Er ekki nokkur maður með viti í stjórnsýslunni?

Frétt á Eyjunni:

Útiræktun á umdeildu erfðabreyttu byggi á vegum líftæknifyrirtækisins ORF-Líftækni hefst að líkindum í landi Landgræðslu ríkisins á Rangárvöllum í sumar.

Til hvers....jú, ræktunar mannaprótíns!

Erfðabreyttur gróður hefur valdið miklum vandamálum víða um heim. Þau halda sig ekki á tilteknum afmörkuðum svæðum heldur fjúka fræin og menga náttúrulegan gróður. Menn hafa áhyggjur af langtímaáhrifum erfðabreyttra matvæla fyrir manninn.

Er Ísland að verða ruslakista fyrir starfsemi sem þykir víða óæskileg?

Og svo telja sjálfstæðismenn í Kópavogi ekkert athugavert við framferði Gunnars Birgissonar.

Og svo ætlar borgin að fjármagna draumóra Björgólfs með lífeyrissjóðum okkar

Fyrir hvern vinnur þetta fólk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott er að vita til þess að Jakobína Ingunn Ólafsdóttir sé með fullu viti, ein af fáum.

Sverrir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 04:49

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég gefst upp. Það er sami rassinn undir hverjum manni sem kemst til einhverskonar valda. Þráinn heldur tvöföldum launum um leið og hann kemst á þing, það var ekki innifalið í mínum mótmælum í byltingunni. Held að fólki sé úthlutað svona vitleysingapillum eða eitthvað. Nú þurfum við vitleysingaflenslu til að hreins til! Nei, segi nú svona. Held að þetta hafi verið  í síðasta skipti sem ég set x á kosningaseðilinn minn. Það skiptir engu máli hver er við stjórn, við almenningur sitjum alltaf eftir með sárt ennið. Við erum ekki komin lengra en það.

Rut Sumarliðadóttir, 22.5.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband