Menntun óþörf?

'Íslenskir þingmenn virðast vera uppblásnir af sjálfsáliti og taka ekki rökum frá sér vitrara fólki.

Guðbjartur Hannesson er kennaramenntaður og um hann segir á Eyjunni:

Formaður fjárlaganefndar segir að taka beri alvarlega athugasemdir bresks þjóðréttarfræðings sem óttast að fyrirvararnir við Icesave-frumvarpið haldi ekki fyrir breskum dómstólum.

Hann er þó ekki sammála áliti þjóðréttarfræðingsins.

Eigum við ekki að segja ef ég fæ álit þjóðréttarfræðings annars vegar og kennara hins vegar þá taki ég frekar mark á þjóðréttarfræðingnum ef um lögfræðileg álitamál er að ræða.

Eða hvað finnst ykkur? Á að byggja á skoðunum stjórnmálamanna eða þekkingu sérfræðinga við úrlausnarefni af þessu tagi?

Það er líka merkilegt að kennaramenntaður maður skuli hafa svo lítið álit á sérfræðiþekkingu að hann telji sína skoðun hafa gildi gagnvart áliti manns sem hefur tileinkað sér ártuga uppsafnaða þekkingu á sviðinu.

Ég velti því líka fyrir mér hvort að Guðbjartur þurfi ekki að fara að dusta rykið af sögubókunum því hann er ekki jafn tortrygginn á Breta og Hollendinga og InDefence-menn og deilir ekki efasemdum með þjóðréttarfræðingnum að því er segir í Eyjunni.

Bretar og Hollendingar eiga sér langa sögu virðingarleysis gagnvart öðrum þjóðum enda fátækar af auðlindum og hafa sótt verðmæti sín í auðlindir annarra þjóða.

Icesave-samningurinn gerir íslenska skattgreiðendur að auðlind Breta og Hollendinga í kynslóðir. Ég man ekki eftir að hafa haft eins djúpa skömm á nokkrum manni eins og þeim sem fór fyrir samninganefnd á vit Breta og Hollendinga og kom heim með þennan ófögnuð í farteskinu.


VARÚÐ

icesave09.jpgSvo kann að fara að Bretar og Hollendingar geri ekki athugasemdir við fyrirvarana við Icesave-frumvarpið vegna þess að þeir telja sig vita að breskir dómstólar taki fyrirvarana ekki gilda. Þetta kemur fram í bráðabirgðaáliti bresks þjóðréttarsérfræðings. Þess vegna séu fyrirvararnir í núverandi mynd þeim galla búnir að í þeim felist töluverð áhætta.

Frá þessu segir á Eyjunni.

 

Það virðist vera helsta áhyggjuefni þingmanna að koma frumvarpinu um ríkisábyrgð í gegn um þingið með hraði. Gríðarleg áhætta fylgir þessu máli og er varúð betri kostur en asi við þessar aðstæður.


Hollensk heimili voru skuldugri en þau íslensku

Ekki að furða þótt Hollendingum sé annt um að Íslendingar borgi skuldir Bjögólfs Thors.

Ríkisstjórn Íslands ætlar að gera íslenskan almenning að gullnámu Hollendinga. Þeir eiga engar auðlindir sjálfir og hafa alltaf þurft að arðræna nýlendur til þess að hafa í sig og á.

Gott að þeir fundu heimska ráðamenn sem þeir gátu gabbað til þess að greiða þeim mun hærri bætur en skaðann sem efnahagskerfi þeirra varð fyrir.

 


mbl.is Í hópi skuldugustu heimila fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei nei þetta er misskilningur

Jóhannes í Bónus á nóg af peningum.

joibonus

Sjáið þið bara þetta fína hús sem hann á í Florida

Verður forsetinn fúll ef Hagar fara á hausinn?

Einhver tengsl þar skilst mér.


mbl.is Hagar í gjörgæslu Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei

Það er sama hvernig þeir þvælast með málið

Þetta eru skuldir Björgólfs Thors


mbl.is Breytingartillögur nægja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er gjörsamlega að ganga fram af manni

Hvað er þetta fólk eiginlega að gera í vinnunni með heilu ráðuneytin til liðs við sig.

Gera þau sér enga grein fyrir alvöru þessa máls?

Bráðabirgðaálit hans er að óvíst sé hvort fyrirliggjandi fyrirvarar hafi gildi samkvæmt breskum lögum. Slík afgreiðsla málsins beri því í sér mikla áhættu fyrir Íslendinga.

Sé það raunin að fyrirvarar Alþingis hafi ekki gildi samkvæmt breskum lögum eru Alþingismenn í raun að samþykkja Icesave samningana óbreytta, samninga sem meirihluti þjóðarinnar og þingmanna telur óviðunandi.


mbl.is Vilja að ríkisábyrgð verði skoðuð betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóð í fjötrum heimsku

Ég heyrð Þórólf Matthíasson í fréttum útvarps tala um þá sem haldi því fram að Icesave muni draga "okkur aftur til steinaldar." Ég hef ekki heyrt neinn segja að Icesave muni færa okkur aftur í steinöld en tek ekki afstöðu til þess hvað þeir spjalla prófessorarnir uppi í Háskóla þegar þeir eru ekki að ræða um væntanlega styrki frá ESB. Kannski ræða þeir hryllingssviðsmyndina sem Þórólfur spáir ef Icesave verður ekki samþykkt, spádómsgáfu hvors annars og gildi þess að hafa ESB stimpilinn á rassinum.

Össur Skarphéðinsson sagði í fréttum í gær að hann hefði skapandi hugsun. Hann sagði líka fyrir bankahrun að við byggjum við traust bankakerfi og í dag segir hann að fyrirvararnir við Icesave muni halda.

Steingrímur sagði að hann hefði landað góðum samningum við Breta. Bretum finnst það örugglega enda er Icesave-samningurinn gullnáma fyrir breskt efnahagskerfi.

Svavar gekk að því að greiða Bretum margfalt þann skaða sem færa má rök fyrir að hafi hlotist af Icesave. Bretar greiddu þarlendum bætur sem renna inn í efnahagskerfi Breta en ALLS EKKI út úr því. Hvorki innistæðurnar í Icesave né heldur bæturnar til innistæðueigenda hafa horfið úr bresku efnahagskerfi og því er skaði ríkissjóðs Breta ekki nema hluti af þeim 732 milljörðum sem Steingrímur vill skrifa upp á. Fjármagnið er nefnilega enn í Bretlandi og í vinnu fyrir Breta. Skilar sér á endanum í breskan Ríkissjóð.

Íslenska efnahagskerfið á sem sagt að bæta bresku efnahagskerfi skaða sem það hefur ekki orðið fyrir. Þess krefst Icesave samningurinn af íslendingum.

Allt útlit er fyrir að fávitavæðing undanfarinna ára hafi skilað sér vel inn í stjórnarráðið og háskólann


mbl.is Veitti ekki heimild í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Baugur í eignasafni Landsbankans?

Bara vangaveltur
mbl.is 233 milljarða skuld á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segið nei við Icesave

Þennan samning verður að fella.

Vanburðir ríkisstjórnarinnar og lamaðrar sendinefndar færði íslendingum samning sem mun hafa í för með sér átakanlegar afleyðingar fyrir þjóðina.

Verði fólksflóttinn á Íslandi svipaður og í Færeyjum munu þeir sem núna halda uppi velferðakerfinu, þ.e. þeir sem greiða nettó skatt í ríkissjóð og eru burðarvirki atvinnulífsins flýja land.

Ég ber alveg gríðarlegt vantraust til ríkisstjórnarinnar.

Málflutningur í ofsastíl sem dregin er úr samhengi við eðlilega skynsemi er ekki til þess fallinn að vekja traust.

Steingrímur J leitaði á náðir kirkjunnar og fékk að halda þar ræðu.

Í ræðunni segir hann eftirfarandi:

..."þess vegna verð ég að segja það, góðir áheyrendur, að það særir mig og mér finnst það óviðeigandi, þegar að staða okkar nú, þó við höfum orðið fyrir þessu áfalli, er borin saman við ógæfusöm, bláfátæk þróunarlönd sem eiga ekkert af því sem við eigum, þau eiga ekki einu sinni vatn til að drekka, varla nokkra gróðurmold eftir til að yrkja, litlar eða engar orkuauðlindir; eiga fátt nema blásna sanda og brennandi sól, erfiða sögu átaka og kúgunar og iðulega í klóm gerspilltra valdhafa eða harðstjóra nema hvorutveggja sé. Ólæs almenningur og börn sem deyja umvörpum vegna skorts á mat, lyfjum mannsæmandi húsnæði og heilnæmu umhverfi þetta er okkur fjarlægur veruleiki. Fólk á vergangi eða í flóttamannabúðum milljónum saman, jafnvel kynslóð fram af kynslóð þar sem engin framtíð bíður, þar sem reiðin og hatrið, ofstæki og örþrifaráðin finna frjóan jarðveg. Það er ennþá og óháð öllu krepputali gæfa að fæðast Íslendingur. Hér er og skal áfram verða gott að lifa og starfa, eldast og deyja."

Ekki kannast ég við að staðan á Íslandi hafi verið borin saman við fátæk þróunarlönd nema þá helst í hræðsluáróðri yfirvalda.

Staða Íslendinga hefur hins vegar verið borin saman við stöðu annarra og nálægari landa. Sjálfur hefur Steingrímur borið sig saman við fyrrum fjármálaráðherra Finna sem hlaut þar miklar óvinsældir vegna þess hvaða leið hann valdi út úr kreppunni.

Finnska kreppan leiddi af sér fólksflótta, ótímabæran dauða og innleiða varð skólamáltíðir í skólum fyrir börn sem ekki fengu mat heima hjá sér. Sködduð kynslóð óx upp í Finnlandi en Finnar eru enn að takast á við það vandamál sem það skapar.

Steingrímur hefur sagt "við ráðum við skuldbindingarnar vegna Icesave" en ég spyr hverju er Steingrímur tilbúin til að fórna.

Samningurinn við Breta og Hollendinga mun draga allt að 1000 milljarða út úr íslensku hagkerfi og af því skapast margfeldisáhrif. Fjármunir sem hverfa úr landi munu ekki fara í að byggja upp íslenskt atvinnulíf né afla tekna fyrir þjóðarbúið. Tugþúsundir Íslendinga munu flýja land og framtíðin mun festast í vítahring sem hinn ógæfusami fjármálaráðherra neitar að horfast í augu við.

Þegar talað er um hvort við ráðum við skuldbindingar verðum við einnig að spyrja okkur hvaða fórnir þarf að færa til þess að ráða við skuldbindingarnar.

Erum við tilbúinn til þess að fórna menningu okkar, fallegri náttúru og sjálfstæði til þess að hlíta blekkingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Krafa Breta er fleiri milljarðar umfram það sem færa má rök fyrir að sé skaði Breska ríkisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er verkfæri Breta í viðleitni þeirra til þess að þvinga landið af afkomendum okkar.

Markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru ekki velferð íslenskrar þjóðar. Markimið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gróði og vöxtur alþjóðafyrirtækja sem nærast á minni þjóðríkjum. Það er hagur alþjóðafyrirtækja að skapa á Íslandi láglaunasvæði og nægilega neyð til þess að þau geti komist yfir auðlindir og fært arð úr landinu. Meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur landshöfðingjann staðsettan hér virðast ráðamenn ætla að hlýða fölskum ráðum hans.


mbl.is Munum tala eins lengi og þarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskir íslenskir stjórnmálamenn eru gullnáma fyrir Breta

 Ég velti eftirfarandi upp á Smugunni í dag.

Í kjölfar bankahrunsins hefði verið eðlilegt að setja af stað viðamikla rannsókn á ferli þeirra fjármuna sem lagðir voru inn á Icesave-reikningana og gera tilraun til þess að staðsetja áfangastað þeirra.

Þetta skiptir verulegu málið þegar skoðað er hvernig skaðinn af bankahruninu dreifist á aðila.

Bretar greiddu innistæðueigendum út bætur vegna taps þeirra við hrun Landsbankans. Efnahagsleg áhrif þessa bótagreiðslna eru í eðli sínu svipuð fyrir Breta og þegar Íslendingar greiða út bætur á Íslandi. Bæturnar skila sér út í hagkerfið og að hluta aftur í ríkiskassann t.d. sem virðisaukaskattur.

Sé sá grunur minn réttur að þeir fjármunir sem Landsbankinn náði inn með Icesave hafi aldrei yfirgefið Bretland heldur settur í ýmis fyrirtæki þar í eigu Íslendinga og Breta eru þessir fjármunir í vinnu í Bretlandi Bretum til hagsbóta. Fjármunirnir eru þá að auka atvinnustig í Bretlandi, skapa verðmæti og skila sköttum í ríkissjóð Breta.

Það má því með góðu móti halda því fram að skaði Breta takmarkist vegna þess að þeir hafa ekki þurft að greiða bæturnar út fyrir efnahagskerfi Bretlands.

Ef Íslendingar þurfa hins vegar að greiða Bretum að fullu útgjöld ríkissjóðs Breta vegna Icesave reikninganna mun það hafa í för með sér innspýtingu í breskt hagkerfi sem breskt efnahagskerfi hefur ekki þurft að afsala neinu á móti. Efnahagskerfi Breta hefur ekki beðið skaða per sei vegna Icesave en það er innbyggt í nauðungarsamninginn að slíkur skaði sér bættur.

Það má því færa fyrir því góð rök að fyrir utan vaxtamun sem mun færa Bretum hundrað milljarða gróða er samningurinn gullnáma fyrir breskan ríkissjóð vegna efnahagslegs samhengis og afmörkun efnahagssvæða. Innspýting í efnahagskerfi Breta úr Íslensku efnahagskerfi.

Íslenska efnahagskerfi mun ofþorna af þessum sökum. Það þolir ekkert hagkerfi að greiða "lán" af þessari stærðargráðu sem aldrei hefur komið inn í hagkerfi viðkomandi lands.


mbl.is Norska ríkisútvarpið fjallar um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband