Starfsmenn moggans komnir á róandi...

Er mjög brugðið vegna þessara tíðinda

Dæmi eru um að menn liggi á bæn og vonist eftir að verða reknir

Blaðamaðurinn, sem ekki þorir að láta nafns síns getið

mikill kvíði og óróleiki 

herða á pólitísk tök á blaðinu.

Reiknað er með fjöldauppsögnum í hagræðingarskyni

Viðbrögð við fréttum um að Davíð Oddsson verði ráðinn ritstjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er til marks um mikla siðblindu hjá eigendum Morgunblaðsins ef þeir ætla að ráða þennan mann sem ritstjóra. Jafnframt merki um heimsku ef nokkur maður kaupir þá blaðið. Spurning það sé þá ekki merki um heimsku okkar að blogga hérna.

Davíð Oddsson ætti núna að vera í yfirheyrslum hjá sakamálayfirvöldum. Þó það væri ekki fyrir neitt annað en flotgengisstefnuna með himinháa stýrivexti sem aðferð til að stýra genginu.

Theódór Norðkvist, 22.9.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hverskonar EMDEMIS RUGL er þetta Jakobína. Erum við á sitthvorum Pólnum?
Vísa til bloggs míns um sama mál. Ertu  andþjóðlegur vinstrisinni?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 01:03

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Finnur Ingólfsson og núverandi seðlabankastjóri hönnuðu flotgengisstefnuna.

Davíð Oddson ætti að skammast sín og vera í felum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.9.2009 kl. 01:04

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvað er andþjóðlegur vinstrisinni....er það andstæða við ruplandi frjálshyggjusinna...

Guðmundur ég er ekki hrifin af stefnu núverandi yfirvalda en þau komast þó ekki með tærnar þar sem ríkisstjórn Davíðs Oddsonar var en hann lagði grunninn að hruninu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.9.2009 kl. 01:06

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

En hvað með alllt vinstrapakkið sem hannaði REGLUVERKIÐ A-Ö eins og
sósíaldemókratanir? Davið áttaði sig þó á því og varaði við! Flotgengisstefnan
var í UPPHAFI HÖNNUÐ af NÚVERANDI SEÐLABANKASTJÓRA sem hin AND-ÞJÓÐLEGI
KRATI Jóhanna Sigurðardóttir réði fyrir skömmu! HÚN OG HENNAR  AND-ÞJÓÐLEGA HÝSKI ÆTTI AÐ SEGJA AF SÉR TAFARLAUST!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 01:13

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þessi andskotans vinstristjórn með ICESAVE og ESB-UMSÓKN kemst ekki við
tærnar þjóðsvika sinna, sem ríkisstjórn Davíðs Odssonar framkvæmdi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 01:19

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég sé að þú ert reiður en það breytir því ekki að Davíð Oddson ber mesta ábyrgð á bankahruninu..Kvótabraskið....einkavæðing bankanna...leynimakkið í kringum stóriðjuna...allt á hans vakt.

Hann er upphafsmaður að öllu því sem leiddi til hrunsins. Jóhanna og hennar ríkisstjórn er lítið skárri því þau eru í sama farinu. Keyra áfram þann veg sem Davíð hannaði.

Ef þú heldur að það stjórnarfar sem ríkir nú eigi eitthvað skylt við vinstri stefnu þá skjátlast þér.

Núverandi ríkisstjórn keyrir áfram últra kapítalisma.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.9.2009 kl. 01:26

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jakobína.

Ert þú sem sagt í þeim hópi öfga vinstrimanna sem röfla um Davíð sem upphaf og endi alls, sé ekki betur ?

Það heitir ekki að ná því að skilja hismið frá kjarnanum, því miður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.9.2009 kl. 01:41

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

NEI Jakobína. Það er sósíaldemókratistminn, frjálshyggjukratismi, sem ber
HÖFUÐ ábyrgð á ÞESSU ÖLLU! ESB-regluverkinu, sem kom okkur í þessa stöðu.  Reyndu svo að átta þig á að VINSTRIMENNSKA hefur ÆTIÐ verið AND-þjóðleg, andmælt öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum, veifað rauðum fánum og súngið internationalinn á tyllidögum. Enda þurfti loks HREINRÆKTAÐA VINSTRISTJÓRN
til að samþykkja icesave og sækja um aðild að ESB!  Tilviljun?  N E I !!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 01:44

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Finnur Ingólfsson og núverandi seðlabankastjóri hönnuðu flotgengisstefnuna. (Jakobína.)

Jú, en Davíð var forsætisráðherra og þar með yfirmaður efnahagsmála á þeim tíma.

Theódór Norðkvist, 22.9.2009 kl. 01:53

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það kemur mjög á óvart að lesa ýmislegt það sem síðuhöfundur skrifar á bloggsíðu sína. Í þessum pistli verð ég að segja að steininn taki úr.

Það stendur í horninu uppi vinstra megin að síðuhöfundur stundi doktorsnám við Háskóla Íslands. Það er kunnara en að frá þurfi að segja að doktorsnám byggir að mörgu leyti á rannsóknarvinnu og þarflaust er að nefna, býst ég við, að þar skiptir sú heimildavinna miklu þar sem hún þarf að skíra frá staðreyndum og sá sem „doktorerar“ þarf að hafa sannleikann að leiðarljósi sem hann finnur út í heimildarannsókn sinni. Í þessu efni er gerð krafa um hlutlaus vinnubrögð og koma öllum rökum að og gæta hlutleysis og fá niðurstöðu út frá öllum staðreyndum.

Mér til mikillar undrunar þá hefur mér virst sem síðuhöfundur hafi ekki ástundað þetta í mörgu því sem hann skrifar.

Ég vona að leiðbeinandi síðuhöfundar í doktorsnáminu lesi reglulega þetta blogg. Það virðist vera þörf á að skerpa á aðferðafræðinni og kenna handtökin.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2009 kl. 02:00

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Davíð var nálægur í öllu ferlinu fram að hruninu.

Ég endurtek Guðmundur Jónas það er ekkert til vinstri við stefnu þessarar stjórnar. ´

Hver afsalaði fullveldi Íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?

Það voru sjálfstæðisflokkurinn og samfylkingin....ekki veit ég hvað er þjóðlegt við það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.9.2009 kl. 02:03

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Predikarinn það er frekar lítilmótlegt að koma fram með órökstudda gagnrýni undir nafnleynd.....Er það kannski í anda vinnubragða þeirra sem þið eruð að verja.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.9.2009 kl. 02:06

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Guðrún María ef þetta er þín niðurstaða þá lesu bloggið ekki reglulega.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.9.2009 kl. 02:07

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jakobína : Ég er einungis að vísa í skrif þín almennt um langa hríð.

Dæmi um órökstuddar upphrópanir sem standast ekki rannsókn gætu verið til dæmis orð þín :

  1. „ það breytir því ekki að Davíð Oddson ber mesta ábyrgð á bankahruninu..Kvótabraskið....einkavæðing bankanna...leynimakkið í kringum stóriðjuna...“
  2. „Hann er upphafsmaður að öllu því sem leiddi til hrunsins“

Samkvæmt þessu gæti einhver ályktað sem svo að Davíð beri ábyrgð á falli Lehman Brothers og 70-90 annarra banka í USA, GM, og eins og Stormsker sagði morðinu á JFK sem og fyrri og síðari heimsstyrjöldinni .  Meira að segja Obama dettur ekki hug að tala eins og þú þó það gæti alveg hentað í upphrópunarstjórnmálum að segja slíka hluti og segja síðan að þetta hrundi á vakt Bush. Þannig er þetta ekki og Obama virðist hvað þetta varðar vera ábyrgur í orðum sínum.

Dæmi um sannleik :

  1. „Davíð var nálægur í öllu ferlinu fram að hruninu“

Það táknar samt ekki að hann beri ábyrgð á að því er virðist glæpsamlegum verkum eigenda banka og útrásarfyrirtækja og ekki hægt að álykta þannig út frá því.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2009 kl. 02:18

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Predikarinn....

Áhrif falls Lehmans á bankanna á Íslandi eru háð þróuninni sem var á Íslandi síðustu tvo áratugi. Ég rökstyð þetta með því að hrunið á Íslandi var af allt annarri stærðargráðu en í öðrum löndum.

Davíð Oddsson handpikkaði eigendur bankanna þegar þeir voru einkavinavæddir. Þú talar um glæpsamleg verk eigenda bankanna...Þessir eigendur eru fólkið sem Davíð valdi til þess að fara með bankanna.

Það er mjög merkilegt hvernig þú slítur í sundur völd og ábyrgð. Davíð þótti gott að hafa völdin og nú verður hann að axla ábyrgðina.

Merkilegt að þú teljir að Davíð hafi ekki á þátt í eða umborðið gjörninga sem áttu sér stað í forsetaráðherra tíð hans.

Hver var forsætisráðherra þegar eftirtaldir hlutir voru undirbúnir eða gerðir að raunveruleika? Kvótabraskið....einkavæðing bankanna...leynimakkið í kringum stóriðjuna...“

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.9.2009 kl. 11:35

17 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég held að best sé að anda rólega. Er þetta ekki bara tilbúin frétt í anda gulu pressunar? Svona til að auka sölu á DV, bæta traffík á Eyjuna og gefa fólki eitthvað að rífast um?

Ég verð alla veganna mjög hissa ef "blaðamaðurinn sem þorir ekki að láta nafns síns getið" er til í alvörunni eða einhver sannleikur finnst í fréttinni. 

Haraldur Hansson, 22.9.2009 kl. 13:34

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jakobína það er ótrúlegt að lesa sumt sem hér er skrifað.  Ég segi sama og þú, ég er ekki hrifin af núverandi stjórnvöldum, en fyrr frís í helvíti en að ég samþykki að það sé betra að fá íhaldið og Davíð Oddsson aftur til valda.  Það er það versta sem komið gæti fyrir okkur. 

ESBdraumur Samfylkingarinnar er nánast úr sögunni, og andstaðan vex með tímanum.  Ég vona að Samfylkingin leysist upp í einingar.  Af tvennu illu treysti ég hluta af Vinstri grænum frekar en þeim.  En þau eru illskárri en Sjáflstæðis- og Framsóknarflokkur, sem eru spillingaröfl númer eitt tvö og þrjú á Íslandi í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband