Fjör á borgarafundi

Jóhanna skammaði Sigmund Davíð fyrir að vera með hræðsluáróður rétt fyrir kosningar.

Ég hef heyrt mikinn hræðsluáróður úr búðum samfylkingar í þessari kosningabaráttu en samfylkingin virðist vilja hræða kjósendur inn í ESB.

Ástþór var líka fúll út í Sigmund Davíð og taldi að útrásarvíkingurinn Ólafur Ólafsson skaffaði Sigmundi upplýsingar úr leyniskýrslum.

Guðjón Arnar sem er ólygin maður telur að framsóknarmenn hafi gjarnan aðgang að upplýsingum úr stjórnsýslunni sem eru leynilegar fyrir öðrum.

Ekki finnst mönnum leynimakk stjórnvalda eðlilegt. Þetta er að verða gömul lumma með leyndina yfir samningum og atburðarrásum. Sennilega er allt þetta leynimakk ein mesta ógæfa Íslendinga því í skjóli þess er búið að margræna auðlindum af almenningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Guðjón Arnar er þekktur fyrir órökstuddar ásakanir sínar og hefur áður sakað Sjálfstæðismenn um að hafa mútað meðlimum Frjálslyndra.

Þó er það grafalvarlegt mál að Sigmundur sé að birta upplýsingar úr leyniskjölum opinberlega.

Bjarni Benediktsson stóð sig hins vegar einstaklega vel í þættinum og sýndi mikla skynsemi í málflutningi sínum.

Hilmar Gunnlaugsson, 24.4.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það eru nú margir þekktir fyrir órökstuddar ásakanir. T.d. ég þegar ég hef haft uppi skoðanir á því að sumar ákvarðanir í sjálfstæðisflokki eru svo arfavitlausar að þeim hlyti að hafa verið mútað til þess að taka þær.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband