Timburmenn ríkisstjórnarinnar

Ráðherrar ríkisstjórnar samfylkingar og sjálfstæðisflokks urðu ógeðslega glaðir þegar að mikið fór að safnast í ríkiskassann á árunum 2004 til 2008 vegna útrásarinnar. Ekki var peningunum eytt í að bæta velferðarkerfið heldur hækkuðu þjónustugjöld jafnt og þétt. Þ.e.a.s. skattgreiðendur fóru í æ ríkara mæli að greiða sjálfir fyrir heilbrigðisþjónustu, menntun og fleira.

Ekki verður séð að aldraðir og öryrkjar hafi borið mikið úr bítum.

Æ fleiri af vinum ríkisstjórnarinnar og bæjarstjórnar fóru hinsvegar á spena hjá ríki og bæjum. Í þessum hóp eru ýmis verktakafyrirtæki í eigu stjórnmálamanna eða ættingja þeirra.

Hvers vegna þarf ríkissjóður sem var skuldlaus á þessum tíma í fyrra að taka lán upp á nærri þúsund milljarða núna?

Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera við 1000 milljarða? Ekki ætlar hún að bæta velferðarkerfið svo mikið er víst.

Það er eitthvað í þessari jöfnu sem ég skil ekki. Ég legg til að sett verði ný neyðarlög og bitlingar í formi eftirlauna og æviráðninga teknir af mönnum.

Það voru ekki fordæmi fyrir því að ríkið tæki yfir gjaldþrota einkabanka og það er hægt að gera fleira sem ekki eru fordæmi fyrir.


mbl.is 950 milljarðar að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ertu virkilega að reyna að halda því fram að Samfylkingin hafi verið í ríkisstjórn 2004-2008? og að á hennar vakt á þessu tímabili hafi velferðarkerfið verið rýrt?

Sannleikurinn er sá að þegar Samfylkingin komst í fyrsta skipti í ríkisstjórn árið 2007 þá var sá flokkur einmitt  gagnrýndur af stjórnarandstæðingum þess tíma (einkum framsóknarflokki) fyrir kröfur sínar um breyttar áherslur í ríkisfjármálum - til bóta fyrir velferðarkerfið og þá sérstaklega öryrkja og ellilífeyrisþega.

Elfur Logadóttir, 27.6.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband