Kartöflur og sólskyn

Er hægt að gera eitthvað betra á sólbjörtum degi en að setja niður kartöflur. Fór austur með fjölskylduna og labrador hundinn og setti niður kartöflur. Hundurinn sem er alræmdur sokkaþjófur varð frá sér af gleði yfir að komast í frelsið í sveitinni og hljóp um þangað til hann froðufelldi.

Það gengur ekki nema hæfilega vel að ala hundinn upp en hann er bæði þjófóttur og undirförull. Auðvitað stal hundurinn vettlingunum mínum og var ekki til í að skila þeim þótt ég byði honum harðfisk í skipti. Það endaði með því að ég hljóp eftir honum þangað til ég var farin að froðufella. Náði þó á endanum að plata hann með því að bjóða honum skítuga tusku.

En kartöflurnar komust niður og nú er að sjá hvort að uppskeran skili sér í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband