Ábyrgð

Ég hef velt fyrir mér hvernig fólk talar um ábyrgð á rikjandi ástandi og því hverjir bera hana. Sumir segja allir sem að nutu góðærisins og kvörtuðu ekki.

Það er vert að benda á að forsenda ábyrgðar eru áhrif.

Einstaklingar sem fjárfestu í hlutabréfum bera ábyrgð á eigin gjörðum og sínu tapi en ekki ástandinu í þjóðfélaginu.

Almenningur hafði engan mátt til þess að afstýra því sem auðmennirnir aðhöfðust en það höfðu stjórnmálamenn. Þeir brugðust og ábyrgðin er þeirra.

Auðmennirnir eru ábyrgir fyrir eigin gjörðum en ekki fyrir stjórn og efnahag landsins. Sú ábyrgð er á hendi stjórnmálamanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband