Hnignun samfélags

Umræða á Sögu:

Spillt þjóðfélag er í raun andstaða réttarríkisins. Í réttarríkinu fer stjórnsýslan í einu og öllu að lögum sem endurspegla almannahagsmuni á meðan annarleg sjónarmið ráða ferðinni í spilltu þjóðfélagi.

Oft á tíðum er það ugglaust rétt að spilling stafi einfaldlega af óhófsemi og græðgi mannanna. Ýmsir þættir geta þó stuðlað að því að spilling þrífist. Má nefna samþjöppun valds, auðs og áhrifa, ólýðræðislega stjórnarhætti, skrifræði, óhóflega flóknar reglur, einokun, illa skipulagða og illa borgaða opinbera stjórnsýslu og veikt dómskerfi. 

Upplýst þjóðfélag þar sem siðferðisstig er hátt er líklegra til að vera laust við spillingu. Skýrar reglur þurfa að gilda um meðferð opinberra fjármuna og tryggja þarf sem mest  gagnsæi við meðferð þeirra til þess að fyrirbyggja og koma upp um spillingu.”

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baugur og VG eiga ekki samleið ,Baugur gefur og tekkur

leedsari (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband