleygt að innistæðueigendur séu um 100.000 þetta er, miðað við þær forsendur, því skuldbinding upp á 300.000.000.000 kr, miðað við hóflegt verð á evru, sem sækja á til íslensku þjóðarinnar vegna áhættu sem hollendingar tóku og fengu greitt fyrir að taka (í formi vaxta).

Eiga börnin okkar að greiða þetta. Í fréttinni segir ÞESSU FAGNA NÚ RÁÐHERRAR.

Eru menn ekki með öllum mjalla!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

þetta voru innistæður á bankabókum ekki ,,áhættuinnistæður" .

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.10.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Voru þessar innistæður ekki á hærri vöxtum en áhættulausum vöxtum?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.10.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband