2009-10-15
Einbeittur brotavilji
Ábyrgðin sem ríkisstjórnin ætlar að skrifa upp á fyrir hönd þjóðarinnar er um 750 milljarðar. Vaxtagreiðslur af henni fram til 2016 á fjórða hundrað milljarð.
Það er athyglisvert að því sem samtvinnaðri menn eru valdakerfinu sem ríkti í aðdraganda hrunsins því einarðari eru því í vilja sínum til þess að skrifa undir þennan nauðungarsamning.
Takið eftir að órólega deildin sem ekki vill þennan samning er að mestu fólk sem er nýkomið á þing. Sjálfstæðismenn vilja samningin þótt þeir setji á svið sjónarspil enda eiga þeir stóran þátt í tilurð og mótun hans.
Þeir sem stíga fram og mæla með samningnum eru fyrst og fremst fólk sem kemur innan úr valdakerfinu. Fræðimenn, fjölmiðlamenn, stjórnmálamenn og embættismenn. Þjóðin er að stórum hluta á móti samningnum.
Það er líka athyglisvert að þeir sem vilja setja þjóðina undir þennan nauðungarsamning eru rökþrota og gera lítið annað en að fabúlera með stóryrði til þess að hræða þjóðina.
Rök fyrir því að skrifa ekki undir þennan samning fá ekki aðgang í fjölmiðlum.
Það er í raun fáránlegt að skrifa undir skuldbindingar sem hafa ekki fengið mat óháðra aðila en eru mjög umdeildar.
Dómdagsspár um afleiðingar þess að láta málið fara í málaferli eru úr lausu lofti gripnar. Hér hrundi bankakerfið og málaferli er eru eðlilegt framhald af slíkum atburði. Að málaferli dragi úr trúverðugleika Íslendinga er bara bull. Málaferli eiga sér stað út um allan heim og eru viðurkennd sem leið til þess að komast að niðurstöðu í málum.
Það að fara ekki dómsstólaleiðina mun hinsvegar vera ævarandi smánarblettur á núverandi stjórnvöldum og það mun lifa í sögunni sem merki um sérhagsmunagæslu, hvítþvott og heigulshátt.
![]() |
Vonast brátt eftir Icesave-lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-10-14
Snúa óæðri endanum að þjóðinni
Sjálfstæðismenn gáfu Björgólfi Thor og pabba hans Björgólfi Guðmundssyni Landsbankann. Það er ekkert ólíkt sjálfstæðismönnum að gera svona lagað. Um fimmtíu ríkisfyrirtæki hurfu af listanum yfir ríkisfyrirtæki í valdatíð þeirra og í flestum tilvikum hefur hvílt leynd yfir þeim ferlum sem fært hafa þessar ríkiseigur á hendur einstaklinga.
Nú voru Björgólfur og Björgólfur vitaskuld glaðir yfir höfðinglegri gjöf frá félögum sínum í sjálfstæðisflokknum. Þeir notuðu þetta fyrirtæki Landsbankann til þess að eiga viðskipti við einstaklinga innanlands sem utan.
Við skulum ekki gleyma því að viðskiptavinir Björgólfs og Björgólfs greiða sína skatta í heimalöndum sínum rétt eins og Íslendingar greiða skatta í sínu heimalandi og lítið hef ég heyrt um að það sé mismunun svona almennt séð að hver skattborgari fái aðallega þjónustu í því ríki sem hann telst vera skattborgari í.
Sá sem átti viðskipti við Icesave valdi sjálfur að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki en það mun eftir því sem fréttir herma að miklu leyti vera fagfjárfestar. Fagfjárfestar hafa þá yfirburði yfir aðra fjárfesta að þeir hafa meiri þekkingu á viðskiptum og geta umfram aðra kynnt sér áhættuna sem fylgja viðkomandi viðskiptum, t.d. bakland bankanna.
Við skulum ekki heldur gleyma því einfalda atriði að í tilskipun ESB stendur skýrum stöfum að aðildarlöndum sé ekki heimilt að veita tryggingarsjóðum ríkisábyrgð.
Nú síðan má einnig nefna að Bretar og Hollendingar vinna hatrammt gegn því að Íslendingar megi leita réttar síns gagnvart dómstólum. Þeir vilja alls ekki að málið fari fyrir dómstóla? Hvers vegna ekki? Sá málflutningur að málaferli séu Íslendingum hættuleg fellur því um sjálfan sig og vekur sá hræðsluáróður mikla undrun þeirrar sem talar hér.
Hvað hafa þeir að fela sem vilja að skrifað sé undir þennan nauðungarsamning. Hvað óttast þeir að komi fram í réttarhöldum? Ég vil taka það skýrt fram að ef t.d. VG hafnar Icesave þá eru sjálfstæðismenn tilbúnir til þess að greiða samningnum atkvæði.
Allt tal sjálfstæðismanna um andstöðu við Icesave er sjónarspil ætlað kjósendum. Sjálfstæðismenn voru hönnuðir þessa ófögnuðar og þess klúðurs sem átti sér stað í kjölfar bankahrunsins. Þótt í forystu annarra flokka séu einstaklingar sem ýta á það að Íslendingar beygi sig undir nauðungarsamninginn leikur Sjálfstæðisflokkurinn þar aðalhlutverkið.
Dirty laundry kenningin og sérhagsmunir eru líklegasta skýringin á þessari gleði manna við að snúa óæðri endanum að þjóðinni og setja pennastrikið undir Icesave
![]() |
Rannsaka efnahagsbrot hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.10.2009 kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Það er fyndið að heyra sjálfstæðismenn koma með tilllögur sem þeir segja fela í sér að ekki þurfi að hækka skatta og stela hugmynd Ragnar Þórs að skattleggja innstreymi í lífeyrissjóðina.
Sjálfstæðismenn settu jú þjóðfélagið á hausinn og hressilegur niðurskurður í lífskjörum almennings skrifast á þeirra reikning.
Í stað þess að verja þjóðina meðan þeir voru við völd mokuðu þeir til sín fjármunum og létu græðgina ráða för. Nú á að rétta almenningi reikninginn.
Gríðarleg öfl í samfélaginu sem þrýsta hart á það að tapinu af hegðum stjórnmálamanna, embættismanna og bankamanna verði komið á almenning.
Risalánin þjóna því fyrst og fremst að bjarga fjármagnseigendum en ansi er ég hrædd um að það verði einmitt skattgreiðendur sem finna fyrir því þegar greiða þarf vexti af þeim og endurgreiða þau.
![]() |
Verið að endurmeta lánaþörf Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2009-10-14
Verður HVÍTBÓKIN yfirklór sjálfstæðismanna?
Páll Hreinsson góðvinur Björns Bjarnasonar hefur tekið af sér að afhjúpa skítverkin sem stjórnmálamenn og þá aðalega sjálfstæðismenn tóku að sér fyrir glæpamennina í bönkunum.
Skýrslunni sem Þorgerður Katrín hefur kallað HVÍTBÓK var lofað fyrsta nóvember en nú dregur Páll Hreinsson lappirnar. Trúlega er hann að drukkna í skít en hann tók eigi að síður að sér þetta verkefni og það er skylda hans að skila skýrslu um þessi mánaðramót.
Hvers vegna var ekki stefnt að því að skila að minnsta kosti áfangaskýrslu?
Maðurinn hlýtur að vera byrjaður á verkinu?
Er verið að henda miklum fjármunum í eitthvað yfirklór sjálfstæðismanna?
Á að bíða með að birta skýrsluna þangað til búið er að sópa sem mestu af skítnum undir teppið og koma tapinu af hegðun glæpamanna og skítseiðum þeirra í stjórnmálum yfir á almenning.
![]() |
Rannsóknarskýrslu seinkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2009-10-14
Þetta er eins og á Íslandi...
![]() |
Hugsa enn eins og í kalda stríðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-10-14
Versta bullið á kreppuárinu
Það er þrír bankar í landinu auk sparisjóða og fjárfestingabanka. Þó er alveg nauðsynlegt að bjarga þessum banka sem kenndur hefur verið við peningaþvætti og spillingu af ýmsu tagi.
...í Speglinum...og neyðarlögin gengu einmitt út á það að reyna að bjarga innlánum...(um málsókn)....og að það leyddi til skerðingar á innlendum innlánum sem væri það allra versta sem gæti gerst...þá gæti það numið svona 30 til 40 til 50 milljörðum ...sem að innlend innlán gætu skerst um ef að dómstólaleiðin yrði farin....
Eru menn að tapa sér segi ég. Það er ljóst að ríkissjóður og innlendir skuldarar eiga að fjármagna "eignasafn" Landsbankans í gegnum nýja Landsbankann til þess að greiða Icesave skuld. Víxillinn er 750 milljarðar og vextir af honum yfir 300 milljarðar.
Ég ætla að fara á morgun og segja upp öllum viðskiptum mínum við Landsbankann og vona að flestir geri hið sama sem skipta við þetta glæpafyrirtæki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þeir sem áttu peninga á bankareinkningum Landsbankans berjast nú með kjafti og klóm fyrir því að samningaleiðin verði farin í Icesave.
Ef samningaleiðin er ekki farin þá getur málið lent fyrir dómstólum og dæmt þannig í málinu að fjármunir skiptist á milli innlánseigenda sem þýðir að íslenskir innlánseigendur geta tapað 50 milljörðum. Allar innistæður eru tryggðar upp að þremur til fjórum milljónum. Þeir sem áttu mikla fjármuni á innlánsreikningum gætu hins vegar tapað.
Til þess að bjarga 50 milljörðum fyrir Íslenska innlánseigendur eru stjórnvöld að skrifa upp á 750 milljarða víxil sem ber yfir 300 milljarða vexti næstu 7 ár.
Og ekki voru gleðitíðindin skárri í dag. Jú jú miklar innheimtur í eignasafn Landsbankans segir skilanefndin. En hvaðan kemur sú innheimta? Jú úr ríkissjóði okkar landsmanna og af vaxta og verðtryggingagreiðslum íslenskra skuldara.
Eða eins og segir í fréttinni:
Samkomulagið gerir ráð fyrir að NBI gefi út skuldabréf til gamla bankans að fjárhæð 260 milljarðar króna til 10 ára. Skuldabréfið er gengistryggt og tryggir Landsbankanum þannig erlenda fjármögnun. Þá er gert ráð fyrir að gefin verði út hlutabréf til gamla bankans að fjárhæð 28 milljarðar króna sem svarar til um 20% heildarhlutafjár NBI.
![]() |
Beðið eftir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við þurfum ekki lán frá AGS. Gjaldeyrisforðinn er fínn. 490 milljarðar hefur aldrei í sögunni verið eins hár.
Hættið að setja lífeyrissjóðina í steypu og látið þá frekar í að bjarga raunverulegum verðmætum.
Þessi atburðarrás er farin að vera nóg staldrið nú við og hugsið hvort ekki sé til betri leið.
![]() |
Málin að komast á lokastig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-10-13
Hrikalegur áróður
Getur þú sagt mér hvert söluverðmæti hússins þíns verður eftir 7 ár. Svarið er að öllum líkindum NEI. Mikil óvissa ríkir um þróun markaða, þróun fasteignaverðs og lengd og dýpt kreppunnar.
Víst reyna menn að kjafta sig upp úr kreppunni. Þeir sem halda því fram að endurheimtur verði 90% af kröfunni hafa ekki tjáð eftir því sem ég best veit hvort að það ákvæði Icesave samningsins að eingöngu 50% endurheimtna renni til Íslendinga til þess að standa undir því sem gert er ráð fyrir að Íslendingar séu ábyrgir samkvæmt samningnum.
Þeir hafa ekki gefið upp hvert raunvirði þessarar eigna er í dag.
Þetta hlutfall 90% er viðmið sem notað er við yfirfærslu milli gamla og nýja bankans og hefur lítið gildi sem spádómur um það hvað mun síðan raunverulega innheimtast.
Það er ljótt af stjórnmálamönnum að villa um fyrir almenningi og nota þetta í áróðursskyni.
![]() |
Geta kannski selt eignir Landsbankans fyrr en ella |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2009-10-13
Kostnaðurinn 1.200 milljarðar
Í skýrslu sem Center for Economic policy research (bls 43-44) birtir í október 2009 segir að kostnaður við endurreisn bankanna sé 83% af vergri landsframleiðslu en það eru 1.100 til 1.200 milljarðar.
Í sömu skýrslu segir að markmið AGS sé að skera niður fjárlagahallan þannig að hann verði að mestu á núlli eftir 2010. Þetta þýðir að skera þarf niður um 87 milljarða fyrir 2011.
Hvað þýðir það fyrir velferð á Íslandi. Þýðir að margir munu deyja ótímabærum dauða vegna skertrar þjónustu og skólum verður lokað? Eða þýðir það að fjármunir hafi að mestu farið í óþarfa hjá hinu opinbera fram að þess? Fólk mun flýja land í miklum mæli og skatttekjur minnka og enn skorið niður og enn munu félagsleg vandamál og ótímabær dauði aukast.
Það var skorið niður um 9 milljarða á Landsspítalanum fyrir næsta ár. Hvað verður þegar skornir verða 9 milljarðar í viðbót?
![]() |
Gylfi: Ánægja með lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)