Sjálfstæðisflokkurinn hefur læst krumlur sínar inn í allar valdastofnanir landsins og gert margar þeirra að máttvana óskapnaði sem fremur vinnur gegn almenningi en að þjóna honum eins og hann á að gera. Fjölmiðlar, fjármálaeftirlit, seðlabanki og dómstólar hafa sætt mikilli gagnrýni frá falli bankanna vegna vanhæfni við að takast á við vanda.
Eitthvað hefur það kostað sjálfstæðisflokk að halda uppi þessu hreðjataki á þjóðinni en nú er komið að skuldadögum.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-04-11
Hvað er í gangi í fjármálaeftirlitinu?
Hvers vegna styður fjármálaeftirlitið ekki rannsókn bankanna?
Er fjármálaeftirlitið með óhreint mjöl í pokahorninu?
...eða hefur einhver á þeim þumalskrúfuna...tengist það mútuþegum...eða öðrum stjórnmálamönnum...embættismönnum?
Haf fleiri þegið mútur, t.d. embættismenn eða foringjar í stofnunum samfélagsins?
Vonandi tekst Joly að hrista upp í þessu.
Engum flokki sem tekið hefur við mútugreiðslum frá auðmönnum eða stórfyrirtækjum er treystandi til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd almennings.
Þegar upplýsingar um mútuþægni sjórnmálaflokka koma upp á yfirborðið vekur það fjölda spurninga.
Hver voru heilindi stjórnmálamanna í orkusamningum við stóriðju?
Hvers vegna eru bankamenn ekki rannsakaðir, yfirheyrðir, gerð hjá þeim húsleit osfrv?
Hver hafa framlög álveranna verið í gegn um tíðina og hvað hafa þau fengið í staðin?
Hver eru markmiðin þegar stjórnmálamenn ganga til samninga við fyrir tæki sem hafa veitt þeim mútur?
Hvernig markar þetta uppbyggingu og fagmensku í stjórnsýslunni, dómskerfinu osfrv?
Hvaða áhrif hefur þetta á vöktun stjórnmálamanna yfir velferðakerfinu?
Hvað hafa stjórnmálamenn þegið á bak við luktar dyr, inn á leynireikninga og með greiðasemi í formi ofurlaunastarfa fyrir fjölskyldu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Má ekki gera grein fyrir því líka?
Ég hef heyrt að björgólfarnir hafi verið nokkuð rausnarlegir við suma borgarpólitíkusa.
Voru þeir ekki komnir með dágóðan hluta af miðbæ Reykjavíkur til þess að leika sér með.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-04-11
Nota stjórnvöld hagstofuna sem áróðurstæki?
Er hagstofan beðin að reikna út stæðir eins og nettó útflutningstekjur af ferðaþjónustu eða nettó útflutningstekjur af áliðnaði?
Einhvers staðar heyrið ég að þjóðarbúið nyti mun meiri arðsemi af ferðaiðnaði en lítið er gert til þess að halda því á lofti.
Ferðaiðnaðurinn skilar kannski minna til stjórnmálamanna eða hvað?
2009-04-10
Hvernig væri að fara að fylla tugthúsin...
...og byggja við þau og fylla viðbyggingarnar líka.
Stolið úr peningamarkaðssjóðum
Lánuðu hvor öðrum
Loftbólutekjur...breyttu lánsfé í eigið fé....milljarðaþjófnaður
...og ræningjarnir sem stálu fisknum í sjónum
....og FL group greiddu milljarða í arð, mútuðu stjórnmálaflokkum og hirtu jarðvarmaauðlindirnar
...stálu sparsjóðunum....Imon....Saxhóll...Nóatún....600 millj...480 millj...Fons...hundrað og eitthvað milljarða....
Það hefur verið erfitt að koma böndum yfir glæpamennina vegna þess að þeir eiga sér skjól í ríkisstjórnum.
Bullandi refsivert segir Atli Gíslason
Ef sjálfstæðisflokkur og framsókn komast til valda fer allt til fjandans
Mafían spriklar núna
Hvers vegna vill framsókn ekki opna bókhaldið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þeir berjast af hörku gegn ákvæði í stjórnarskrá sem ver það að selja megi auðlindirnar varanlega.
Vantar þá meira í kosningasjóðinn?
Unnið er í því að slá skjaldborg um forystu sjálfstæðisflokksins og bóna á þeim bossan áður en bleyjunni er skellt á þá.
Fundarhöld í allan dag og svo fáum við listann yfir blórabögglanna .....og hinir vissu ekki neitt... eru bara hneikslaðir....Það er skítalykt af þessu
![]() |
Upplýsir ekki hverjir leituðu styrkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-04-10
Fingraför útrásarvillinga á samfylkingu
Samfylking reyndist sjálfstæðisflokknum þæg í stjórnarsamstarfi. Mannréttindabrot á gamalmennum, launamunur kynjanna, ójöfnuður og misrétti þreifst ágætlega í þessu samstarfi enda fékk samfylkingin ágætlega greitt fyrir að taka þátt í dansinum. Samfylkingin er í krumlum Mammons.
Velferð þjóðarinnar var fórnað fyrir nokkrar milljónir hér og þar. Auðlindirnar urðu falar fyrir nokkrar milljónir hér og þar.
Ég skammast mín fyrir að hafa kosið þennan flokk.
![]() |
Samfylking opnar bókhaldið 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú hef ég boðið mig fram í annað sæti á lista frjálslyndra í Reykjavík suður. Sturla sem er í fyrsta sæti er gríðarlega kröftugur og heiðarlegur maður. Honum væri vel trúandi til að toga mig inn á þing.
Hvað gerist ef ég fer á þing? Umbreytist ég þá í stjórnmálamann og fera að tala þvælu? Þetta er verðugt umhugsunarefni.
![]() |
Fundi óvænt frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)