Fréttin af afhendingu bankanna til erlendra kröfuhafa virðist fara fyrir ofan garð og neðan hjá fólki þótt þessi atburður sé að öllu leyti eins alvarleg og afhending orkuauðlinda til erlendra aðila.
Hinir nýju eigendur (kjölfestufjárfestar) eru að öllu leyti í sömu aðstöðu og Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson til þess að nota bankanna til þess að arðræna þjóðina og senda henni reikninginn. Íslenskir skuldarar verða þeirra gullnáma. Ástæðan fyrir viljaleysi ríkisstjórnarinnar (alþjóðagjaldeyrissjóðsins) til þess að leiðrétta ólögmætar eignatilfærslur frá skuldurum til banka er einmitt sú að það dregur úr verðmæti bankanna. Ef verðtryggingarósóminn er leiðréttur eða farið að lögum um viðmið um dagsgegni þá rýrnar gullæðin og bankarnir verða ekki eins fýsilegir fyrir erlenda lánadrottna.
Þetta hefur ríkisstjórnin aldrei sagt berum orðum og vill halda skilningi á þessu frá almenningi.
Ég vil einnig vekja athygli á frasa ríkisstjórnarinnar "að hún sé að byggja upp efnahagskerfið"
Þetta segir ríkisstjórnin án frekari skýringa. Þá skulum við skoða þetta hugtak "efnahagskerfi".
Hvað er gott efnahagskerfi. Verg landframleiðsla hefur verið notuð sem mælikvarði á árangur stjórnvalda við efnahagsstjórnun. Hækkun vergrar landsframleiðslu segir þó ekkert um lífsgæði almennings í landinu.
Inni í landsframleiðslunni er arður sem hverfur úr landi en fer ekki í vinnu inni í efnahagskerfinu til þess að bæta kjör almennings. Gott dæmi um þetta er að erlend móðurfélög álveranna hafa fært skuldir yfir á dótturfélögin og færa fjármagn úr landi sem vaxtagreiðslur af þessum skuldum og komast hjá því að greiða tekjuskatt.
Þetta gerist á Íslandi NÚNA.
Það eru lítil tengsl á milli vergrar landsframleiðslu og lífsgæða í samfélaginu.
Samfylkingin
vinnur nú markvisst að því að koma auðlindum landsins í eigu erlendra aðila.
Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz hefur vakið athygli á því hvernig stjórnmálamenn slá um sig með mælistikum sem mæla ekki raunverulega velferð og einblínt á atriði sem meta ekki almenn lífsgæði.
Stiglitz hefur bent á að það eru fjöldi atriða sem varða velferð og lífsgæði almennings sem mælist ekki í niðurstöðum um verga landsframleiðslu.
![]() |
Kröfuhafar gætu eignast Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2009-09-03
Hverju verður logið núna....?
Verður eitthvað skjal stimplað sem ríkisleyndarmál þannig að allir verði að halda kjafti og svo gegnur Steingrímur fram að sinni alkunnu snilld og segir: við megum ekki gefast upp....sest síðan inn í einkabílinn sem kostaður er af skattgreiðendum.....með einkabílstjórann sem kostaður er af skattgreiðendum...og dregur upp gemsann sem kostaður er af skattgreiðendum....og ekur á vit framtíðar með tryggum eftirlaunum...
![]() |
Fundur um Icesave-viðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðarbúið er hrunið. Skuldirnar hafa náð suðumarki og vel það.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í framvarðarlínu spillingar um áratugi.
Hvert sem sjónum er beint blasir við ormagryfja.
Ríkisstofnanir, sveitastjórnir, dómsvaldið og stjórnarráðið.
Stoðir samfélagsins hafa hrunið.
Vantraust er orðið ríkjandi fyrirbæri í samfélaginu.
Það er okkur dýrmætt að geta búið við innri ró. Treyst því að réttlæti ríki. Treyst því að morgundagurinn sé fyrirsjáanlegur. Skynjað það að að valdhöfunum sé treystandi.
Slíkt samfélag er uppspretta frelsis. Frelsið er nefnilega eins og John Dewey hefur skrifað sprottið upp af aganum og ég við bæta við af reglunni og fyrirsjáanleikanum.
Frjálst samfélag byggir á frelsi allra en ekki útvaldra.
Frjálst samfélag þolir ekki leynd og blekkingar.
Frjálst samfélag þolir ekki þöggun.
Við þolum ekki að sakleysi okkar sé mætt með prettum og blekkingum.
Viðvarandi reynsla af prettum og blekkingum tekur frá okkur það sem okkur er dýrmætt, traustið og innri ró. Við okkur blasir þá samfélag sem er eins og frumskógur fullur af rándýrum. Frelsi okkar takmarkast af hættunum í umhverfinu. Sjálf umbreytumst við því að eitthvað hefur verið tekið frá okkur sem liggur dýpra en hagtölur seðlabankans.
En við skulum ekki vera fórnalömb. Við skulum ekki leifa þeim sem ofar eru í fæðukeðjunni að nærast á okkur. Frumskógurinn er ekki skógur áþreifanlegra rándýra heldur koma þau í formi ríkjandi hugmyndfræði. Vopn okkar gegn rándýrunum er aukinn skilningur á framferði þeirra og samstaða okkar og áræði í baráttunni gegn þeim.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Vilt þú losna við þennan forseta. Þá er tækifærið að láta vita af því hér
Þessi er í góðum samböndum og verður ekki í vandræðum með að finna sér aðra vinnu
Forsetin að brjóta saman þvott með Jóni Ásgeir
Forsetinn í vinahópi
Forsetinn í félagsskap uppgjafarvíkinganna
![]() |
Bloggheimar loga vegna ákvörðunar forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.9.2009 kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2009-09-02
Steingrímur hræðir öreiganna
Steingrímur ætlar að láta alþýðuna hlýða með góðu eða illu.
Hann þarf að fjármagna bankanna og til þess þarf að blóðmjólka skuldara.
Bankarnir á að færa síðan erlendum áhættufjárfestum
Skammastu þín Steingrímur.
![]() |
Saka ráðherra um hótanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-09-02
Sannleikurinn þaggaður niður
Ólafur Ragnar er eins og margir valdahafa á kafi upp fyrir haus í viðskiptalífinu og gjörsamlega vanhæfur til þess að taka ákvarðanir fyrir þjóðina.
Ég hef nokkuð fjallað um orðræðuna og hvernig stjórnmálamenn vinna markvisst að því að halda þjóðinni í fáfræði um þá alvarlegu atburði sem eiga sér stað í samfélaginu í dag.
Bloggarar og aðrir sem eru framtaksamir við að reyna hvetja almenning til þess að rísa upp gegn ósómanum eru ekki vinsælir í dag.
Hrannar fjallar um opin skoðanaskipti á bloggi sínu.
Gagnrýnin hugsun er list sem hægt er að temja sér. Á Íslandi þarf að skapa menningu gagnrýninnar hugsunar en markmið stjórnvalda hefur verið að berja hana niður í grunnskólum landisins í áratugi.
Þessu hafa hugsjónarkonur/menn barist gegn meðan valdhafar hafa boðað utanbókarlærdóm sem er bein árás á notkun dómgreindar.
Auk gagnrýninnar hugsunar þurfa landsmenn einnig að temja sér hugrekki til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Valdhafar eru alltaf í minnihluta og ef alþýðan hefur skilning og hugrekki til að rísa gegn valdinu mun hún hafa sigur.
Hér eru myndbönd um gagnrýna hugsun
Hér er annað myndband sem skýrir hvernig við fáum yfir okkur óhæfa stjórnmálamenn vegna þess að við notum ekki skýra hugsun við að greina það sem stjórnmálamenn segja. Oft tala stjórnmálamenn óskýrt og skilaboðin frekar loðin. Í öðrum tilvikum tala stjórnmálamenn greinilega í blekkingum og þeir eru hættulegir siðmenningunni.
Skýr hugsun og gagnrýnin hugsun er okkur gagnleg vegna þess að hún eykur hæfni okkar til þess að standa með okkur sjálfum og standa með umbótum í samfélagi okkar.
![]() |
Þröngir flokkshagsmunir þurfa að víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vilja ekki að vörur séu framleiddar á íslandi.
Þegar við kaupum íslenskt sement þá erum við að:
Hafa góð áhrif á atvinnustigið í landinu.
Bæta velferðarþjónustu og skóla með þeirri hlutdeil í skattgreiðslum sem renna í ríkissjóð.
og svo fáum við auðvitað gæða sement
Þegar við kaupum danskt sement þá erum við að:
Kaupa sement (og styrkja danskt velferðarkerfi)
Þegar búið er að drepa niður innlenda framleiðslu munu innflytjendur í einokunarstöðu hækka verð á vörunni. Við munum styrkja velferð í öðrum löndum og innflytjandinn verður feitur.
![]() |
Úrslitatilraun til að flæma okkur úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
2009-09-02
Einn af þeim sem er stórhættulegur þjóðinni
Það eru nokkrir valdamiklir einstaklingar sem sjá um að viðhalda þeirri "trend" sem við höfum séð í Íslensku efnahagslífi undanfarin ár.
Eignaupptaka frá almenningi.
Söfnun auðs á fárra hendur.
Sala auðlinda.
Ólafur Ragnar Grímsson á að segja af sér
![]() |
Forsetinn staðfestir Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2009-09-01
Steingrímur vill arabíska módelið
Steingrímur boðar miklar samfélagsbreytingar
Hann segir að nú eigi kynslóðir að hjálpast að.
Það er einmitt arabíska módelið þar sem börn sjá um foreldra sína, fatlaða ættingja, börn sín og konurnar eru heima að þjóna þessari stórfjölskyldu.
Atvinnustefna ríkisstjórnarinnar styður þessa samfélagsbreytingu en áhersla hennar á að færa velferðarþjónustu heim í hús með því að fækka þar störfum auk áherslunnar á að auka karlastörf þjóna þessari framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar.
Konur sem eru lokaðar inni á heimilum verða hið nýja velferðakerfi á Íslandi. Þær hverfa úr hagkerfinu en þjóna áfram samfélaginu. Konur taka áfram að sér að halda uppi velferðinni en missa fjárráðin. Hin nýja ríkisstjórn sem hefur lofað femíniskri hagstjórn stýrir nú þessari tilfærslu.
Jóhanna Sigurðardóttir á auðvitað að fá sérstaka athygli fyrir ábyrgð sína á þessari atlögu að konum og femínisma. Nú er jafnréttisþing í nánd en á þinginu á síðasta ári var rækilega þaggað niðri í konum og passað upp á að eingöngu þægar konur fengju að komast þar að og femínistar voru rækilega útskúfaðir úr umræðunni. Ég hvet alvöru feminista að mæta og brjóta hefðina með því að láta í sér heyra. Minnir að þessi þing séu í október nema þá að þetta verði eitt af því sem verður skorið niður.
Kannski hefur Ólafur Ragnar Grímsson komið með hugmyndina, að arabíska módelinu, heim eftir að hann dvaldi undir góðu yfirlæti ásamt 25 karlmönnum úr viðskiptalífinu og Össuri Skarphéðinssyni hjá emírnum í Katarr.
Það voru jú gerðir samningar um að skiptast á þekkingu.
Ólafur Ragnar hefur ávallt verið mikill lærdómsmaður og tilbúinn til þess að læra af öðrum menningarsamfélögum.
Kvartaði ekki Dorrit einmitt yfir sýn Ólafs á konur í viðtali við erlenda fjölmiðla. Rámar í það. Jú hérna er það. En það er að búið er að fjarlægja greinina af síðum Condé Nast Portfolio. Ætli greinin hafi verið fjarlægð þegar að Íslendingar sluppu úr gíslingu Gordons Brown
![]() |
Nafni Eimskips verði breytt í A1988 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2010 kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2009-09-01
Ný tegund víkinga á Íslandi...
.....
þekktir fyrir að lúffa fyrir
erlendum kröfuhöfum
lánadrottnum
áhættufjárfestum
og alþjóðafyrirtækjum
![]() |
Vaxtamunurinn eðlilegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)