Hrunið var ekki slys heldur afleiðing

Lúðvík Bergvinsson játar að valdhafar séu í fumi og flaustri að gera mistök á mistök ofan í Kastljósi kvöldsins. Lúðvík segri "það sem gerist hér er algjört hrun, algjört hrun í íslensku samfélagi." Þetta hrun má rekja til spillingar og grunnhyggni í ákvarðanatöku ríkisstjórna síðustu áratuga. Menn hafa látið græðgina ráða ferðinni.

Ráðherrar skömmtuðu sér og öðrum kvótann. Ráðherrar gáfu óburðugum vinum sínum og sjálfum sér bankanna. Ráðherrar skattpíndu almenning m.a. í gegn um húsnæðislánakerfið og notuðu afraksturinn í að halda uppi vinum og flokksfélögum á ofurlaunum.

Nú sitja Lúðvík og félagar við kjötkatlanna og tala um hrunið eins og slys. Hrunið er ekki slys. Hrunið er afleiðing af athöfnum valdhafanna.

Bankakerfið, verðbólgan eða verðtrygging er ekki sökudólgurinn. Ákvarðanir eru teknar af mönnum en ekki af kerfum. Menn búa til kerfin. Menn misnota kerfin. Sökudólgarnir eru því menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hann er með mestu lýðskrumurum á landinu þessi stjórn verður að fara frá áður en hún gerir allt vitlaust því axarsköfin taka engann enda og verða alltaf alvarlegri og alvarlegri. Það kemur að því að þeir verða sóttir til saka fyrir afglöp í starfi með þessu áfram haldi.Aumingja mennirnir.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 9.12.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvernig getur hagfræðingur haldið því fram að bankarnir hafi verið gefnir og að ráðherrar hafi skattpínt almenning í gegnum húsnæðislánakerfið???

Hvaða ráðherrar skömmtuðu sjálfum sér og öðrum kvótann

Gestur Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jón já ég held að Lúðvík hafi gert sjálfum sér lítinn greiða í Kastljósi kvöldsins. Gestur það þarf engan hagfræðing til þess að koma auga á spillinguna sem hefur tekið sér bólfestu hjá ríkisstjórnum á undanförnum kjörtímabilum. Það er nóg að skoða eignir ráðamanna og vina þeirra.

Það tekur nokkrar blaðsíður að skýra út þetta með húsnæðislánakerfið en ég stend við það sem ég segi um það. Líttu bara á stöðu fólks í dag sem hefur keypt sér húsnæði á undanförnum áratug. Þá stöðu er hægt að tengja við valdhafa og gjörðir þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvaða eignir hvaða ráðamanna ertu að tala um. Þú verður að átta þig á því að sala bankanna hefur verið rannsökuð í þrígang, tvisvar af ríkisendurskoðun og einu sinni af umboðsmanni Alþingis. Enginn hefur heldur talið ástæðu til að höfða mál vegna sölu bankanna.

Ef það tekur nokkrar blaðsíður að útskýra eitthvað, getur það ekki verið byggt á traustum grunni.

Íbúðalánakerfið er nefilega byggt á greiðslumiðlun milli fjárfesta og lántakenda, þar sem ríkisábyrgðin gegnir lykilhlutverki í að tryggja bestu kjör.

Gestur Guðjónsson, 9.12.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hverjir setja lög í þessu landi og ákveða hvað er löglegt og hvað ekki? Ég er ekki að tala um hvað sé löglegt eða ekki. Ég segi og stend við það að spilltir ráðherrar sölsuðu undir sig eignir almennings og ríkis og ég stend við það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband