Burt með verðtrygginguna

Frjálslyndi flokkurinn vill afnema verðtrygginguna og leiðrétta óréttlátar byrðar sem heimilin bera vegna verðbólguskotsins í haust.

Það er bráðnauðsynlegt að stilla greiðslubyrði að greiðslugetu skuldara og það er bæði hagur skuldara og lánadrottna.


Fjör á borgarafundi

Jóhanna skammaði Sigmund Davíð fyrir að vera með hræðsluáróður rétt fyrir kosningar.

Ég hef heyrt mikinn hræðsluáróður úr búðum samfylkingar í þessari kosningabaráttu en samfylkingin virðist vilja hræða kjósendur inn í ESB.

Ástþór var líka fúll út í Sigmund Davíð og taldi að útrásarvíkingurinn Ólafur Ólafsson skaffaði Sigmundi upplýsingar úr leyniskýrslum.

Guðjón Arnar sem er ólygin maður telur að framsóknarmenn hafi gjarnan aðgang að upplýsingum úr stjórnsýslunni sem eru leynilegar fyrir öðrum.

Ekki finnst mönnum leynimakk stjórnvalda eðlilegt. Þetta er að verða gömul lumma með leyndina yfir samningum og atburðarrásum. Sennilega er allt þetta leynimakk ein mesta ógæfa Íslendinga því í skjóli þess er búið að margræna auðlindum af almenningi.


Leynimakk fyrir kosningar

Fjórflokkurinn ber ekki meiri virðingu fyrir almenningi en svo að almenningi er gert að ganga til kosninga með bundið fyrir augun.

Hvers vegna öskrum við ekki á þetta fólk sem er að dylja slóð mistaka í ráðherratíð samfylkingar og sjálfstæðisflokks?


mbl.is Siv segir atburði ævintýralega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefna Frjálslynda flokksins

Lýðræði, stjórnarskráin fyrir fólkið, aðskilnaður valdastofnanna og uppræting spillingar í stjórnsýslunni

Auðlindirnar til þjóðarinnar

Uppbygging atvinnuveganna, uppræting hafta, gjafakvóta, ofríkis valdhafanna, einokunnar og fákeppni.

Fjölbreytni í atvinnuuppbyggingu, atvinna fyrir alla, frelsi í byggðarlögum til atvinnusköpunar.

Leiðrétta þarf skiptingu afleiðinga verðbólguskotsins milli lánadrottna og skuldara. Lánadrottnar eiga að taka á sig hluta byrðarinnar enda bera bankarnir ríka ábyrgð á verðbólguskotinu. Draga þarf höfustól af skuldum veðsettra eigna niður að markaðsvirði þeirra. Draga þarf greiðslubyrði lána niður að greiðslugetu skuldara. Þessi leið þjónar heimilunum, lánadrottnum og samfélaginu í heild.

Verja skal hagsmuni barna, aldraðra og öryrkja í kreppu.

Frjálslyndi flokkurinn er sterk liðsheild sem vinnur að verlferð fólksins í landinu.


Er verið að kjósa um ESB?

Þessir vilja sækja um ESB

Samfylkingin

Framsókn

Borgarahreifingin

Frjálslyndir taka afstöðu gegn ESB


Frjálslyndir bjóða upp á lausnir en ekki hræðsluáróður

Frjálslyndi flokkurinn berst gegn spillingu og hefur alltaf barist gegn spillingu.

Fúlt og morkið flokks- og ráðherraræði þarf að uppræta.

Stóru viðskiptablokkirnar kaupa sér ráðherra.

Það eru engar reglur um styrki til prófkjöra.

Hvað eru margir mútaðir þingmenn á leið inn á þing núna á vegum stóru flokkanna.

Sjálfstæðisflokkurinn, samfylking og framsókn eru samdauna spillingarkerfinu.


Krefjið fjórflokkinn svara

...hef margoft heyrt að hinir erlendu fjárfestar séu búnir að blása málið af. Hef líka heyrt að þeir vilji framseljanlegan orkusamning vegna Helguvíkur. Veit ekki hvað er til í þessu en veruleikinn er sífellt að taka fram úr því sem ég hefði haldið að væru bara kjaftasögur.
mbl.is Hundruð slógu skjaldborg um Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesti hræðsluáróðurinn og stærstu kosningaloforðin

Framsóknarflokkurinn hefur tekið margar af heimskulegurstu ákvörðunum Íslandssögunnar. Hann virðist lítið hafa lært af reynslunni og heldur áfram forheimskandi áróðri.
mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræddir samfylkingarmenn!

Samfylkingin á stóran hlut í efnahagshruni Íslands vegna þess að hún var í ríkisstjórn árin 2007 og 2008 og brást ekki við aðvörunum. Hver ráðherranna ber mestu sökina? Ingibjörg Sólrún, Össur, Björgvin? Það sætir furðu að stjórnmálamenn eins og Össur og Björgvin skuli ætlast til þess að fá að starfa áfram sem þingmenn með þvílíkan feril á bakinu! Sumir kunna ekki að skammast sín! Með þessum orðum er ekki dregið úr ábyrgð sjálfstæðismanna! Hvorugur flokkurinn hefur beðið þjóðina fyrirgefningar! Það er rétt að muna það og muna það lengi!

 

Hvað leggur Samfylkingin svo til til að koma þjóðinni út úr hörmungunum? Ekkert. Alls ekki neitt! Samfylkingin hefur enga framtíðarsýn fyrir íslensku þjóðina. Það er sama að hverju er spurt þau svara: Evrópusambandið! Í sjö mánuði hefur Samfylkingin ekkert lagt til sem getur hjálpað Íslendingum út úr erfiðleikunum sem Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn steyptu þjóðinni í.

 

Hræddir við að standa á eigin fótum elur Samfylkingin á ótta meðal Íslendinga um að þeir komist ekki áfram án Evrópusambandsins. Skelfingu lostin við að þurfa að standa þolendum sínum, íslenskri alþýðu, skil á ræfildómnum sem þingmenn Samfylkingarinnar sýndu í síðustu ríkisstjórn ala þeir nú stöðugt á ótta. Kinnroðalaust halda frambjóðendur Samfylkingarinnar því fram að Íslendingar geti fengið undanþágu frá lögum Evrópusambandsins, þvert á betri vitund.

 

Samfylkingin hefur ekkert í höndunum sem rennir stoðum undir fullyrðingar hennar um að aðild að Evrópusambandinu flytji lága vexti og lágt vöruverð inn í landið. Því síður hefur Samfylkingin nokkuð í höndunum um að Íslendingar geti samið sig frá sameiginlegri nýtingu Evrópusambandslanda á sjávarútvegsauðlind Íslands: Samfylkingin breytir ekki Rómarsáttmálanum. Hvenær samþykkir meirihluti Evrópusambandsins að gera aðrar náttúruauðlindir líka sameiginlegar?

 

Evrópusambandið er ekki góðgerðarfélag, það er ekki lýðræðislegt samband fullvalda ríkja, það er ekki samstarf frjálsra þjóða, það er ekki framtíðin.

 

Evrópusambandið er hræðslubandalag: Samband þjóða sem er stjórnað af hræddum stjórnmálamönnum. Finnar voru hræddir um að ná sér ekki upp úr kreppunni og þeir vantreystu nágrönnum sínum Rússum. Slóvenar voru hræddir við nágranna sína sem áttu í hatrömmu og blóðugu stríði eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur. Tékkar treystu ekki nágrönnum sínum eftir að pólitískt landslag í Austur-Evrópu gjörbreyttist með falli kommúnismans. Rúmenar, Pólverjar og Ungverjar eygðu peningastyrki við inngöngu. Frakkar og Þjóðverjar óttuðust stríð og stofnuðu til samstarfs sem síðar varð að Evrópusambandinu. Eystrasaltslöndin flúðu öll í ESB af ótta við Rússa. Danir naga sig í handarbökin yfir því að vera flæktir í regluverk Evrópusambandsins.

 

Það er nánast útilokað fyrir þjóð að segja sig úr Evrópusambandinu. Þjóðir afsala sér fullveldi til Evrópusambandins: Evrópusambandsþjóð getur ekki gert viðskiptasamning við land utan sambandsins. Evrópusambandið  stendur á brauðfótum, sbr. fréttir frá Ítalíu, Spáni, Írlandi, Austurríki og Lettlandi.

 

Hvað ætla hræddir samfylkingarmenn að gera þegar Íslendingar segja: Nei við ESB? Gerir Samfylkingin ráð fyrir þeim möguleika eða treystir hún á að henni takist að hræða Íslendinga nægilega mikið?

 

Þökk sé Samfylkingunni, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum að Íslendingar eiga ekki grænan eyri? Hefur Samfylkingin fengið lán hjá Evrópusambandinu fyrir aðildarviðræðum? Á að senda reikninginn til þjóðarinnar eins og hina reikninga?

 Samfylkingarfólk, hvað munu aðildarviðræður kosta? Eða á ekki að tala um kostnaðinn?

Bláfátækir byggðu Íslendingar upp gott og heiðarlegt samfélag á síðustu öld. Óheiðarlegir og vanhæfir stjórnmálamenn eyðilögðu samfélagið. Nú vilja þeir afhenda framtíðina andlitslausum embættismönnum Evrópusambandsins sem enginn hefur kosið. Sigríður frá Brattholti ein og sér bjargaði Gullfossi. Tökum hana okkur til fyrirmyndar. Samfylkingin getur flutt til Brussel.

 

Helga Garðarsdóttir

 


Síðasti borgarfundurinn undirlagður af spillingarmálum

Ég horfði spennt á sjónvarpið í gærkvöldi þegar síðasta borgarafundi með fulltrúum kjördæmanna var sjónvarpað. Við í Frjálslyndum í Reykjavík suður erum ekki vanir stjórnmálamenn og ekki vön að koma mikið fram í sjónvarpi.

Ég verð nú samt að segja að Sturla stóð sig mun betur en frambjóðendur fjórflokkanna.

Fulltrúar samfylkingar og sjálfstæðismanna eyddu miklum tíma í að verja spillingu og mútuþægni sem er í sífellu að fljóta upp á yfirborðið. Össur var eins og hann væri með njálg þegar hann var spurður um álver og frambjóðendur fjórflokksins dembdu yfirboðum í kosningarloforðum yfir almenning.

Sturla vakti athygli á sviksemi lífeyrissjóðanna við aldraða og hvatti til þess að láta milljarð í málefni aldraða í stað þess að nota peninganna í ofurlaun forstjóranna. Hvað gerir samfylkingin? Jú í morgun "lofar" Ásta Ragnheiður öldruðum fjármunum úr framkvæmdasjóði aldraða sem er jú ætlaður öldruðum. Hvað átti annars að gera við það sem er í þessum framkvæmdasjóði?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband