Sekt mín

Ég fæ þau skilaboð nánast á hverjum degi að ég hafi framið glæp. Börnin mín fá líka skilaboð um sína ábyrgð á hruni bankanna.

Mér er tjáð að með meðferð atkvæði míns og sofandaháttar í aðdraganda bankahrunsins hafi ég gerst meðsek í glæpnum. Mér er tjáð að ég hafi gefið yfirvöldum umboð til þess að samtvinnast glæpamafíunni með atkvæði mínu og sofandahætti.

Ég hef auðvitað lært á mistökum mínum og ákveðið að fremja ekki fleiri glæpi. Í síðustu kosningum kaus ég sjálfa mig í þeirri vissu að ég hef aldrei blandað geði við útrásarvíkinga og þegið af þeim mútur.

Ég hef líka hrist af mér slenið og skipt mér af því sem stjórnmálamenn eru að gera til þess að firra mig meðsekt í glæp þeirra. Viðbrögð þeirra eru misjöfn. thumbs__MG_2740

Sumir stjórnmálamenn vilja alls ekki að ég sé að skipta mér af störfum þeirra heldu eingöngu að ég borgi launin þeirra.

En svörin sem ég hef fengi frá þingmönnum eru misjöfn:

...Jakobína viltu vera svo væn að taka mig af þessum póstlista

...Ég bið þig bara um að hlífa mér við skriflegar hugrenningar

...Gott að fá þetta meitlað svona í stein

og svo...

Það er rétt sem þú segir eitt stærsta spin Íslandssögunnar var sett í gang vegna Icesave .....

 

stjornlandsbanka2007

 


mbl.is Höfða einkamál gegn hrunfólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

Ert þú ekki bara ein af okkur, þessum hversdagslegu íslenskum kjósendum? Þú hefur væntanlega kosið samkvæmt þinni sannfæringu eins og við hin og átt kannski fulltrúa á Alþingi sem þú getur hvatt til dáða.

Í þínum sporum myndi ég ekki taka mark á öllu sem þér er "tjáð" og ég vona að þú geri góðlátlegt grín með börnum þínum að skilaboðunum sem þú segir þau fá um ábyrgð þeirra á hruni bankanna. 

Agla, 25.8.2009 kl. 20:45

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nei Agla ég geri ekki góðlátlegt grín af því þegar þjóðin er þjófkennd.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.8.2009 kl. 20:50

3 Smámynd: Agla

Sæl aftur Jakobína Ingunn,

Ég hef greinilega ekki verið nógu skírorð því þú hefur, að því er virðist, ekki skilið mig.

Þú nefndir í færslunni að börnin þín fengu "skilaboð um sína ábyrgð á hruni bankanna." Ef börn þín verða fyrir aðkasti vegna  íslenska bankahrunsins finnst mér að "góðlátlegt grín" gæti verið ein af aðferðunum sem þú, sem móðir, gætir notað til að hjálpa þeim  til að skilja hvað  það er fáránlegt að ásaka þau í því sambandi. Sjálf marsera ég ekki alltaf í takt við umhverfið og það hefur reynst mér vel að gera góðlátlegt grín að "taktleysi" mínu bæði innan fjölskyldunnar og í kunningjahópnum.

Það var akkúrat ekkert í færslunni þinni um að íslenska þjóðin  væri  (hefði verið) þjófkennd ,svo það hefði ekki hvarflað að mér að mæla með "góðlátlegu gríni" sem viðbrögðum við þeirri ásökun. 

Satt að segja fannst mér færslan hroðvirknislega unnin og eina ástæðan til að ég gerði "athugasemd" við hana var að þú nefndir að börnin þín fengju skilaboð um "sína ábyrgð á hruni bankanna".

Agla, 25.8.2009 kl. 22:29

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eina aðkastið sem börnin mín hafa orðið fyrir er aðkast frá stjórnvöldum og fræðimönnum sem hamra á því við þjóðina að hún sé sek um bankahrunið.

Lágkúrulegar aðfarir stjórnmála- og fræðimanna eira engu í umræðunni.

Þeir sem eru gerðir ábyrgir fyrir hruni bankanna eru þjófkenndir því bankarnir hrundu vegna þess að þeir voru rændir.

Þeir sem eru rukkaðir um reikninginn vegna hruns bankanna eru látnir tak út refsinguna fyrir þjófnaðinn.

Þakka þér annars fyrir þolinmæðina við að lesa þetta hroðvirka blogg

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.8.2009 kl. 22:40

5 Smámynd: Agla

Hæ aftur,

Gott að heyra að krakkarnir þínir þurfa ekki að takast á við óréttmætar ásakanir jafningja um ábyrgð þeirra á bankahruninu.

Synir mínir eru í erfiðari stöðu því þeir hafa þurft að reyna að útskýra Icesave málið fyrir breskum og hollenskum vinum sem hafa fylgst með fréttum af og í nokkrum tilfellum átt viðskipti við Icesave útibúin.

Mér fannst þessi færsla ekki "hroðvirk". Mér fannst hún hroðvirkningslega unnin (?) Þú kemur samt alltaf með eitthvað athyglisvert.Kv.

Agla, 25.8.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband