Siðrof og siðblinda

Þær skuldbindingar og niðurskurður á velferðarkerfinu sem íslenska ríkið er að ráðast í munu kosta mannslíf, heilsu fólks og hnignun íslenskrar menningar.

Það ber vott um siðrof og siðblindu að beigja sig undir kröfu erlendra aðila um þessar fórnir til þess að bjarga fjármálakerfum.

Það er fámennur hópur en hann fer mikinn sem styður Icesave samninginn. Sjá hér og hér og hér og hér

Þegar bankarnir hrundu í haust voru innistæður almenning tryggðar upp að 3.000.000 en ríkisstjórnin ákvað hins vegar að redda þeim sem áttu tugi og jafnvel hundruði milljóna inni á innlánsreikningum.

Hafði ríkisstjórnin lagaheimildir til þess að gera þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það, er hægt að lýsa yfir greiðsluþroti, eða "default" - gagnvart erlendum skuldbindingum. Áhættan, af því er alls ekki '0', en það má vera að af tvennu íllu, eins og nú er komið, sé skárra að fara þá leið.

Gagnið af því, væri að þá væri mun meira eftir, til að standa undir innlendri þjónustu,,,eins og þeirri, sem þú nefnir.

Klárlega,,,ef áfram verður fylgt þeirri stefnu, að skera niður meira en 100 milljarða, á 2. árum - þá er fullkomlega ljóst, að núverandi niðurskurðartillögur, eru einungis forsmekkurinn af því sem koma skal.

AÐ sjálfsögðu, mun þessi svakalegi niðurskurður, stórlega auka atvinnuleysi og einnig, efnahagslegan samdrátt. Skattahækkunin, mun orsaka það sama. 

Svo, ef til vill er greiðsluþrot, "default" - ekki svo slæm leið, eftir allt saman. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.6.2009 kl. 19:27

2 identicon

Stjórnarskrá Íslands  21. gr. ,,Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.''

Hvað þýðir þessi grein?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 19:35

3 Smámynd: Offari

Þeð er allveg sama hvar þú kafar allstaðar finnur þú bara skít.  Ég er farin að efast um að fjársjóðleit borgi sig í dag.

Offari, 24.6.2009 kl. 20:12

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já skíturinn er víða

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.6.2009 kl. 21:31

5 identicon

Stjórnarskrá Íslands 16. grein

,,Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.

Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.''

Er búið að halda ríkisráðsfund á Bessastöðum samkvæmt þessari grein vegna undirskriftar samningarnefndar ríkisstjórnarinar við stjórnvöld í Englandi og Hollandi?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 21:40

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það má finna það á heimsíðu Fræðinganna IMF, að endurreisn eignarhaldsfélaga, verðbréfabrask, kauphallar eða uppvakningu vaxtaskattanna kostar Ríkistjórnir Íslands sitt. Væntanlega merkir almenn tekjuskerðing  um aldurævi þörf fyrir aukið velferðakerfi?

 Hvað skilyrði þarf að fjármálstofnum að uppfylla til að fá starfsleyfi í Bretalandi?

Þar fari fyrir einstaklingar fullir ágirndar, með tilsvarandi óreiðu og glannaskap?

Seðlabankakerfi Evrópu getur sjálfum sér um kennt.

Er ekki hægt að byggja hér samfélag sem byggir á hátekjuframleiðslu greinum.

Einfaldri banka og sjóða starfsemi.

Er ekki betra að vinna létta líkamlega vinnu en að vera meðalgreind, lálauna afæta í framtíðinni. Búlgaría uppfyllir hún lágmarks lífskjör í ES?

Fyrirtæki sem skuldar 5 ársveltur er sett á hausinn. Þrotabúið fer á slikk og nýr rekstraraðli skuldar kannski eina árssveltu.    

Það hefðu verið þjóðþrif að fara strax í þetta samfara endurskipulagningu [niðurskurðar] gamla fjármálakerfisins.

Júlíus Björnsson, 25.6.2009 kl. 05:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband