Kerfið nærir spillinguna!

Nú er kallað á breytingar. En fólk sér ekki fram úr því hvernig breytingar geta átt sér stað. Það spyr; fer ekki allt í sama farið aftur? Það kerfi sem við búum við núna kallar á spillingu.

Kosningafyrirkomulagið er þannig að þeir sem hafa mestan aðgang að fjármunum fá tækifærin til þess að komast að. Þeir geta keypt aðgang að fjölmiðlum og sérfræðiaðstoð til þess að hanna framsetningu fólk kaupir.

Þetta gerir það að verkum að flokkarnir verða hallir undir peningavaldið. Þeir sem hafa vald til þess að breyta fyrirkomulaginu eru þeir sömu og sitja að völdum og hafa því ekki áhuga á breytingum.

Valdamönnum hefur þótt bráðnauðsynlegt að halda því leyndu hverjir styrkja flokkana. En vísast er að ýmsir þeir sem styrkt hafa flokkana hafi fengið greiðvikni sína launaða að loknum kosningum.

Stöður hjá stofnunum ríkisins hafa orðið að gjaldmiðli í pólitísku framapoti einstaklinga. Þetta hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir fagmennsku í framgöngu þessara sömu stofnanna. Afleiðingin er ekki eingöngu að þeir sem hæfastir eru til þess gegna embættum eru ekki að því heldur einnig að þeir sem þeim gegna sofa værðarsvefni í trausti þess að staða þeirra sé tryggð í gegn um frændsemi og klíkuskap. Stofnanir sem eiga að vernda almenning virka í raun eins og vakthundar valdhafa.

Valdaformgerðin og spillingaröflin lifa því sjálfstæðu lífi í því kerfi sem við búum við í dag. Meðan núverandi kerfi er við líði munu þau verða ósnertanleg.

Verði ekki gerðar gagngerar breytingar á kerfinu mun það halda áfram að nærast á sama hátt og það hefur gert fram að þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband