2010-10-27
Á að láta Íslendinga éta minna?
Ég hef skilið stjórnmálamenn þannig að þeir væru að vísa til vonar um betri tíð þegar þeir vísa til ljóssins við endann á göngunum en kannski voru þeir bara að tala um þetta bláa ljós.

Í frétt í viðskiptablaðinu segir frá því að verðlag hafi hækkað (að vísu er það orðað svo að verðlagsbreytingar hafi hækkað en ég skil ekki hvernig breytinar hækka). Orkuverð til borgarbúa hækkar og matarverð hækkar. Hækkun þessara útgjaldaliða vega að grunnþörfum mannsins.
Skattar hækka og skuldir hækka.
Störfum fækkar og laun lækka.
Þórólf Matthíasson prófessor sem hefur að mínu mati tilhneigingu til þess að tala í ráðgátum hefur sagt að hækkun á virðisaukaskatti myndi ekki skila sér í vísitölunna "að þar gætti misskilnings í umræðunni".
Jú þetta er þannig segir hann að fyrst skilar þetta sér í verðlagið og vísitöluna en svo minnkar neyslan og þá lagast það aftur.....
Hemmm minnkar þá ekki innheimtan líka. Það má því gera því skóna að endanlegt markmið sé að fá Íslendinga til þess að éta minna.
Það kemur fram í Mogganum í fyrrahaust að Steingrímur sé fullur bjartsýni á því að íslenskt atvinnulíf muni sýna aðlögunarhæfni sína á næstunni. Hvernig er þessi aðlögunarhæfni? Jú, störfum fækkar og fyrirtæki fara í þrot.
![]() |
Uppsagnir hjá Símanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-10-26
Fúnar stoðir
Bankahrunið er afleiðing af vondum ákvörðunum, kerfi sem er galopið fyrir misnotkun og menningu þöggunar.
Við þurfum að líta tuttugu ár til baka og skoða hvernig ákvarðanir stjórnmálamanna og löggjöf hefur hrundið af stað atburðarrás sem endaði með hruni, ekki bara bankahruni heldur hruni stjórnmála, menningar og trausts. Niðurrifið var framið í skjóli leyndar og blekkinga.
Það er lítil eftirsjá eftir stjórnmálum sem kunna ekki fótum sínum forráð, menningu sem krefst þess að hvíslað sé í hornum og trausti á aðilum sem ekki hafa áunnið sér það með hæfni eða heilindum.
Hrunið hefur þó í för með sér að byggja þarf upp á rústum þess gamla. Skipta þarf út stjórnmálum sem glatað hafa gildi sínu vegna ótrúverðugleika. Endurhanna þarf kerfi sem byggir á fúnum stoðum.
Byggja þarf á heilsteyptri framtíðarsýn við mótun nýrrar stjórnarskrár. Sjálfbærni, atvinnufrelsi og gæfa komandi kynslóða þarf að vera leiðarljós við gerð nýrrar stjórnarskrár.
Stjórnvöld hafa fyrir og eftir hrun lagt þungann á að bjarga útbelgdu fjármálakerfi en fjármálakerfi skapa ekki verðmæti. Það gerir atvinnulífið hins vegar, framleiðslugreinar og þekkingarfyrirtæki. Ofuráhersla á björgun fjármálakerfis hefur skapað ójafnvægi sem ógnar afkomu núverandi og komandi kynslóða.
Mín framtíðarsýn er að byggja upp samfélag þar sem þjóðarhagur er tekinn fram yfir sérhagsmuni klíkustétta sem tryggt hafa sér einokun í aðgangi að náttúruauðlindum.
Mín framtíðarsýn er að byggja upp kerfi sem tryggir endurnýjun í stjórnmálum, sem gefur kjósendum kost á að velja einstaklinga sem þeir treysta í kosningum.
Mín framtíðarsýn er að skila náttúru landsins í góðu ásigkomulagi til afkomenda okkar.
Það er hægt að hafa veruleg áhrif á þá þætti sem ég hef talið upp hér með vandaðri stjórnarskrá. Grundvöllur framfara er þó félagsleg uppbygging í samfélagi. Menning sem umber gagnrýna umræðu og hvetur til skoðanaskipta. Því þannig lærum við sem félagsverur. Þannig verður til þekking sem við getum nýtt okkur í baráttunni um lífsbjargir og frelsi. Þekking sem er hreyfiafl framfara og lýðræðis.
![]() |
Fjörugar umræður í Salnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2010-10-26
Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Argentína í kjölfar aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
![]() |
6,4% atvinnuleysi í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-10-26
Hverjir voru spurðir?
Næst gerast tveir hlutir sem rannsaka verður niður í kjölinn.
Stjórnendur Seðlabankans vissu vel að gjaldeyristryggð lán voru ólögleg, enda var Eiríkur Guðnason í nefnd sem samdi frumvarp að lögum nr. 38/2001, en samt voru þau leyfð.
Næst kom (að virðist) hroðalegasta bókhaldsvindl Íslandssögunnar. Seðlabankinn skilgreindi gjaldeyristryggð lán lán veitt í íslenskum krónum sem voru endurgreidd í íslenskum krónum sem gjaldeyriseign í bókhaldi bankanna!
Hvers vegna var þetta gert? Jú, samkvæmt 13 gr. Seðlabankalaga frá 2001 máttu gjaldeyrisskuldir bankanna ekki fara yfir 10% eigna þeirra í erlendri mynt. Sá sem átti eignir upp á milljón dollara mátti ekki skulda meira en 1,1 milljón dollara. Með því að reikna lán í íslenskum krónum sem voru endurgreidd í íslenskum krónum sem GJALDEYRI var bönkunum haldið á floti.
![]() |
Spillingareinkunn Íslands lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2010-10-25
Ég skil ekki þetta orðfæri
Þetta kynjagleraugnaorðfæri virðist eiga uppruna sinn í Háskóla Íslands. Ég skil það að maður setji stundum upp sérstök gleraugu til þess að rýna í tiltekna hluti. Til þess að sía frá það sem truflar og til þess að einfalda greiningu.
Hvernig líf er það að skilja þannig gleraugu aldrei við sig. Þetta er mjög óheppileg elítufeminista orðræða sem styggir venjulegt fólk.
Gleymum ekki baráttunni fyrir réttindum kvenna
En í guðanna bænum horfum á heiminn í öllum sínum blæbrigðum
![]() |
Skiljum kynjagleraugun aldrei við okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2010-10-25
Loforð fjórflokksins eins og fjósadraugur
Heyrist stundum af þeim en fátt um að þau birtist ef af er gáð.
Ég var að uppgötva síðu og fann þar þrumuræðu sem ég hélt á Austurvelli í fyrra.
Þetta var meðan allir þögðu og vildu gefa vinstri stjórninni svigrúm.
Set hér linkinn á þessa ræðu:
http://video.hjariveraldar.is/Jakobina_1.swf
![]() |
523 í framboði |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
2010-10-25
Dúða sig og sýna samstöðu
Konur ættu þó miðað við laun að yfirgefa vinnustaðinn klukkan 14.25 á hverjum degi.
Ef þær gerðu það myndi sennilega skapast upplausn í landinu.
![]() |
Konur hvattar til að klæða sig vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eitthvað kostar þessi málsókn ríkissins. Það virðast ætið nægir fjármunir til þegar verja þarf valdið.
Legg til að þessi skrípaleikur verði lagður á hilluna og fólki í neyð sendir matarmiðar fyrir þessa fjármuni.
Sama gildir um fjáraustur í flokkanna. Þar eru hundruðir milljóna sem mætti verja til þess að bæta líðan hinna verst settu.
Ég fagna því þó að einn sakborgninganna hefur verið kosinn formaður félags Vinstri grænna í Reykjavík.
![]() |
Krefst gagna sem eru sögð ekki til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2010-10-25
Pípara, smiði eða viðskipafræðinga
Hvað segir herra biskup um að prestar hafi ekki einkarétt á sorginni í kirkjum? Gildir réttur fleiri fagstétta þar.
Þeir sem sinna áfallahjálp í skólum eru væntanlega að vinna að fyrirbyggjandi starfsemi sem tengjast áföllum. Það heitir áfallahjálp en ekki sáluhjálp.
Þegar að brátt ber að og sinna þarf áföllum í skóla eru fagmenn vissulega þeir sem eiga að sinna því.
Fyrstu viðbrögð eru venjulega ekki sorg heldur doði, utangáttaháttur og vantrú eða jafnvel afneitun (tala af eigin reynslu en reynsla manna getur verið misjöfn vegna svipaðra áfalla). Ég er enginn sérfræðingur en tel mig þó hafa rekist á einhvern fræðitexta sem styður að þetta séu fremur almenn viðbrögð.
Sorgin er hið langvarandi ferli sem tekur við og fólk þarf að læra að lifa með. Þá kemur sáluhjálpin sér vel fyrir þá sem vilja nýta sér þá leið.
Vinir mínir voru mínir sáluhjálparar en góðir vinir í fjölskyldunni og utan hennar geta verið gulls (eða prest) ígildi.
Ps. það kom prestur (það var á sjúkrahúsi) að í þessu tilfelli sem var mjög alvarlegt og tengdist fleiru en einu dauðsfalli. Hann klúðraði viðtalinu svona frekar vegna þess að hann hafði ekki kynnt sér nægilega vel hvað gerðist og hvernig.
Hann gerði þó eitt vel hann leit framan í dóttur mína og sagði: þú hefur orðið fyrir þessum hörmulega atburði.
Með því að gera það þá gaf hann okkur hugtak til þess að nota yfir þetta því við áttum engin orð. Bara vantrú og sársauka.
![]() |
Engin ein fagstétt á sorgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2010-10-24
Heimskt vald er hættulegt
Þeir sem er ábyrgir fyrir stríðinu er víðs fjarri átökum og hörmungum.

Sumir vilja aðskilja stuðning við þetta stríð og hörmungarnar sem fylgja þeirri ákvörðun.
Stríð eru þó alltaf ógeðsleg, afleiðingarnar morð og blóðsúthellingar.
Hinir sem styðja þetta virðast ekki hefa ríkari siðgæðisvitund en svo að þeir geta dvalið rólegir á Palza og sötrað þar á eðalvínum á meðan ófögnuðurinn fer fram.http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/skattgreidendur-borgudu-plaza-dvol-davids
Það er ekki hægt að linka á frétt hér á blogginu lengur. Þegar ég ýti á linkinn á stikunni kemur bara tómur kassi. Ætli þetta sé hugmynd Moggans um framfarir?
![]() |
Ótrúlega alvarlegar skýrslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)