Steingrímur vill arabíska módelið

Steingrímur boðar miklar samfélagsbreytingar

Hann segir að nú eigi kynslóðir að hjálpast að.

Það er einmitt arabíska módelið þar sem börn sjá um foreldra sína, fatlaða ættingja, börn sín og konurnar eru heima að þjóna þessari stórfjölskyldu.

Atvinnustefna ríkisstjórnarinnar styður þessa samfélagsbreytingu en áhersla hennar á að færa velferðarþjónustu heim í hús með því að fækka þar störfum auk áherslunnar á að auka karlastörf þjóna þessari framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar.

Konur sem eru lokaðar inni á heimilum verða hið nýja velferðakerfi á Íslandi. Þær hverfa úr hagkerfinu en þjóna áfram samfélaginu. Konur taka áfram að sér að halda uppi velferðinni en missa fjárráðin. Hin nýja ríkisstjórn sem hefur lofað femíniskri hagstjórn stýrir nú þessari tilfærslu.

Jóhanna Sigurðardóttir á auðvitað að fá sérstaka athygli fyrir ábyrgð sína á þessari atlögu að konum og femínisma. Nú er jafnréttisþing í nánd en á þinginu á síðasta ári var rækilega þaggað niðri í konum og passað upp á að eingöngu þægar konur fengju að komast þar að og femínistar voru rækilega útskúfaðir úr umræðunni. Ég hvet alvöru feminista að mæta og brjóta hefðina með því að láta í sér heyra. Minnir að þessi þing séu í október nema þá að þetta verði eitt af því sem verður skorið niður.

Kannski hefur Ólafur Ragnar Grímsson komið með hugmyndina, að arabíska módelinu, heim eftir að hann dvaldi undir góðu yfirlæti ásamt 25 karlmönnum úr viðskiptalífinu og Össuri Skarphéðinssyni hjá emírnum í Katarr.

Það voru jú gerðir samningar um að skiptast á þekkingu.

Ólafur Ragnar hefur ávallt verið mikill lærdómsmaður og tilbúinn til þess að læra af öðrum menningarsamfélögum.

Kvartaði ekki Dorrit einmitt yfir sýn Ólafs á konur í viðtali við erlenda fjölmiðla. Rámar í það. Jú hérna er það. En það er að búið er að fjarlægja greinina af síðum Condé Nast Portfolio. Ætli greinin hafi verið fjarlægð þegar að Íslendingar sluppu úr gíslingu Gordons BrownCrying


mbl.is Nafni Eimskips verði breytt í A1988
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert óborganleg Jakobína. Og konur eru jafnvel útivinnandi líka þó þær sinni öldruðum og veikum fjölskyldumeðlimum.

Rósa (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Rósa en með því að senda þær heim er verið að fjarlægja þær úr hagkerfinu og taka af þeim fjárráðin.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Offari

Mér var boðin vinna í Katarr. Fimmfalt hærri laun og engir skattar. Ég er mikið að hugsa um að taka boðinu.

Offari, 1.9.2009 kl. 23:47

4 identicon

Áhugavert er hvernig reiðin beinist nú að Steingrími J. hjá þér. 

"Jafnaðarflokkur" Sam-fylkingarinnar heldur sig til hlés núna. Nú sem fyrr.

Lagði Steingrímur J. og flokkur hans VG grunninn að hruninu Jakobína ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 23:54

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vinna við hvað?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.9.2009 kl. 23:58

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Hákon

Ég myndi ekki vilja segja að ég sé reið út í Steingrím J heldur hef ég áhyggjur af því að hann sé hættulegur samfélaginu.

Hann gasprar út í eitt og lengi vel hélt ég að maðurinn væri bara svona heimskur og skyldi ekki sjálfur merkingu hugtakanna sem hann notar en ég er farin að hallast að því að hér sé ekki heimska á ferðinni heldur ákefð að tryggja sér sess með því að hlýða valdinu (AGS) sem raunverulega stjórnar landinu núna.

Það er mikil atlaga gagnvart konum í stefnu ríkisstjórnarinnar en Steingrímur Joð fer fyrir flokki sem hefur feminisma á stefnuskrá sinni.

Rassinn á Steingrími er ekki eins mjúkur og ætla mætti. Hann veit fullvel hvað hann er að gera.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.9.2009 kl. 00:16

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvað varðar samfylkinguna þá eyði ég ekki orðum á hana hér. Þar hafa engar hreinsanir farið fram og fólk á kafí í skít upp að öxlum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.9.2009 kl. 00:18

8 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ég fæ ekki betur séð en að Íslendingar eigi fárra kosta annarra völ en að hjúfra sig saman og hjálpast að eins og framtíðin horfið við vegna afleiðinga bankaránsins mikla haustið 2008 - EN ER STEINGRÍMI J OG VG ÞAR UM AÐ KENNA?

Nei ég hélt ekki!

Soffía Valdimarsdóttir, 2.9.2009 kl. 10:12

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er ekki VG að kenna Soffía en Steingrímur á svo sannarlega sinn hlut í Icesave samningnum og henn fylgir stefnu alþjóðargjaldeyrissjóðsins eins og hlýðinn rakki. Hann hefur sjálfur valið að gera það og svo er bara skammast og rifiðst þegar að fólk hefur eitthvað við það að athuga að Steingrímur og samfylkingin standa saman einbeitt um að koma þjóðinni á vonarvöl.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.9.2009 kl. 11:37

10 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hafi það farið fram hjá þér kona góð þá standa yfir einhverjar umfangsmestu rústabjörgunaraðferðir sem um getur í einu hagkerfi fyrr og síðar. Að Samfylkingin og Vg standi saman einbeitt um að koma þjóðinni á vonarvöl eru held ég stærri orð en þú ættir að láta þér um munn fara.

Soffía Valdimarsdóttir, 2.9.2009 kl. 15:20

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nei Soffía

Samfylkingin og Steigrímur (í óþökk margara í VG) eru að bjarga erlendum lánadrottnum, alþjóðafyrirtækjum og áhættufjárfestum á meðan þjóðinni blæðir.

Enda er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mjög ánægður með þessa leppa sína.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.9.2009 kl. 16:59

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég hef oft spáð í hvort einhver sé á bak við helreið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi.  Svona fyrir utan þá félaga Vilhjálm og Gylfa.

Þú hefur fundið eina sem er stolt af gjörðum sjóðsins.  En hvað hún er að gera í VinstriGrænum er mér spurn.  Mig minnir að sá flokkur hafi verið stofnaður gegn auðvaldi og græðgi.  En oft má manninn reyna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.9.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband