Snýkjudýr á þjóðinni

Auðvaldið þrífst í skjóli valdhafanna sem hafa samið við ASG um að stofnunin megi rústa þessu þjóðfélagi. Bankarnir eru snýkjudýr sem eru að sjúga þróttinn úr almenningi og atvinnulífinu í landinu.

Sífellt stærri hlutur ráðstöfunartekna almennings fer í greiðslur til bankanna. Greiðslur af húsnæðislánum, bílalánum og yfirdráttarlánum á okurvöxtum.

Þegar skatturinn og bankarnir eru búnir að fá sitt er lítið eftir til annarrar neyslu. Þetta þýðir að 070830-121259viðskiptagrundvöllur annarra fyrirtækja en banka fer þverrandi.

Hvern fjandann eru yfirvöld að hugsa?

Ætla þau að reka hér samfélag sem samanstendur af bönkum og hungruðum lýð.

Myndin endurspeglar trú mína á málflutningi hagfræðinganna sem reiða fram upplýsingar í boði ný-frjálshyggjunar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Kjarni málsins.  Gunnar Tómasson  benti á þessa rökvillu peningamanna.  En ég sá að formannefni til VR þekkir ekki muninn á óðaverðbólgu og því ástandi sem nú ríkir.  Ef þetta er valkosturinn þá er Gunnar betri.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2009 kl. 15:33

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Tók eftir þessu líka hjá VR formannsefninu - tek undir með Ómari hér að ofan

þá er Gunnar skárri kostur

Jón Snæbjörnsson, 23.2.2009 kl. 16:04

3 identicon

Athyglisverður punktur!

Vestanhafs var þessi umræða fyrir e-m vikum þ.e. af hverju er verið að dæla peningum í banka sem lúra síðan á þeim eins og ormar á gulli meðan heimili og fyrirtæki riða til falls.

Þetta er ný hugsun og hún er allrar athygli verð.  Af hverju ekki draga úr mikilvægi þessa milliliðar?

TH (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 16:39

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er gott að eiga djúpa vasa og gott að einhverjir græði á tilvist manns því ekki gerir maður það sjálfur

Svo mikið er víst. 

Arinbjörn Kúld, 23.2.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband