Ekki að furða þótt landinu hafi verið stjórnað eins og fyrirtæki en ekki samfélagi

Helmingur þingmanna skráður sem stjórnarformaður, prókúruhafi, framkvæmdastjórni endurskoðandi, meðstjórnandi eða varamaður í fasteignaviðskiptum og fjármálaþjónustu annarri en vátryggingastarfssemi.

Enginn slíkur í framboði í efstu sætin fyrir Frjálslynda flokkinn í Reykjavík suður. Venjulegt fólk í framboði sem hefur reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu og hefur þurft að hafa fyrir hlutunum.

Skilningur á kjörum almennings ætti að vera mottóið þegar fólk kýs sér fulltrúa á þing.


mbl.is Þingmenn tengdir 55 fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér.  Það er auðvitað grundvallaratriði að þingmenn deili kjörum og reynslu af hinu daglega lífi, til að skilja almenning í landinu.  Það er örugglega skortur á því sem hefur leitt okkur í ógöngurnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Offari

Þá get ég ekki boðið mig fram hjá Frjálslyndum því ég er prókúrihafi hjá Útgerðarfélaginu sjó. Þetta er vissulega vandamál sem erfitt er að leysa ég vill ekki banna mönnum sem hafa eignast eitthvað um ævina að gerast þingmenn. Ég vil ekki banna afkomendum auðmanna eða glæpamanna að gerast þingmenn.

Ég tel að allir eigi rétt á því að bjóða fram starskraft sinn svo framarlega sem að hann vilji vinna í þágu þjóðarinar og geti skilið fortíðina eftir þar sem hún á að vera. Vandamálið er hinsvegar sá kostnaður sem fylgir því að öðlast þingsæti er það mikill að ekki nægir hugsjónin ein til að komast á þing.

Offari, 14.4.2009 kl. 10:21

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Jep, sammála, gapið má ekki verða það stórt að þingmenn missi sjónar af venjulegu fólki og deili þeirra kjörum. Og svona hagsmunaárekstrar sem hljóta að verða, eiga auðvitað ekki að eiga sér stað, þingmenn eiga ekki að vera með puttana í fyrirtækjarekstri.Það á að vera skilyrði fyrir þingsetu.

Og svo að aflétta verðbótum og afnema kvótakerfið annað hvort núna eða strax. Er það ekki enn á stefnuskránni hjá FF?

Rut Sumarliðadóttir, 14.4.2009 kl. 12:24

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir innlitið

Offari það er engin að segja að fólk í sem hefur ítök í fjármálafyrirtækjum megi ekki vera á þingi en það er kannski óþarfi að það leggi undir sig hálft þingið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.4.2009 kl. 14:42

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þér er því alveg óhætt að koma í framboð enda er þetta sjávarútvegsfyrirtæki en ekki fjármála eða fasteignabransinn sem þú ert í.

Ég vil heldur ekki banna afkomendum auðmanna og glæpamanna að gerast þingmenn. En það á að ver á valdi kjósenda á ákveða það. Þeir eiga þvi ekki að vera að leyna uppruna sínum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.4.2009 kl. 14:50

6 Smámynd: Offari

Útgerðarfélagið Sjór er reyndar fasteignafyrirtæki með engar tekjur svo varla ætti það að spilla fyrir. En því miður hefur framboð kostað frambjóðendur það mikið að þeir geta ekki boðið sig fram nema með styrk frá auðvaldinu.

Þessa þróun þarf að stoppa því varla fara menn að styrkja þá sem ekki vinna samkvæmt reglum auðvaldsins.

Offari, 14.4.2009 kl. 15:02

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.4.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband