Það á ekki að hætta að ganga fram af almenningi.
Landsvirkjun er stórskuldug og virðist lítið hagnast á orkusölu.
80% framleiddrar orku á Íslandi fer til álveranna en Íslendingar greiða margfalt meira fyrir orkuna en stóriðjan.
Nú er Landsvirkjun að verða gjaldþrota vegna gjafmildis sem tengist orkusamningum við alþjóðafyrirtæki.
En það er hægt að leysa það. Það má jú taka ellilífeyrinn af landsmönnum til að styrkja alþjóðafyrirtækin þar sem Landsvirkjun sleppir burði til.
En hvers vegna var ég ekki spurð þegar samið var um orkuverð til þessara alþjóðafyrirtækja hvort ég vildi fórna ellilífeyri mínum fyrir þau? Ég hefði kannski sagt NEI.
![]() |
Flensan lengir kreppuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-07-19
Menning á uppboði
Þjóðmenning er fyribæri sem þróast í aldir í skjóli landamæra, samfélags sáttmála um samvinnu og þess sem landið gefur af sér. Þjóðmenning verður þó ekki til í einangrun heldur í samskiptum við aðrar þjóðir en þó í skjóli verndar sem sáttmáli samfélagsins skapar þjóðum.
Það er mikill munur á samskiptum þjóða sem ganga um menningu hverra annarra með virðingu og samskiptum sem fela í sér innrás alþjóðafyrirtækja sem arðræna, menga, misnota vinnuafl og skilja eftir sig sviðna jörð eins og nýlenduveldin hafa gert víða.
Ég býð kínverskan veitingastað velkominn. Ég bíð danskt bakarí velkomið til þess að auka úrval. Ég þygg það með þökkum að læra af öðrum þjóðum það sem þær hafa þróað í menningu sinni í hundruðir ára.
Þegar ég kem til Danmörku vil ég fá að njóta þeirra sérstöðu og menningar sem landið býður upp á því ella gæti ég allt eins setið heima. Danmörk hefur verið rómuð fyrir gott hráefni til matargerðar. Hin evrópska einangrunar/alþjóðafyrirtækjahyggja virðist nú vera að drepa niður danskan landbúnað.
2009-07-19
Verður Ísland ruslahaugur Bretlands?
Í stað þess að leggjast yfir vandamálið sem skapaðist í kjölfar bankshrunsins og reyna að leysa það á grundvelli jafnræðis og réttlætis ákvað Brusselvaldið í samvinnu við samfylkingu að nota vandamálið til þess að þvinga Íslendinga inn í Evrópusambandið.
Þannig sé ég þetta mál.
Ferli þessa máls hefur verið óeðlilegt á öllum stigum þess og þakka ég Elvíru fyrir hennar innlegg í umræðuna um það hvað varðar lög og stefnu Evrópusambandsins.
Það er ein setning sem höfð er eftir henni sem ég vil vekja sérstaka athygli á:
Mendez lítur málið alvarlegum augum og telur að ef samningurinn nái fram að ganga muni það setja löggjöfina um innri markaðinn í uppnám, enda muni það ala á tortryggni ríkja í millum ef málalyktir fjármálahruns geti orðið þær að almenningur þurfi að borga brúsann.
Áróðurinn í fjölmiðlum og af hálfu stjórnvalda hefur verið slíkur að það er búið að slíta úr samhengi ýmsa mikilvæga þætti sem almennt er viðurkennt innan fræðaheimsins að hangi saman.
T.d.
Svik--> vantraust
Áhrif--> ábyrgð
Völd--> ábyrgð
Leynd--> trúnaðarbrestur
Sök--> refsing
Sakleysi--> engin refsing
Glannaskapur--> meira tap
Varúð--> minna tap
Samfylkingin, Hollendingar og Bretar ásamt Brusselvaldinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur tekist að telja íslenskum almenningi trú um að það sé eðlilegt að SAKLAUSIR taki á sig tap, ábyrgð og refsingu meðan SEKIR, þ.e. stjórnmálamenn, embættismenn og glæpamenn lifi áfram við sömu kjör og þeir hafa haft og sleppi við ábyrgð, tap og refsingu.
það er algjörlega úr tengslum við allt sem ég þekki (en ég er með meistaragráðu í viðskiptafræði M.sc) að þeir sem taka áhættu með því að eiga í viðskiptum (viðskiptavinir Icesave) tapi engu en aðilar sem vissu ekki einu sinni um þessi viðskipti (Íslendskur almenningur) og tóku enga áhættu (þeim vitanlega) skuli eiga að taka á sig tapið.
Auðvitað er hættulegt að vera með illa menntað fólk í ríkissjórn.
Þetta kallast siðrof og leiðir til hnignunar samfélagsins
![]() | Misbýður umgjörðin um Icesave |
Bretland er að springa undan sjálfu sér. Þéttbýlið er slíkt að gangstéttirnar halda varla fólki á leiðinni á vinnuna á morgnana. Ruslið flæðir um allt í London. Mengun og á sumrin ber á vatnsskorti.
Englendingum hefur ekki sést fyrir í græðgi sinni og mikil eymd hefur skapast í sumum hverfum í London. Gamalt fólk býr við vosbúð og látast alltaf fjöldi þeirra á veturna vegna fátæktar. "Fína fólkið" heldur samt gleði sinni og lítur svo á í hroka sínum að það sé meðfædd forréttindi þeirra að lifa í vellystingum og hafa vinnuhjú. Það er síðan annarra en þeirra að sjá um skítinn sem þeir skilja eftir sig.
Samfylkingin og vinstri græn hafa nú tekið upp merki sjálfstæðismanna í tilburðum þeirra að gera Ísland að ruslakistu Breta og Bandaríkjamanna. Skýrt dæmi um það er að leyfi hefur verið gefið til þess að rækta erfðabreytt bygg með mannapróteini til lyfjaiðnaðar undir beru lofti. Forsvarsmennirnir segja að engin hætta sé á smiti í annað bygg. Ætla þeir að setja upp skilti við akranna sem segir: "umferð fugla bönnuð" eða mýs eða refir.
Á suðurnesjum hefur ríkisstjórn samfylkingingar og vinstri grænna og sjálfstæðismenn í Keflavík ákveðið að leyfa útlendingum að tæma orkuauðlindirnar ef marka má umræðu í New York Times.
Yfirleitt þegar stjórnmálamenn gera díla við útlendinga um að fá að misnota landið okkar (sem virðist vera að verða ruslahaugur alheimsins) þá gera þau díla við misyndis og glæpamenn sem er verið að rannsaka erlendis. Menn víla ekki fyrir sér að reyna að koma hverjum skítaiðnaðinum á fætur öðrum fyrir á Íslandi. Starfsemi sem önnur lönd vilja losna við.
Hver stjórnmálamaðurinn af fætur öðrum verður uppvís af því að vera í viðskiptum við erlenda fjárglæframenn.
Ég tek það fram að ofangreind færsla er ekki ritgerð með upphafi, miðju og niðurlagi heldur er ég að koma á framfæri mörgu af því sem mér misbýður. Bretar flytja óþverrann sinn til annarra landa. Þetta hefur á sér fingraför alþjóðafyrirtækja en íslensk stjórnvöld eru ekkert að gera til þess að losa þjóðina úr klónum á þessum glæpamönnum. Vinnubrögð samfylkingarinnar er að beygja sig undir vöndinn og mér misbíður það.
![]() |
Úrgangur fluttur aftur til Bretlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.7.2009 kl. 04:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2009-07-19
Fyrir þá sem skilja útlensku
Joseph Stiglitz árið 2008
Hann segir að ný-frjálshyggjan virki ekki.
Ríkisstjórnin vinnur nú í anda ný-frjálshyggjunnar eftri uppskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Joseph Stiglitz finnst absúrd að bandaríkjamenn skuli ráðleggja öðrum i fjármálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-07-18
Ég held að Íslendingar séu orðnir aumingjar
Þegar ég var lítið leit ég upp til fullorðna fólksins. Það gat bara allt og ég treysti því. Enda var þetta fólk sem var að gera allt mögulegt. Kallar sem voru að þurrka skreið. Kallar og konur sem voru að byggja upp alls konar fyrirtæki. Sumir voru í bílskúrnum en aðrir voru stórtækari.
Það vantaði svo sem ekki að það væri aðstöðumunur. Menn voru í pólitík og hygluðu að sér og sínum. En aumingjaskapurinn var ekki allsráðandi.
Núna geta menn ekki gert neitt sjálfir heldur verða þeir að fá útlendinga til þess að gera allt fyrir sig. Ríkisstjórnin vill alls ekki að menn fari að sýna neinn dug og gera eitthvað sjálfir. Nei hún vill að það komi útlendingar og byggi álver handa fólkinu. Eða verksmiðju. Og ekki geta Íslendingar lengur rekið hitaveiturnar sínar sjálfir.
Það þarf að fá útlendinga til þess að nýta vatnsréttindin og svo fá útlensk skip að flytja átappað vatn til Arabíu. Ég geri alveg ráð fyrir því að ríkisstjórnin sitji í reykfylltum bakherbergjum og velti því fyrir sér hvernig hún geti komið vatnsaflsvirkjunum í eigu útlendinga. Er reyndar hálfnuð á þeirri vegferð með því að selja 80% orkuframleiðslunnar á Íslandi til útlendinga með tapi.
Fólkinu í byggðarlögum landsins virðist líka þetta bara ágætlega því ekki kvartar það. Ekki er það að heimta að fá orkuna á sanngjörnu verði. Hví ætti það að gera það? Er ekki þægilegra að bíða eftir því að einhverjir útlendingar komi og reisi verksmiðjur heldur en að reyna að gera eitthvað sjálfur?
Svo bíður maður bara eftir að fá danska mjólk, danskt svínakjöt og franska osta á borðið.
Þeir sem fá eitthvað að borða í framtíðinni hugsa ábyggilega með sér, þegar þeir sitja við sitt alþjóðlega matarborð, mikið vorum við vitlaus þegar við vorum framleiða þetta allt sjálf hérna í heimsskautalandinu. Því í fjandanum var þessi tíu ára aðlögun fyrir bændurna. Við hefðum getað hætt þessari vitleysu mikið fyrr.
![]() |
Gamla Kaupþing skuldaði Nýja Kaupþingi fjármuni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Nú á að fara að telja landsmönnum trú um að þeir séu komnir í úrslitaleik á móti Króötum.
Einföld skilaboð í anda nasismans en það má auðvitað ekki segja "í anda nasismans." Ég ætla því að taka skýrt fram að ég er ekki að meina að það standi til að senda milljónir í gasklefa því slíkt gæti auðvitað aldrei skeð á hámenningarsvæðinu Evrópu. Nei það eru einföld og skýr skilaboð til heimsks almúgans sem minnir skuggalega á aðferðafræði nasismans. Við eru bara í fótboltaleik við Króatíu og við verðum að vinna. Auðvitað er þessi áróður úr herbúðum Brusselvaldsins.
ESB ríkisvaldið sem mun taka sér þau völd sem því sýnist þegar búið er að innlima samkvæmt markmiðum nýlenduveldanna sem eyðir meiri fjármunum í áróður en Kóka Cola eyðir á heimsvísu í auglýsingar.
![]() |
Keppa Ísland og Króatía? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Menn voru kosninr á þing til þess að vinna að vandamálum þjóðarinnar en ekki til þess að verja dýrmætum tíma og fjármunum í sundra þjóðinni með ESB hringli.
Dýrmætum tíma, orku og athygli hefur verið sólundað á altari draumsýnar samfylkingarinnar um embætti í Brussel.
Ný-frjálshyggjan tröllríður húsum í vinstrí-ríkisstjórninni sem ætti að vera fyrir löngu búin að afþakka veru landstjóra Alþjóðargjaldeyrissjóðsins hér.
Vinna að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun er hunsuð.
Ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hlýtt. Ráðum sem eru að sliga atvinnulífið og fjölskyldurnar.
Dýrmætum fjármunum er eytt í aðildarumsókn en hunsa á að bólusetja hálfa þjóðina gegn svínaflensu.
Það er óhætt að segja að sannfæring forystu vinstri grænna sé fjölþætt.
![]() |
Blendnar tilfinningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
...fyrst Össur Skarphéðinsson er súr út í hana.
Svandís Svavarsdóttir virðist vera í tilvistarkreppu eins og margir vinstri grænir sem hafa brotið gegn kjósendum sínum.
"FJÖLÞÆTT SANNFÆRING" hver fjandinn er það?
Hefur Svanhvít fjölþættustu sannfæringuna á þingi eða er sannfæring Ögmundar og Steingríms enn fjölþættari?
![]() |
Fjölþætt sannfæring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2009-07-17
Össur er ónægður með ESB
Össuri Skarphéðinssyni finnst það vera áhyggjuefni hvernig vald hefur þjappast saman í Brussel.
Mér finnst áhyggjuefni hvernig völdin hafa verið að þjappast hjá embættismönnum (mafíusrjórnmál) hjá ESB. Þingmenn þar valdalitlir og völd, áhrif almennings nánast engin.
Esb er í raun bara frontur fyrir stóriðju, fjármálakerfi, auðmenn og aðal sem beita því fyrir sig í hagsmunabaráttunni.
Ég er ekki hissa á því ef Össur hefur áhyggjur að þessu.
![]() |
Leyfir mönnum að kæla sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-07-16
Samfylkingin, ESB og misnotkun hugtaka
Í stað þess að leggjast yfir vandamálið sem skapaðist í kjölfar bankshrunsins og reyna að leysa það á grundvelli jafnræðis og réttlætis ákvað Brusselvaldið í samvinnu við samfylkingu að nota vandamálið til þess að þvinga Íslendinga inn í Evrópusambandið.
Þannig sé ég þetta mál.
Ferli þessa máls hefur verið óeðlilegt á öllum stigum þess og þakka ég Elvíru fyrir hennar innlegg í umræðuna um það hvað varðar lög og stefnu Evrópusambandsins.
Það er ein setning sem höfð er eftir henni sem ég vil leggja sérstaka athygli á:
Mendez lítur málið alvarlegum augum og telur að ef samningurinn nái fram að ganga muni það setja löggjöfina um innri markaðinn í uppnám, enda muni það ala á tortryggni ríkja í millum ef málalyktir fjármálahruns geti orðið þær að almenningur þurfi að borga brúsann.
Áróðurinn í fjölmiðlum og af hálfu stjórnvalda hefur verið slíkur að það er búið að slíta úr samhengi ýmsa mikilvæga þætti sem almennt er viðurkennt innan fræðaheimsins að hangi saman.
T.d.
Svik--> vantraust
Áhrif--> ábyrgð
Völd--> ábyrgð
Leynd--> trúnaðarbrestur
Sök--> refsing
Sakleysi--> engin refsing
Glannaskapur--> meira tap
Varúð--> minna tap
Samfylkingin, Hollendingar og Bretar ásamt Brusselvaldinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur tekist að telja íslenskum almenningi trú um að það sé eðlilegt að SAKLAUSIR taki á sig tap, ábyrgð og refsingu meðan SEKIR, þ.e. stjórnmálamenn, embættismenn og glæpamenn lifi áfram við sömu kjör og þeir hafa haft og sleppi við ábyrgð, tap og refsingu.
það er algjörlega úr tengslum við allt sem ég þekki (en ég er með meistaragráðu í viðskiptafræði M.sc) að þeir sem taka áhættu með því að eiga í viðskiptum (viðskiptavinir Icesave) tapi engu en aðilar sem vissu ekki einu sinni um þessi viðskipti (Íslendskur almenningur) og tóku enga áhættu (þeim vitanlega) skuli eiga að taka á sig tapið.
Auðvitað er hættulegt að vera með illa menntað fólk í ríkissjórn.
Þetta kallast siðrof og leiðir til hnignunar samfélagsins
![]() |
Misbýður umgjörðin um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)