Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-06-23
Hefur Jakob ekki lesið Icesave samninginn?
Í samningnum segir:
Including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or they-ir use of intended use) of any order or judgement. Þ.e. "óháð notkun eða ætlaðri notkun" þetta verður vart túlkað öðruvísi en að hlutverk og eðli eignarhalds sé engin hindrun í yfirtöku eigna ríkisins.
Samningurinn eyðir þeirri griðhelgi sem Jakob vísar í að neðan.
En Jakob Möller ráðgjafi utanríkisráðuneytis segir:
Bretar og Hollendingar geta ekki gert tilkall í eignir íslenska ríkisins, þar með talið Alþingishúsið, vegakerfið, sendiráð og eignir Seðlabankans. Þetta kemur fram í álitsgerð um Icesave-samningana sem Jakob Möller, hæstaréttarlögmaður, vann fyrir utanríkisráðuneytið.
Jakob segir þessar eigur órjúfanlegan þátt í rækslu þess hlutverks sem er í eðli ríkisins. Þá séu erlendar eigur ríkisins, s.s. sendiráð og eignir erlendra seðlabanka hjá Englandsbanka undanþegnar aðför í Bretlandi og því varðar gegn aðfararhæfi með Vínarsamningnum.
Jakob telur óheppilegt að deiluefni verði útkljáð í breskri lögsögu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ákvæði í samningunum eru á hæsta máta óeðlileg og hættuleg íslenskri þjóð og íslenskri menningu.
Er Jakob Möller hinn nafnlausi ráðgjafi Jóhönnu?
![]() |
Hagstæð ákvæði Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-06-23
Hvaða vinir fá bankanna næst?
Stefna að því að einkavæða bankanna áður ein þau ljúka kjörtímabilinu?
Svavar Gestsson fyrir vel unnin störf?
![]() |
Bankar einkavæddir innan 5 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-06-23
Loksins eitthvað af viti
![]() |
Þúsund ný störf í skógrækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tryggvi hélt að það sem myndi í heild falla á ríkið væru einhverjir 200 til 300 milljarðar en útlit er fyrir nú að þetta verði nærri 2000 en 200 milljörðum.
Bara að minna á það.
Ekki furða þótt bankarnir færu á hausinn.
Ekki myndi ég treysta þessum hagfræðingum fyrir heimilisbókhaldinu mínu hvað þá meir.
![]() |
Icesave kostar minnst 300 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-06-22
Spádómsgáfa valdhafanna eina ferðina enn
Jóhanna Sigurðardóttir hallast að því að 95% náist upp í Icesavehryllinginn.
Það var verið að selja John Hancock turninn í Boston á helming þess sem hann var keyptur á.
Meðan verðmæti eigna um heim allan hrynja styrkist eignasafn Landsbankans.......????
![]() |
Ísland fær helming eigna Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-06-22
AGS keyrir þjóðarbúið fram af bjargbrúninni
Lífeyrissjórðirnir eru eign þeirra sem hafa byggt þá upp. Heyrst hefur að verið sé að taka lán úr lífeyrissjóðunum til þess að setja í verkefni fyrir stórverktaka.
Það eru þá væntanlega ríki og sveitafélög sem taka þessi lán en greiðslugeta þessara aðila er mjög vafasöm og því má ætla að lífeyristjóðirnir haldi uppteknum hætti með áhættufjárfestingar.
Þegar kemur að því að ríkið þarf að fara að greiða Hollendingum og Bretum upp í Icesave-samningin verða skuldabréf til þessara aðila, þ.e. ríkisins eins og hver önnur "junk bonds".
![]() |
Ekki krafa um þjóðnýtingu lífeyrissjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-06-22
Raunvirði eigna Landsbankans er...
...söluandvirði þeirr í dag.
Þessi frétt er ekki frétt.
...það er ekki frétt "að það sé gert ráð fyrir að".....
Menn geta gert ráð fyrir einhverju þangað til þeir verða bláir í framan en það breytir ekki stöðunni.
Segið okkur hvert söluandvirði eignanna er í dag því það er frétt.
![]() |
Eignir duga ekki fyrir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-06-21
Svín...
Nei ég er ekki að tala um Ríkisstjórnina.
Ég er þó þeirrar skoðunar að allar ríkisstjórnir frá bankahruninu hafi sýnt eindæma dugleysi og heigulshátt. Sjálfsagt myndi ég kalla þær svín ef ég væri ekki svona kurteis.
Bretar beittu hörðum þrýstingi til þess að fá Ríkisstjórnina til þess að samþykkja að ganga í ábyrgð vegna skulda Björgólfs Thors.
Þessi frétt er frá 16 október 2008:
Bændasamtökin vinna nú að fæðuöryggismálum í samstarfi við almannavarnir vegna mögulegs fóðurskorts í kjölfar hamla á gjaldeyrisviðskiptum. Er um að ræða innflutt fóður fyrir alifugla og svín. Verður fundað á morgun með almannavörnum um úrræði til að styrkja stöðuna. Í fréttum Ríkisútvarpsins sjónvarps í gærkvöldi var rætt við Ólaf R. Dýrmundsson, ráðunaut hjá Bændasamtökum Íslands, þar sem fram kom að ef slíkur skortur yrði í svo veigamiklum búgreinum þá yrði óhjákvæmilega skortur á matvælum í kjölfarið. Sagði hann að það væri liður í fæðuöryggi þjóðarinnar - og þar með almannavörnum - að sjá til þess að hér sé nóg til af fóðri. Það getur skapast hættuástand, sérstaklega í þessum búgreinum sem eru svo háðar aðfluttu fóðri og þess vegna vilja menn vera í góðri og sterkri viðbragðsstöðu," sagði Ólafur í viðtali við RÚV.
Hann bætti því við að tekið væri svona á málunum á þessu stigi til að treysta stöðuna og lagði áherslu á að það væri engin ástæða til þess að vekja áhyggjur eða ótta meðal fólks.
Hvað hefur Ríkisstjórnin gert til þess að auka fæðuöryggi á Íslandi eftir reynsluna í haust. Voru akrar plægðir í vor. Var byggi eða öðru kornfóðri sáð?
Eina byggið sem ég hef heyrt um að sé sáð er bygg með mannapróteinum fyrir lyfjaiðnaðinn. Já gróðavon alþjóðafyrirtækja gengur fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar.
Meira um þetta á Bóndi.is:
Greinargerð
Óvissutímar í efnahagsmálum þjóðarinnar, gjaldeyrisskortur og gjaldeyrishöft hafa vakið upp spurningar um hvernig fæðuöryggi landsmanna verði best tryggt. Það liggur fyrir að þegar efnahagsörðugleikar dynja yfir hugsa einstakar þjóðir fyrst og fremst um að tryggja sínum eigin þegnum mat. Á liðnu hausti sáust bæði dæmi um að þjóðir takmörkuðu útflutning með lögum eða skattlögðu hann sérstaklega. Ekki er því alltaf hægt að treysta á að hægt sé að flytja inn matvæli. Þessi sömu vandamál geta einnig skapast vegna styrjalda, náttúrhamfara, sjúkdóma eða annarskonar hruns í milliríkjaviðskiptum. Hins vegar er ekki til hérlendis nein áætlun um fæðuöryggi. Leita verður samvinnu við stjórnvöld um málið og m.a. fara yfir núverandi framleiðslu, skilgreina lágmarksbirgðir af matvælum og nauðsynlegum aðföngum til innlendrar framleiðslu. Jafnframt þarf að meta hvaða aðgerða er þörf ef fæðuöryggið er ekki fullnægjandi.
Getur verið að það hafi munað litlu í haust að við værum komin aftur til 1880 en um þann tíma segir:
Ein heimildin um veðurfar og skepnuhöld bænda þessi tvö undanfarin ár (1880-1882) segir: Harðindin þessa tvo vetur komu illa niður á bústofni manna. Kvikfénaði fækkaði mjög um allt land, - drapst af fóðurskorti og hríðum og allskonar ótímgan.
Frá fardögum 1881 til fardaga 1882 fækkaði fé landsmanna um 100 þúsund. Talið er, að vorið 1882 hafi fæðzt um það bil 180 þúsund lömb á öllu landinu. Af þeim drápust 65 þúsund eða meira en þriðjungur. Hallærisástand var ríkjandi í mörgum héruðum.
Minnir að menn hafi verið að þrasa um það í haust hvort kreppan drægi okkur aftur fyrir 1990
Svo má að lokum spyrja hvers vegna ekki er ræktað skepnufóður hér á landi sem bæði myndi skapa störf og spara gjaldeyri.
Ríkisstjórn sem er með álver og ESB á heilanum er hættuleg Ríkisstjórn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)