Hnignun siðmenningar innbyggð í heimsvæðinguna

Hugmyndafræði heimsvæðingarinnar felur í sér að landamæri ríkja eru þurrkuð út en ný landamæri myndast milli ríkra og fátækra.

Stétt ríkra fer að samsama sig meira með ríkum stéttum annarra þjóða en sinni eigin þjóð.

Markmið hinna ríku og valdamiklu verður að koma upp velferðarkerfi hinna ríku sem byggir á því að arðræna fátækan almenning sinnar eigin þjóðar jafnt og annarra þjóða.

Þessa þróun á Íslandi má lesa úr upplýsingum frá skattstjóra sem sýna gjáin milli ríkra og fátækra á Íslandi hefur stöðugt aukist undanfarin tuttugu ár. Það hefur margsinnis verið bent á að um 5% jarðarbúa ræður yfir helming auðmagns í heiminum.

Tilgangur þessarar þróunar er að auðvelda auðhringjum að athafna sig og skapa láglaunasvæði. Með því að opna landamæri fyrir frjálsu flæði er í raun verið að þurrka þau út. Valdhafarnir deila þá með sér ágóðanum af tilfærslunum. Landamæri skapa ákveðnar varnir fyrir þá sem búa innan þeirra og rétt þeirra til þess að hlúa að eigin þjóðmenningu og samfélagi. Þessi ávinningur af landmærum virðist þjóna illa þeim sem sækjast eftir arðinum af verðmætasköpun og deila og drottna með fjármagn.

Núverandi stjórnvöld á Íslandi kenna sig við félagshyggju en ekkert í verkum þeirra bendir til þess að þau fylgi þeirri hyggju.

Aðgerðir þeirra miða að því að véla með völd, leyna almenning eignatilfærslum og byggja upp kerfi sem færir verðmæti frá velferðarkerfinu og almenningi í hendur útvaldra.

Þetta kalla stjórnvöld að endurreisa efnahagskerfið. Unnið er að því að reisa stóriðju en landsmenn hafa hingað til þurft að borga með stóriðjunni sem hirðir allan arðinn af mannvirkjagerð sem skapar verðmæti úr auðlindunum. Raunveruleg verðmætasköpun er hins vegar hunsuð. Einn helsti bjargvættur Íslendinga í kreppunni hefur reynst ferðamannastraumurinn til landsins. Verða ferðamenn eins áhugasamir um Ísland ef þeir þurfa að horfa á álver og olíuhreinsunarstöðvar í hverjum kima þegar þeir ferðast um landið?

Í ESB ríkjum hefur verið byggt upp kerfi peninga- og forréttindahyggju sem samfylkingin aðhyllist. Gordon Brown hefur verið frumkvöðull í mótun þessarar hyggju en þegar hún springur gerir hann allt sem í hans valdi stendur til þess að flytja afleiðingarnar til annarra landa.

Ríkisstjórn Íslands hefur gengið í lið með Gordon Brown og ætlar nú að fara að gera skatttekjur ríkissjóðs að útflutningsvöru. Gera íslenskan almenning að skattgreiðendum Breta og Hollendinga. Icesave samningurinn þýðir einfaldlega endalok íslenskrar þjóðmenningar en við tekur skattanýlenda Breta og Hollendinga. Það er í raun súrrealískt að heyra forsætisráðherrann segja, já flýtum okkur að gera það fyrir helgi.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er er þekktur af aðeins einu. Hann er aðeins þekktur af því að verja fjármálakerfi heimsins. Ekkert í sögu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bendir til þess að hann hafi velferð almennings eða þjóða í huga þar sem hann fer um.

Stjórnmálamenn nota merkilegt orðfæri þegar þeir tala við almenning. Þeir koma á framfæri markmiðum sem engin skilur í raun og veru og kannski allra síst þeir sjálfir. Hverja eru þeir að tala um þegar þeir tala um  "alþjóðasamfélagið".

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað þeir eiga við þegar þeir tala um að afla trausts alþjóðasamfélagsins? Vissulega eru þeir ekki að tala um erlenda ferðamenn því þeir flokkast hingað til lands og virðast treysta Íslendingum ágætlega.

Getur verið að þeir séu að tala um valdhafa og auðmenn í öðrum ríkjum? Getur verið að þeir hafi áhyggjur af því að verða útskúfað úr klúbbi hinna ríku og valdamiklu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já er allavega svarið við síðustu spurningu þinnar.   Stjórnmálamenn/konur okkar hafa ekki skilning á okkur sauðsvörtum almúganum sem borgar reikningana sína, og skattana líka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.9.2009 kl. 01:52

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þessa þróun á Íslandi má lesa úr upplýsingum frá skattstjóra sem sýna gjáin milli ríkra og fátækra á Íslandi hefur stöðugt aukist undanfarin tuttugu ár.

Þetta er bein afleiðing að ranghugmyndum að við séum samkeppnihæf á grunni EU. Upptaka regluverks þar ekkert pælt í grunforsendum  aðeins kostnaðarsömu yfirbyggingarstrúktúrs að EU-Ríkja fyrirmynd.  Ísland vegna veður fars er ekki samkeppnifærst við Suður-Ameríku, Indland, Afríku þegar kemur að launakostnaði í stóriðjuverum, hráefna, heimamarkaður Íslendinga ekki nógu stór til Samkeppni stóriðjufullframleiðslu göng eða brýr til dreifingar grunnsamkeppiþátta ekki með í dæminu.

Mikil tekjuskipting er menningararfleið meginlands Ríkja  Evrópu, en þar eru einingar þúsund sinnum stæri sem bíður upp á aðra möguleika. Ábyrgðar laun t.d. 0,001% af veltu.

Júlíus Björnsson, 30.9.2009 kl. 02:02

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Hvernig á Brüsselveldið að geta treyst þessu fólki fyrir bitling í ESB ef því tekst ekki að kúga þessa litlu þjóð til hlýðni. Samspillingin er orðin örvæntingarfull.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 30.9.2009 kl. 02:02

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já!

Arinbjörn Kúld, 30.9.2009 kl. 03:26

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Auk ferðamannanna má benda á allar aðrar vörur okkar sem seljast á góðum verðum.  Það er eftirtektarvert hve fisksölum okkar hefur tekist að halda verðum sínum, þrátt fyrir samdrátt í Evrópu.

En veit þetta fólk ekki að því að það á eftir að afgreiða ICEsave, og engin lán hafa borist frá IFM?  Hvílík gósentíð verður þegar við verðum búnir að skuldsetja þjóðina fyrir næstu 150 árin eða svo.  Hvílíkt traust "alþjóðasamfélagsins" munum við þá öðlast.  Enda voru allir hagfræðidvergarnir við Háskóla Íslands sammála um að hin mikla skuldsetning fyrir Hrun hafi ekkert með Hrunið að gera.  Skýringin var einhver önnur.

En það er kominn tími á siðmenninguna, og að fólki láti sér þykja vænt um hana á ný.  Okkar framlag til hennar er að senda Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landi og biðja bretana kurteislega að borga sína reikninga sjálfir.  Síðan sínum umheiminum fram á að vel sé hægt að lifa mannsæmandi lífi á afrakstri menntunar og þekkingar, ásamt skynsamlegir nýtingu auðlynda, án þess að þurfa að nota fúnar hækjur alþjóðlegra fjárúlfa.  

Það er mennskan og siðmenningin sem blífur.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 30.9.2009 kl. 08:58

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrisögnin er staðreynd- því miður.

Árni Gunnarsson, 30.9.2009 kl. 15:37

7 identicon

Er bara ein hlið á heimsvæðingunni?

. (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 16:38

8 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Jakob: það er ekki bara ein hlið á alþjóðavæðingunni, en þeir sem hafa hag af henni er afskaplega fáir. Hér er umfjöllun um eina hlið hennar. Þetta er umsögn um nýja bók Walden Bello, Food wars þar sem meðal annars er fjallað um ástæður vaxandi næringarskorts meðal fátækra þriðja heims ríkja sem þó ættu að geta framleitt nægan mat fyrir alla, en gera það ekki. Í umfjölluninni um bókina stendur meðal annars

the failure of poorer countries to develop their agricultural sectors; strains on the international food supply created by dietary changes among China's and India' expanding middle classes; speculation in commodity futures; the conversion of farmland into urban real estate; and the diversion of corn and sugarcane from food production to the production of agrofuels.

He also states that,

certainly, a vital, if not the central force behind the food price crisis of 2006 to 2008 was the massive agriculture policy reorientation known as ‘structural adjustment' [...] imposed by the World Bank and International Monetary Fund on more than ninety developing and transitional

economies over a twenty-year period beginning in the early 1980s.
 
 
 

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 30.9.2009 kl. 17:14

9 identicon

Sæll Benedikt, neikvæðu hliðar heimsvæðingar eru nokkuð augljósar en stundum fær maður á tilfinninguna eins og fólk langi bara að loka sig af og snúa aftur til fimmtándu aldar. Í staðinn fyrir að koma með lausnir sem vinna með þróun heimsmála - heimurinn er stöðugt að verða meir tengdur og háður innanbyrðis - þá er eins og maður heyri ekkert annað en endalaust niðurrif...

Helsta lausnin sem ég sé fram á í framtíðinni er sú að þjóðir komi sér saman um bindandi alþjóðalöggjöf á fyrirtæki og slíkt - en þau fela sig iðulega bak við það að ekki er til nein sterk lög fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru handan landamæra. Með þessu væri hugsanlega hægt að vinna á móti þessum 5 prósentum sem Jakobína talar um.

. (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 17:29

10 identicon

Flott grein sem þú vitnar í Benedikt. Les hana betur við tækifæri.

. (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 17:34

11 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sæll Jakob, það er alveg hárrétt hjá þér að ríki heims þurfa að vinna saman mjög náið. Framtíð okkar á þessari plánetu er undir því komin. En það þarf að vera samvinna. Núverandi fyrirkomulag sem er stýrt af WTO þjónar fyrst og fremst fámennum hópi og valdamiklum stofnunum. Mismununin, óréttlætið, sóunin og rányrkjan sem hlýst af núverandi kerfi er þegar búinn að valda  miljónum manna ómældum þjáningum og dauða og á eftir að valda ennþá meiri óstöðugleika en þegar er orðið.

Ég held að þessi tilfinning um einangrunarhyggju séu áhrif áróðurs  þeirra sem vilja alþjóðavæðinguna eins og hún er, því hún þjónar mjög valdamiklum stofnunum á vesturlöndum.

 Málið er, að það eru tillögur uppi á borðinu um það hvernig samvinna yfir landamæri getur þjónað almenningi (sérstaklega í þróunarlöndunum). Grunnurinn að þeirri samvinnu er þegar til staðar hjá þeim hreyfingum sem hafa staðið hvað harðast gegn alþjóðavæðingu fjármagnsins. Fyrirbæri eins og "world social forum" fjalla um þessi mál og þar er ekki um neina einangrunarhyggju að ræða. Einnig er nýtilkomin samstaða suður-Ameríku ríkja mjög áhugaverð tilraun.  Þar sem Þjóðir suður Ameríku reyna að vinna saman á jafnréttisgrundvelli og standa saman. Í suður Ameríku er allt litróf stjórnmálanna frá hægri til vinstri. Samt standa þau öll saman og virða sérstöðu hvers annars. Svo er spurningin hvernig þetta þróast? Nýafstaðinn ráðstefna, Suður-Ameríku ríkja og Afríku-ríkja, er nýjasta þróunin í þessum efnum. Sú ráðstefna féll í skuggan af G20. 

Við á vestulöndum verðum að fara að hlusta á raddir úr þriðja heiminum og vera opin fyrir fleiri leiðum en boðið er upp á hjá WTO.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 30.9.2009 kl. 21:27

12 identicon

Held ég sé bara alveg sammála þessum athugasemdum :) Þetta er þegar allt kemur til alls spurning um samvinnu og þá þurfa allir aðilar að eiga aðgang að borðinu.

bestu kveðjur,

jakob

. (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband