Tilgangur blekkinganna

Ég sendi þingmönnum eftirfarandi bréf og vona að því verði vel tekið:

Ég er farin að velta því fyrir mér í fullri alvöru hvort

"valdhafar"

njóti aðstoðar sérfræðinga við að slæva dómgreind þingmanna og almennings.

Ég kem ekki alveg að tómum kofanum í þessum vangaveltum þar sem ég byggi doktorsverkefni mitt að hluta á kenningum um hvernig skilningur þróast sem félagslegt fyrirbæri.

Ég var að horfa á myndbönd með gömlum fréttum. Steingrímur talar um að Icesave muni kosta Íslendinga nokkra milljarða.  Ein úrklippan sýnir Jóhönnu þar sem hún fullyrðir að eignasafn Landsbankans standi undir 95% skuldbindinga. Hún minnist ekki á að Bretar og Hollendingar hafi fengið forræði yfir helmingi eignasafns. Síðan er gömul frétt á stöð 2 sem segir að Icesave samningurinn muni kosta Íslendinga 30 til 180 milljarða.

Ein úrklippa með Steingrími þar sem hann fullyrðir að hann treysti Svavari Gestssyni. (Steingrímur talar um glæsilegar samningsniðurstöður!)

 

Þannig gengur þetta koll af kolli. Smáskammtar hér og þar og myndin verður smám saman skýrari. Ég hef orðið mjög ríka trú að því að þetta sé skipulagður blekkingarleikur hannaður af sérfræðingum.

Mannshugurinn hefur takmarkaða getu til þess að taka inn nýjar upplýsingar. Eftir því sem upplýsingarnar eru fjær þeim veruleika sem er þekktur í viðkomandi reynsluheimi því lengur tekur að vinna úr þeim, máta við gildi og gefa þeim merkingu.

Blekkingarleikurinn er hannaður til þess að slæva dómgreind þingmanna. Upphaflega var markmiðið að leyna þingmenn innihaldi Icesave en þegar það brást hófst ferli sem miðaði að því að fá þingmenn til þess að breyta gegn hagsmunum þjóðarinnar (þetta er mín ágiskun)

Það er ekkert undarlegt við það þótt ég reyni að koma þessari atburðarrás í eitthvert það form sem ég tel mig skilja því umræðan undanfarna mánuði hefur verið absúrd.

Þingmenn eru búnir að láta telja sér trú um að það geti verið til verri sviðsmynd en sú sem kemur til með að mæta uppvaxandi kynslóð ef ríkisábyrgð á þessum samningi verður samþykkt. 

Það er búið að draga athygli þingmanna frá óréttmæti þessa samnings, óheyrilegu ofmati á skaða Breta og Hollendinga og hrikalegum skilyrðum í samningnum. Athygli þingmanna hefur verið beint að því hvort fyrirvarar haldi.

Auðvitað halda fyrirvararnir ekki. Ekki vegna þess að það sé ekki hægt að færa rök fyrir því að þeim verði ekki hnekkt heldur vegna þess að í þessu máli hefur röklegt samhengi verið hunsað frá upphafi og svo verður áfram.

Rökleysan verður áfram skömmtuð ofan í fólk þangað til það fer að líta á hana sem eðlilega og fer svo bara að hugsa um eitthvað annað.

En Ísland verður aldrei samt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Alveg hreint frábær grein Jakobína.

Margrét Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 06:42

2 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Mjög merkileg grein Jakobína Ingunn.

Það sannast enn aftur að pólitíkusar stjórna fólki með lyginni,

sem margir segja, að sé eina leiðin fyrir þessa pólitísku drullusokka til að halda sínum völdum og véla eins og þeim þóknast, sér til hagsbóta.

Það er og verður rétt, Ísland verður aldrei samt aftur, hér hefur orðið "break down" siðferðislegt, félagslegt, lög og reglur, við erum ekki lengur þjóð, því er miður.

Ísland er glæpanýlenda í dag.  Enginn ber ábyrgð, sem er aðaleinkenni geðveiks manns eða samfélags.

Hér mun ekkert breytast fyrr en, búið er að járna glæpamennina og láta þá sæta réttmætri ábyrgð verka sinna, af dómstólum.

Birgir Rúnar Sæmundsson, 25.8.2009 kl. 06:47

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jakobína:

Frábær grein og eitthvað sem mig hefur grunað í allan vetur og skrifað um nokkrum sinnum.

Reyndar er ég þeirrar skoðunar að "plottið" sé miklu, miklu stærra. Búið sé að semja um ESB aðild í grófum dráttum og að aðildin sem slík sé hluti stærri lausnar, þar sem stærstu lánadrottnar Íslands, Bretar, Hollendingar, Þjóðverjar, AGS, Rússar og jafnvel okkar gömlu bandamenn Bandaríkjamenn séu innviklaðir.

Mín trú er að útbúin hafi verið áætlun til björgunar íslensku efnahagslífi og að lokaniðurstaðan sé einhverskonar niðurfelling á hluta skuldanna og lenging í lánunum auk lækkunar á vöxtum ef við göngum alla leið, þ.e.a.s. inn í ESB, skilum ríkisrekstrinum hallalausum og ef uppbyggingin gengur að vonum, m.ö.o. það verður komið á móts við okkur ef við "högum okkur vel".

Þetta er eina rökrétta skýringin á viðsnúningi Steingríms og eina ástæða fyrir því að Samfylkingin er svona róleg út af Icesave. Það eru samningar á bak við þessa samninga og aðkoma ESB er meiri en hún lítur út fyrir að vera. Af þessum samningum vita aðeins mjög fáir, líkt og aðeins mjög fáir vita hvernig "raunverulegur" samningur okkar við AGS lítur út og hvað smáa letrið er við Icesave samninginn.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.8.2009 kl. 07:37

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert að brillera þessa dagana kona! Frábært

Heiða B. Heiðars, 25.8.2009 kl. 08:33

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jakobína.

Enn og aftur kjarni málsins.

Skipulögðum blekkingum hefur verið beitt með stuðningi fjölmiðla.  Þar hefur grunnreglan alltaf verið sú að betur að hafa það sem rangt er ef það styður stefnu stjórnvalda.

Aumingjaskapur fjölmiðlafólks mun verða því til ævarandi skammar.  Undanskil nokkra góða blaðamenn á Morgunblaðinu en þeir mega sín lítils gegn hlutdrægum ritstjóra.

En annars þetta með kenningu Guðbjörns.  Lúmsk og skemmtileg tilraun til að fá þjóðina til að samþykkja ESB aðild.  Ég vona það hans vegna að hann sjái fáráð sinnar kenningar og telji eitthvað annað eigi að réttlæta ESB aðild.

En ef hún er rétt þá er ekki lengur verið að tala um fullveldi þjóðarinnar.  Þetta er innlimun líkt og átti sér stað með Nýfundnaland á sínum tíma.

Jafnvel ég í mínum mesta ham, hef ekki borið þvílík ósköp upp á Samfylkinguna.  Þó hafa skammirnar yfirleitt aðeins takmarkast við skort á nýjum leiðum til að útfæra þær.

En ekki þessi svikamylla.  Sumt er of slæmt til að hægt sé að bera slíkt upp á samlanda sína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.8.2009 kl. 09:12

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég er farinn að hallast að einhverju svona eins og Guðbjörn skrifar. Það var líka mjög einkennilegur þessi viðsnúningur þingmanna sem voru í mikilli andstöðu við Icesave.

Og innlimun er það. Ekkert annað. Hvernig væri þá komið fyrir sjálfstæði okkar þjóðar? 

Hinsvegar að ef þetta er raunin þá verðum við íbúar þessa lands að rísa upp og standa ákveðið gegn þessum aðgerðum! Og verja Ísland gegn þeim svikum!

Guðni Karl Harðarson, 25.8.2009 kl. 09:52

7 identicon

 

Fín grein hjá þér Jakobína. Úr því þú komst skemmtilega inn á félagslegan skilning í þessu samhengi þá má geta þess að skv. "póst-módern" hugmyndum (sem þú hefur vafalaust haft í huga) er það vissulega svo að skilningur mótast sem félagslegt fyrirbæri. Hins vegar skv. sömu hugmyndum er vafasamt að tala um að einhverskonar "grandplan" blekkinga stýri atburðarrásum (til þess eru breyturnar iðulega of margar).

 

Það er lítið nýtt í því að pólitíkusar eins og Steingrímur og Jóhanna tali út frá eigin hagsmunum og setji málin þannig fram þannig að það þjóni sem best þeirra markmiðu. Það getur vissulega orðið svo gróft að það verði blekking. Hins vegar það sem af þessu máli má læra er mikilvægi ANDSTÖÐU. Ég held að Icesave umræðan sé ágætt dæmi um mikilvægi og mátt andstöðunnar. Hefðu ekki komið til andstæðir kraftar við viðhorf Steingríms og Jóhönnu virðist á þessum tímapunkti útlit fyrir að niðurstaðan hefði orðið önnur og verri.  

Hallur Þór (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 09:59

8 identicon

http://video.google.com/videoplay?docid=2798679275960015727

Sigurlaug (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 10:34

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er svona, það er bara þannig.

Ég hef ekkert vit á þessu þanneiginlega séð en hef haldið því lengi Fram að þetta sé málið, þvílíkt vinnuálag.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.8.2009 kl. 10:37

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

"grandplan" blekkinga er einmitt orðið svo líklegt einmitt vegna atburðarásar síðustu mánaða.

Líka vegna þess að það er svo risa stórt spurningamerki hægt að setja við afstöðu Steingríms á Icesave. 

Það er stórhættulegt ef í gangi eru björgunaraðgerðir og í burðarliðnum sé þegar samningur inn í ESB. 

Þá vakna líka upp spurningar eins og þessi: Steingrímur sem hefur verið gegn ESB, mun hann koma í framtíðinni með nýja afstöðu og segja að hann vilji ganga inn vegna að við höfum fengið svo góða samninga? Þá væri hægt að sjá að afstaða hans í Icesave er í raun sú sama og leynd afstaða hans um ESB? Hvenær afstaða hans gagnvart inngöngu í ESB hafi breyst?

Ég er að setja þetta svona fram vegna þess að maður getur allt eins átt von að Steingrímur breyti afstöðu sinni til ESB (eða sé búinn að því).

Maður spyr sig óneitanlega hvað er í gangi ef eitthvað svona gerist.

Guðni Karl Harðarson, 25.8.2009 kl. 10:56

11 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Frábær grein. Tek undir hvert orð!

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 25.8.2009 kl. 11:05

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég velti því stundum fyrir mér hvort þetta plan B sé til staðar Guðbjartur þótt Jóhanna þræti fyrir það.

Ég held þó að plan B sé ekki til staðar nem í trú sumra stjórnmálamanna.

Ég held að ekkert verði gefið eftir og að slíkt sé eingöngu óskhyggja.

Hallur Þór það er hægt að þoka skilningi manna í tiltekna átt ef það er gert kunnáttusamlega að mínu mati.

Ég myndi nú ekki tala um arkitektúr en þær eru athyglisverðar bomburnar sem Jóhanna og Steingrímur hafa kastað ef þær eru skoðaðar í tímaröð.

Það er með ólíkindum hvernig fólk sem ætla mætti að væri gætt sæmilegri skynsemi fer prédika þvælu eins og að almenningur beri ábyrgð á Icesave.

Nýjast heimskuhugmyndin er hugmynd Steingríms um eignatilfærslur innanlands (að sækja mál gegn innlendum aðilum en Björgólfi Thor sleppt í þeirri upptalningu) sem einhverskonar lausn á Icesave en Icesave felur í sér að fjármunir eru teknir út úr hagkerfinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.8.2009 kl. 15:28

13 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Nýjast heimskuhugmyndin er hugmynd Steingríms um eignatilfærslur innanlands (að sækja mál gegn innlendum aðilum en Björgólfi Thor sleppt í þeirri upptalningu) sem einhverskonar lausn á Icesave en Icesave felur í sér að fjármunir eru teknir út úr hagkerfinu.

Auðvitað væri slíkt engin lausn. En hinsvegar mætti finna leið til að leggja fjármuni frá þessum svokölluðum aðilum (með Björgólfi) til baka beint inn í hagkerfið með því að nota sjóð til þess. Það hinsvegar breytir ekki þeirri staðreind að (svona) þetta er mál sem þeir ætla sér að leggja á almenning og því gerir hagkerfinu erfiðara og lengri tíma til að rétta sig af á einhvern hátt. Sem við vitum og þurfum ekki að fara nákvæmt í hér.

Svo ætti auðvitað að sækja þessa peninga (hvort sem þarf með máli eða ekki) þó ekkert væri Icesave.

Guðni Karl Harðarson, 25.8.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband