Já og svo fer ellilífeyrinn minn í að fjármagna erlend fyrirtæki

Það á ekki að hætta að ganga fram af almenningi.

Landsvirkjun er stórskuldug og virðist lítið hagnast á orkusölu.

80% framleiddrar orku á Íslandi fer til álveranna en Íslendingar greiða margfalt meira fyrir orkuna en stóriðjan.

Nú er Landsvirkjun að verða gjaldþrota vegna gjafmildis sem tengist orkusamningum við alþjóðafyrirtæki.

En það er hægt að leysa það. Það má jú taka ellilífeyrinn af landsmönnum til að styrkja alþjóðafyrirtækin þar sem Landsvirkjun sleppir burði til.

En hvers vegna var ég ekki spurð þegar samið var um orkuverð til þessara alþjóðafyrirtækja hvort ég vildi fórna ellilífeyri mínum fyrir þau? Ég hefði kannski sagt NEI.

 


mbl.is Flensan lengir kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grunn vandamálið er að stjórnendur landsins eru vanhæfir.

Vanhæfir m.a.:   Vegna þekkingarleysis á rekstri og þeim kostnaði sem hann felur í sér.  Vegna rörsýnar.  Vegna einfeldni. Vegna þess að annarlegir hagsmunir ráða för og ákvörðunartöku.

Við sjáum þetta núna m.a. í tengslum við 95 ára vatns-sölu-samning við erlendan auðhring. Svona gerir enginn.

 Hvaða einstaklingar sömdu um verð til stóriðjunnar á sínum tíma ?

Það á að láta lífeyrissjóðina í friði núna á þessum tímum.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 07:38

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Erlendir kröfuhafar er að sælast í þá og ríkið er farið að telja þá með þegar það gerir grein fyrir eignum sínum.

Ég held að þessi ríkisstjórn sé sett saman af dómgreindarlausum einstaklingum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.7.2009 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband