Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari og Margrét hafa staðið sig vel sem málsvarar borgara inni á þingi. Þau hafa lagt sig fram um að verja málstað afkomenda okkar. Þráinn Bertelsson hefur fyrir vikið viljað láta reka þau af þingi ef marka má málflutning hans í fjölmiðlum.
Borgarahreyfingin er ungt afl sem er í mótun og kjósendur borgarahreyfingarinnar er fólk sem er búið að fá nóg af sérhagsmunapoti og spillingu fjórflokksins.
Þráinn kann ekki við það að þingmenn borgarahreyfingarinnar hafa tekið afstöðu með þessum kjósendum sínum og valið að fylgja valdaklíkunni sem er búin að eyðileggja friðsældina, réttaröryggið, lýðræði og efnahag á Íslandi svo eftir hefur verið tekið um heim allan.
![]() |
Fyrr frýs í víti en ég skipti um flokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-08-09
Aulahrollur
Þarna sitja þeir og ræða fyrirvara á óformlegum vinnufundi.
Stjórnmálamenn henda fram óræðum hugtökum sem þeir skilgreina nánast aldrei og ég er farin að stórefast um að þeir skilji sjálfir.
Hugtök eins og endurreisn efnahagslífsins. Ríkisstjórnin situr við fótskör landshöfðingjans Rozwadowski og hlýðir á kenningar hans. Kyngir hugtökunum án þess að leita frekari skýringa.
Þetta er hættulegt fólk sem vegna vangetu og hagsmunapots mun leiða samfélagið á vonarvöl ef ekki verður gripið inn í þetta ferli.
Hvað er að gerast í samfélaginu akkúrat í dag?
Tugir þúsunda ganga atvinnulausir
Skjaldborgin hefur gufað upp
Taka á lán sem má ekki nota og allir vita að má ekki nota. Til hvers?
Svavar Gestsson skrifaði undir samning sem afsalaði Íslendinga réttindum án þess að nokkuð kæmi í staðinn.
Skilanefndirnar leika sér að almannafé
Spilltir embættis menn sitja við kjötkatlanna
Ekkert hefur verið gert til þess að umbreyta morknu stjórnafari
Bönkunum er stjórnað af útrásarvíkingum
Útrásarvíkingar eru að hirða verðmæti almennings í skjóli vinstri stjórnar (Hitaveita Suðurnesja)
Einkavæðing í fullu blússi, almenningur byggir upp verðmæti sem síðan eru færð í hendur fárra
Fjórflokkurinn ver spillinguna sem aldrei fyrr.
Útsendarar fjórflokksins (t.d. Þráinn) gera nú allt til þess að splundra Borgarahreyfingunni rétt eins og þeir réðust inn í frjálslynda flokkinn á sínum tíma til þess að verja kvótakerfið.
Hvað segir fjórflokkurinn: skítt með almenning, skýtt með lýðræðið.
![]() |
Ræða breytingar á Icesave í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-08-09
Lýðheilsa og forréttindi
Samfélag getur verið vont og samfélag getur verið gott. Í góðu samfélagi er einstaklingum umbunað fyrir hæfni og dugnað. Í góðu samfélagi umgöngumst við þá sem ekki getað bjargað sér af virðingu.
Gott samfélag verður ekki til fyrir tilviljun heldur vegna kröfu þeirra sem byggja það upp. Kröfu um að byggðar séu upp græðgisvarnir sem miða að því að hindra einstaklinga sem hafa lítinn áhuga á velferð annarra og skemma samfélagið til þess að mata eigin krók.
Heilbrigðiskerfið er dýrasti hluti velferðarþjónustunnar. Undanfarna áratugi hefur átt sér stað þróun sem dregur úr jöfnu aðgengi að heilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að það eigi að vera tryggt í lögum.
Sjúkratryggingar með beinum iðgjöldum voru lagðar niður fyrir um tuttugu árum og heilbrigðiskerfið þess í stað sett á fjárlög þar sem það keppir við önnur útgjöld hins opinbera. Æ stærri hluti þjónustunnar hefur verið færður úr samneyslunni yfir í einkaneysluna með innleiðingu og hækkun þjónustugjalda.
Á sama tíma hefur mismunun aukist gríðarlega í samfélaginu og það aðallega vegna þess að þeim sem hefur verið treyst hafa misnotað traustið þeim tilgangi að mata krók sinn fyrir sig og sín slektmenni.
Hópur þeirra sem teljast fátækir fer vaxandi. Hópur þeirra sem ekki hafa efni á heilbrigðisþjónustu og lyfjum fer stækkandi.
Með því að taka heilbrigðisþjónustuna úr höndum ríkisrekstrar og samneyslu í of miklu mæli fá þeir sem hvergi sést fyrir forgang að heilbrigðisþjónustunni. Andlitslyftingar hinna betur efnuðu fara að ganga fyrir meðferð eftir slys. Hinum gráðugu finnst það nefnilega allt í lagi.
Ég man eftir atviki í haust sem mér fannst vera dæmigert fyrir þessa þróun. 60 MS- sjúklingar eru á biðlista eftir lyfi sem þeim er neitað um en lyfið kemur í veg fyrir heilaskemmdir, blindu, lömun og skemmdir á líffærum. Þorgerður Katrín hafði samt sem áður geð í sér til þess að gefa strákunum í handboltanum 50 milljónir (af sjóðum almennings) til þess að leika sér með.
Þegar ég borga skatta vil ég fremur að þeir séu notaðir til þess að tryggja ungu fólki heilsu og kraft til þess að sinna fjölskyldum sínum og atvinnu en að þeir fari í að gefa þeim sem eiga nógan pening færi á að leika sér fyrir almannafé.
![]() |
Danskur einkarekstur á ríkisspena? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2009-08-09
Vonandi heiðarlegri en fjármálaráðherra
Mér líst vel á Sigríði sem Jónas Fr. Jónson reyndi að láta reka úr nefndinni. Páll Hreinsson er náinn samstarfsmaður og góðvinur Björns Bjarnasonar.
það er hins vegar alveg ljóst að ef nefndin reynir að hylma yfir glæpi og ódug stjórnmála- og embættismanna þá verður allt vitlaust.
Ég ætla að vona að Páll Hreinsson skilji ábyrgð sína (en innvígðir og innmúraðir hafa ekki verið þekktir af slíku) og að hann skilji að það hefur gríðarleg áhrif á upprisu þessarar þjóðar að gengið sé heiðarlega að verki við uppgjör hrunsins.
Fjármálaráðherran hefur algerlega brugðist og hefur sannað sig sem óheiðvirður maður í framgöngu sinni í Icesave málinu.
Ég vitna hér í Helgu en hún segir við fjármálaráðherrann í kjölfar Kastsljóss:
Steingrímur!
"Hættu að valta með frekju yfir réttlætiskennd samlanda þinna.
Leggðu á borðið með fullyrðingum þínum, hverjir skrifðu "lögfræðilegu álitin" sem þú vitnar í. Hverjir eru "reyndustu og helstu skiptastjórarnir" sem þú velur frekar að hlusta á en Ragnar H. Hall og aðra ofannefnda lögmenn? Í hvaða evrópsku lögfræðinga ertu að vitna? Hver er hollenski prófessorinn? Hver er lögfræðingurinn í Brussel?
_______________________
Til Kastljóss!
Fáið Steingrím til að takast á um málið við einn eða fleiri lögmannanna Ragnar H. Hall, Hörð Felix Harðarson, Eirík Tómasson, Lárus Blöndal eða Stefán Má Stefánsson. Leyfið áhorfendum að sjá og heyra þá skiptast á skoðunum og meta hver er trúverðugastur og virðist vita best um hvað hann er að tala!"
Nú er ekki tími leynimakks, undanbragða og blekkinga.
![]() |
Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2009-08-08
Góð notkun vitsmuna
Jónarnir Steinsson og Daníelsson hafa tekið upp á því fáheyrða atferli meðal hagfræðinga að beita vitsmununum.
það er ekkert dularfullt við það að Íslendingar þurfa síst af öllu á því að halda núna að taka lán til þess að geyma ónotað í útlöndum. Láninu fylgir gengisáhætta. Lánið hefur áhrif á lánshæfismat til hins verra og lánið étur upp raunverulegan gjaldeyrisvaraforða í þeim tilgangi að búa til gervigjaldeyrisvaraforða. Það kostar tugi milljarða á ári í vaxtamun að skulda þennan gervigjaldeyrisvaraforða.
Vera AGS hér á landi eykur ekki trúverðugleika Íslands erlendis fremur en það eykur trúverðugleika fjölskyldu að vera með barnaverndarnefnd inni á gafli hjá sér.
Jón Steinsson hefur oft komið með mjög gott innlegg í umræðuna og Jón Daníelsson hefur einnig átt góða spretti.
Fræðimenn úr Háskóla Íslands hafa átt það til að stíga fram í fjölmiðlum eins og þeir séu að koma af miðilsfundi. Hafa ýmislegt að segja um framtíðina og viðbrögð fólks í kreppu sem varla er unnt að finna stoð fyrir í nokkrum fræðum.
![]() |
Of mikið gert úr gjaldeyrisvarasjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-08-07
Miðað við það sem líklegt er talið
![]() |
300 milljónir fyrir ráðgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-08-05
Útrásarvíkingar sem fara leynt
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2009-08-05
Hverjir vilja dæma þjóðina til fátæktar
til þess að bjarga sérhagsmunum?
![]() |
Meirihluti andvígur Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-08-05
Góðar fréttir
Furðulegt að þetta hafi ekki hafist fyrr.
Vonandi verður engum eirt.
![]() |
Rannsaka íslensku bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2009-08-05
Farin í frí...
Verð ekki á blogginu í nokkra daga...eiginlega vondur tími til að taka sér frí af blogginu.
Það eru válegir tímar eða eins og einn af þingmönnum okkar sagði við mig í dag:
Ég lít svo á að við séum í alvarlegri sjálfstæðis- og fullveldisbaráttu.
Það er gríðarlegt velferðarmál fyrir alla Íslendinga að standa upp og segja NEI.
Nei við því að börnin okkar verði dæmd í fjötra fátæktar vegna glæpastarfsemi ekki eingöngu glæpastarsemi 30 til 40 íslendinga heldur einnig alþjóðlegrar glæpastarfsemi sem nýtti sér heimsku Íslendinganna sem ráku bankanna.
Ég hlustaði á Jónas Kristjánsson á RUV í kvöld og tek undir með honum að margir illa greindir (dómgreindir) eru við störf sem þeir ráða ekkert við. Þeir eru bæði of heimskir og of siðspilltir. Hann var að tala bæði um Finn bankastjóra og Hrannarbjörn ráðgjafa forsætisráðherrans. Ég náði ekki alveg hver var hvað nema þá að báðir séu hvortveggja.
Icesave er það sem er hættulegast fyrir okkur núna. Næstu vikur munu skera úr um niðurstöðu þeirrar baráttu. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja og hvet aðra til þess að gera hið sama.
![]() |
Icesave-reiknir á Mbl.is |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi 90% þeirra laga sem viðskiptaráð bað umÞað er eitt útrásarvíkingsfélag sem ekki hefur farið hátt. Mig minnir að það heiti "Arev N1" og er umfangsmikið í Bretlandi.
Arev (investment company)
Aspinal of London, Blooming Marvellous, Cruise, Duchamp, Hardy Amies, GHOST, Jones Bootmaker, Limeys, Linens 'n Things, Mountain Warehouse, Unisport
heimildir á netinu um að Jón Scheving Thorsteinsson sé stofnandi þessa félags.Svo fann ég meira um þetta fyrirtæki. T.d. þetta:
Arev N1 private equity fund acquires Yggdrasil
- product range broadened and retail strengthened
Reykjavik, 2nd of June, 2008 Arev N1, a private equity fund, has acquired the additional 50% of Yggdrasill, a company specialising in organic stuffs, from its founders, Runar Sigurkarlsson and Hildur Gudmundsdottir. This transaction results in a 100% ownership of Yggdrasill by Arev N1. Founded in 1986,
og þetta
Icebank and Arev create a new private equity fund: Three billion ISK for investment in wholesale, retail and services. Var ekki Finnur Sveinbjörnsson eitthvað tengdur Icesbank. Óskabarn ríkisstjórnarinnar og ráðinn til starfa af ríkisstjórn Björns Bjarna ef ég man rétt.
Reykjavík, 8th May 2007
Arev N1 is the only fund of its type in Iceland to invest in consumer goods companies, though this is a practice common in other sectors of the economy. The fund will typically invest 50-200 million ISK in companies meeting the funds conditions.