Sukkið heldur áfram

Leiðari DV gerir áframhaldandi sukk í bankageiranum að umfjöllunarefni:

Því miður eru vísbendingar um raunverulega siðbót fáar. Og stundum þvert á móti. Skilanefndir sem settar voru yfir gömlu bankana eru skipaðar einstaklingum sem fyrst og fremst virðast hafa það markmið að græða á ástandinu og ota sínum tota.

Þeir einstaklingar sem valdir voru til að greiða úr flækju bankahrunsins eru á sannkölluðum ofurlaunum. Eins og DV greindi frá í gær eru skilanefndarmenn mað 18 til 25 þúsund krónur á tímann við iðju sína. Einn starfsmaður kostar allt að fimm milljónum króna á mánuði sem er svívirða. Aðrir eru með þrjár milljónir á mánuði. Lægri upphæðin samsvarar góðum árslaunum verkamanns. Furðu sætir að þeir sem skipuðu skilanefndirnar skyldu ekki ráða menn á almennum kjörum.

Fjármálaeftirlitið sá um samninga við lögfræðingana en þess ber að geta að fráfarandi forstjóri þess var með langt á aðra milljón á mánuði í laun. Þessi veruleiki sem birtist í óhófsgreiðslum til skilanefndarmanna er framhald á þeirri óráðsíu sem einkenndi kjör æðstu manna í bönkunum fyrir hrunið. Skilanefndarmenn og starfsmenn þeirra eru hinn nýi íslenski aðall. Þeir ferðast á fyrsta farrými og gista á glæsihótelum. Allt á kostnað fólksins í landinu. Hinum venjulega Íslendingi sem nú glímir við skert kjör er gert að standa undir ofurlaunum lögfræðinganna sem grafa nú eftir gulli í rústum íslensks efnahags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Við hverju bjuggust menn ? margir þessara manna eru gjörsamlega veruleikafirrtir - mundu að þeir sem höndla með peninga eru með allt að 400% hærri laun en þeir sem eru með sambærilega menntun en vinna td við ummönnunarstörf

Jón Snæbjörnsson, 23.2.2009 kl. 13:49

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Er þeim borguð svona há laun til að tryggja að þeir vinni betur eða eru þetta mútur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.2.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála. Út úr kú.

Rut Sumarliðadóttir, 23.2.2009 kl. 14:05

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Eiginlega hvorugt Rakel, þetta heitir bara græðgi.

Arinbjörn Kúld, 23.2.2009 kl. 16:47

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Og við vitum hverju hún skilar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.2.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband