Skipulagsöngþveiti í boði draumóramanna

Draumórar sjálfstæðismanna og framsóknarmanna urðu til þess að á Íslandi urðu hrikaleg skipulagsslys.

Í dag stýra drengir sem fæddir eru með silfurskeið í munni þessum flokkum sem einatt hafa unnið að því að uppfylla dagdrauma foringja sinna.

Alvarlegustu skipulagsslys á Íslandi eru að tvennum toga.

Settir voru á laggirnar háskólar sem fjöldaframleiddu sérmenntað fólk fyrir Alheims fjármálamiðstöð og skattaparadís draumóramannanna. Nú stendur þetta fólk frammi fyrir því að þurfa að endurmennta sig eða leita starfa út fyrir landssteinanna.

Byggðar voru þúsundir íbúðir á höfuðborgarsvæðinu undir þá sem þjóna áttu Alheims fjármálamiðstöð og skattaparadís draumóramannanna. Nú standa þessar íbúðir auðar sem minnisvarði um draumóra valdhafanna.

Eitt af meginverkefnum framtíðarinnar er að leiðrétta skipulagsklúður draumóraflokkana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Skipulagskúðrið er af svo margþættum toga að tími minn hér við tölvuna nægir ekki til að telja upp brotabrot af því sem betur hefði mátt fara.

Tökum til dæmis skólanna, háskólanna.  Hvaða vit er í því að háskólar séu til í nær hverjum landsfjórðungi í fámennu landi eins og Íslandi?  Ég er ekki að ráðast gegn neinum og síst af öllu gæðum menntunar. En bara til að prófskírteini skólanna verði tekin alvarlega erlendis, verða skólarnir að hafa stærð og getu á borð við aðra skóla. Hafa akademiskt samstarf, leggja til þekkingu í þekkingarbanka veraldar, bjóða upp á prófessora, dósenta, lektora og aðjúnkta sem sýna þekkingarbreidd erlendra háskóla og svo bjóða upp á allt það akademíska umhverfi með nútímakröfum sem háskólar erlendis geta boðið.  Að hafa háskóla undir hverjum skurðsbarmi er ekki heillavænlegt. Þetta er sömuleiðis fjarska dýrt.

Skipulag borga og bæja á Íslandi er dæmi um enn eina þrönghugsun landans.  Að Reykjavik sé búin að þenja sig út yfir landsvæði sem um milljón manns gæti búið á er náttúrulega stórundravert. Ég er gáttaður hvert einasta skipti sem ég kem til Íslands. Ný hverfi skjóta upp kollinum eins og gorkúlur og ekkert lát virðist á, fyrr en nú.  Nú standa þessi tómu hverfi eins og krummalaupar og bjóða heim vindinum að leika við múrinn og frosti og regni að brjóta niður ...  Þetta eru minnisvarðar klikkunar sem þjóðin leið. Þetta eru afleiðingar stjórnleysis, fullkomins stjórnleysis í fjármálum.  Þökk sé ríkisstjórnum síðustu minnst 18 ára.

Baldur Gautur Baldursson, 2.4.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband