Við borgum skuldir útrásarliðsins

Það er verið að soga eignir og tekjur af landsmönnum til þess að borga skuldir útrásarliðsins og spilltra sjórnmálamanna. Þetta er gert í gegn um húsnæðislánakerfið, bankakerfið, með skattheimtu og með niðurskurði í ríkisfjármálum. Um þetta er bloggað núna.

Rakel spyr:

Það má svo ekki gleyma því allra, allra yfirgengilegasta sem er það að þessir menn eru líka í aðstöðu til að afskrifa skuldir sínar og við vitum að það hefur verið gert og enn fleiri sækjast eftir að fá þá sömu fyrirgreiðslu. En hvað verður um þessar afskriftir? Í mínum haus þá gengur það ekki upp að þær skuldir sem fjármálagreifarnir fá afskrifaðar séu þar með úr sögunni.

En getur það þá verið þannig að þeir, sem í krafti síns embættis geta haft bein áhrif á efnahagslíf landsins, séu að færa skuldir sínar í bönkunum yfir á lán almennings í landinu í formi vaxta og verðtrygginga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er prívat og persónulega búin að borga um tvær millur með hækkun á lánum, voru þetta um 4 á mann, er ég þá búin að borga helminginn? Ekkert afskrifað hjá Jóni og Gunnu. Spillingarnar eru svo gígantískar og miklu meiri en ég hafði grun um og hvert málið af öðru dúkkar upp. Skítur flýtur eins og einhver sagði á blogginu....

Rut Sumarliðadóttir, 16.12.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég kvíði framhaldinu

Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband