Hvers vegna þarf að uppfylla Maastricht skilyrðin?

Hvar er ákveðið hvort að íslendingar gangi í ESB?

Er samfylkingin þegar ´búin að ráða sérfræðinga til starfa til þess að hanna hræðsluáróður til þess að hræða þjóðina inn í ESB?


mbl.is Atvinnuleysi verði undir 8% fyrir lok árs 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mátt ekki sjá ESB-samsæriskenningar í öllum hornum, hvaða hvaða...!

Það eru einfaldlega allir sammála um að hin svokölluðu Maastricht-skilyrði eru markmið sem við eigum að stefna að, burtséð frá því hvort við göngum í Evrópusambandið eða ekki. Þetta eru markmið um efnahagslegan stöðugleika, sem allir geta verið sammála um að eru ákjósanleg - lág verðbólga, lágir vextir, hagvöxtur, osfrv.

Sú var tíðin að við vorum ein þeirra Evrópuþjóða sem stóð hvað best á þessum sviðum. Þá sögðu menn að við stæðum svo vel, að við þyrftum ekki að ESB að halda. Nú stöndum við hinsvegar svo illa, að sömu menn segja að við megum ekki sækja um ESB-aðild þegar við stöndum svona veik. Sem sagt, það er aldrei rétti tíminn, eða þannig... Með öðrum orðum: umræðan á sér aldrei stað og málinu er alltaf ýtt af borðinu. Sér-íslenskt fyrirbrigði og landlægur fjandi.

Hvað um það, það er bara hið besta mál að stefna að því að uppfylla Maastricht-skilyrðin, þó við séum mjög langt frá því núna. Á því græða allir, hvort sem við göngum í ESB  eða ekki.

Evreka (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 22:34

2 identicon

Ef Ísland gengur ekki í ESB "þarf" ekkert að uppfylla Maastricht skilyrðin.

Það þýðir samt ekki að við eigum ekki að stefna að þeim stöðugleika sem felst í Maastricht.

Við eigum kannski ekki að stefna að lágri verðbólgu, hagvexti og minni halla ríkissjóðs því að það er ekki búið að kjósa um ESB aðild?

Karma (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 22:40

3 Smámynd: Jón Lárusson

Auðvitað á að stefna að lítilli verðbólgu, stöðugum gjaldmiðli og lágum vöxtum. En þetta getum við gert án þess að uppfylla skilyrði aðildarsáttmála ESB. Maastricht sáttmálinn er nefnilega miklu meira en einhver stöðuleika pappír. Það er aðeins ein ástæða fyrir því afhverju þjóð ætti að leitast við að uppfylla öll skilyrði sáttmálans, en það vegna þess að það stendur til að ganga inn í ESB. Þetta er ekkert flóknara en það. Ef núverandi ríkistjórn er búin að ákveða að ganga inn í ESB, þá á hún bara að koma hreint fram með það, í stað þess að pakka þessu inn í einhvern jólapappír.

Jón Lárusson, 5.5.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband